Ellefu hönnuðir sýna á Reykjavík Fashion Festival 1. febrúar 2012 13:00 Borghildur Gunnarsdóttir hannar undir merkinu Milla Snorrason og sýnir í fyrsta sinn á Reykjavík Fashion Festival í ár. Ellefu hönnuðir hafa verið valdir af 35 umsækjendum til að taka þátt í tískuhátíðinni í ár. Mynd/Valli „Það má kannski segja að saumavélarnar verða á yfirsnúningi næstu vikurnar," segir Borghildur Gunnarsdóttir fatahönnuður en hún tekur í fyrsta sinn þátt í Reykjavík Fashion Festival á þessu ári með merkið sitt Milla Snorrason. Borghildur, eða Hilda eins og hún er kölluð, var meðal 35 hönnuða sem sóttu um að taka þátt í tískuhátíðinni, sem fer fram dagana 29. mars til 1. apríl. Ellefu hönnuðir koma fram á hátíðinni en sýningarnar fara fram í Hörpu og Gamla bíói. „Ég er mjög ánægð með fá að sýna á hátíðinni og tel það vera mikilvægt skref að koma merkinu á framfæri á Íslandi," segir Hilda sem er nýflutt heim frá London þar sem hún vann hjá tískumerkjunum Peter Jensen og Erdem, en hún útskrifaðist frá fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands árið 2009. „Það var mjög gaman að vinna hjá þessum flottu hönnuðum og það ýtti undir þá löngun hjá mér að koma mínu eigin merki af stað. Þess vegna kom ég heim og gef nú allt mitt í Milla Snorrason," segir Hilda en hún hefur komið sér upp stúdíói í bílskúrnum hjá foreldrum sínum þar sem fatalínan er að taka á sig mynd. Hilda ætlar að stíga varlega til jarðar og segir að fatalínan verði ekki stór á þessari fyrstu sýningu. Hún hefur síðustu misseri verið að gera marglita hnésokka frá Milla Snorrason og selt á netinu en það hefur gengið vel. „Núna er ég að gera heila fatalínu sem er spennandi. Ég er heilluð af þriðja, fjórða og fimmta áratugunum í tískunni og pæli mikið í ólíkum litasamsetningum," segir Hilda sem notast einungis við náttúruleg efni á borð við silki, bómull og ull. „Ég reyni líka að hafa smá húmor í fötunum mínum og ekki taka þetta of alvarlega. Mig vantar sárlega eina saumagínu og ef einhver lumar á slíkri má sá hinn sami gjarna hafa samband við mig á millasnorrason@gmail.com." Hilda sýnir í Gamla bíói 31. mars en hægt er fylgjast með henni á heimasíðunni millasnorrason.com. alfrun@frettabladid.is Hönnuðir sem sýna á RFFAf sýningu Hildar Yeoman á RFF í fyrra.Harpa 30. mars: Kalda Hildur Yeoman Kormákur og Skjöldur Kron by Kronkron Mundi ÝRGamla Bíó 31. mars: Birna ELLA Milla Snorrason Spakmannsspjarir REY RFF Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Sjá meira
„Það má kannski segja að saumavélarnar verða á yfirsnúningi næstu vikurnar," segir Borghildur Gunnarsdóttir fatahönnuður en hún tekur í fyrsta sinn þátt í Reykjavík Fashion Festival á þessu ári með merkið sitt Milla Snorrason. Borghildur, eða Hilda eins og hún er kölluð, var meðal 35 hönnuða sem sóttu um að taka þátt í tískuhátíðinni, sem fer fram dagana 29. mars til 1. apríl. Ellefu hönnuðir koma fram á hátíðinni en sýningarnar fara fram í Hörpu og Gamla bíói. „Ég er mjög ánægð með fá að sýna á hátíðinni og tel það vera mikilvægt skref að koma merkinu á framfæri á Íslandi," segir Hilda sem er nýflutt heim frá London þar sem hún vann hjá tískumerkjunum Peter Jensen og Erdem, en hún útskrifaðist frá fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands árið 2009. „Það var mjög gaman að vinna hjá þessum flottu hönnuðum og það ýtti undir þá löngun hjá mér að koma mínu eigin merki af stað. Þess vegna kom ég heim og gef nú allt mitt í Milla Snorrason," segir Hilda en hún hefur komið sér upp stúdíói í bílskúrnum hjá foreldrum sínum þar sem fatalínan er að taka á sig mynd. Hilda ætlar að stíga varlega til jarðar og segir að fatalínan verði ekki stór á þessari fyrstu sýningu. Hún hefur síðustu misseri verið að gera marglita hnésokka frá Milla Snorrason og selt á netinu en það hefur gengið vel. „Núna er ég að gera heila fatalínu sem er spennandi. Ég er heilluð af þriðja, fjórða og fimmta áratugunum í tískunni og pæli mikið í ólíkum litasamsetningum," segir Hilda sem notast einungis við náttúruleg efni á borð við silki, bómull og ull. „Ég reyni líka að hafa smá húmor í fötunum mínum og ekki taka þetta of alvarlega. Mig vantar sárlega eina saumagínu og ef einhver lumar á slíkri má sá hinn sami gjarna hafa samband við mig á millasnorrason@gmail.com." Hilda sýnir í Gamla bíói 31. mars en hægt er fylgjast með henni á heimasíðunni millasnorrason.com. alfrun@frettabladid.is Hönnuðir sem sýna á RFFAf sýningu Hildar Yeoman á RFF í fyrra.Harpa 30. mars: Kalda Hildur Yeoman Kormákur og Skjöldur Kron by Kronkron Mundi ÝRGamla Bíó 31. mars: Birna ELLA Milla Snorrason Spakmannsspjarir REY
RFF Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Sjá meira