Ellefu hönnuðir sýna á Reykjavík Fashion Festival 1. febrúar 2012 13:00 Borghildur Gunnarsdóttir hannar undir merkinu Milla Snorrason og sýnir í fyrsta sinn á Reykjavík Fashion Festival í ár. Ellefu hönnuðir hafa verið valdir af 35 umsækjendum til að taka þátt í tískuhátíðinni í ár. Mynd/Valli „Það má kannski segja að saumavélarnar verða á yfirsnúningi næstu vikurnar," segir Borghildur Gunnarsdóttir fatahönnuður en hún tekur í fyrsta sinn þátt í Reykjavík Fashion Festival á þessu ári með merkið sitt Milla Snorrason. Borghildur, eða Hilda eins og hún er kölluð, var meðal 35 hönnuða sem sóttu um að taka þátt í tískuhátíðinni, sem fer fram dagana 29. mars til 1. apríl. Ellefu hönnuðir koma fram á hátíðinni en sýningarnar fara fram í Hörpu og Gamla bíói. „Ég er mjög ánægð með fá að sýna á hátíðinni og tel það vera mikilvægt skref að koma merkinu á framfæri á Íslandi," segir Hilda sem er nýflutt heim frá London þar sem hún vann hjá tískumerkjunum Peter Jensen og Erdem, en hún útskrifaðist frá fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands árið 2009. „Það var mjög gaman að vinna hjá þessum flottu hönnuðum og það ýtti undir þá löngun hjá mér að koma mínu eigin merki af stað. Þess vegna kom ég heim og gef nú allt mitt í Milla Snorrason," segir Hilda en hún hefur komið sér upp stúdíói í bílskúrnum hjá foreldrum sínum þar sem fatalínan er að taka á sig mynd. Hilda ætlar að stíga varlega til jarðar og segir að fatalínan verði ekki stór á þessari fyrstu sýningu. Hún hefur síðustu misseri verið að gera marglita hnésokka frá Milla Snorrason og selt á netinu en það hefur gengið vel. „Núna er ég að gera heila fatalínu sem er spennandi. Ég er heilluð af þriðja, fjórða og fimmta áratugunum í tískunni og pæli mikið í ólíkum litasamsetningum," segir Hilda sem notast einungis við náttúruleg efni á borð við silki, bómull og ull. „Ég reyni líka að hafa smá húmor í fötunum mínum og ekki taka þetta of alvarlega. Mig vantar sárlega eina saumagínu og ef einhver lumar á slíkri má sá hinn sami gjarna hafa samband við mig á millasnorrason@gmail.com." Hilda sýnir í Gamla bíói 31. mars en hægt er fylgjast með henni á heimasíðunni millasnorrason.com. alfrun@frettabladid.is Hönnuðir sem sýna á RFFAf sýningu Hildar Yeoman á RFF í fyrra.Harpa 30. mars: Kalda Hildur Yeoman Kormákur og Skjöldur Kron by Kronkron Mundi ÝRGamla Bíó 31. mars: Birna ELLA Milla Snorrason Spakmannsspjarir REY RFF Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
„Það má kannski segja að saumavélarnar verða á yfirsnúningi næstu vikurnar," segir Borghildur Gunnarsdóttir fatahönnuður en hún tekur í fyrsta sinn þátt í Reykjavík Fashion Festival á þessu ári með merkið sitt Milla Snorrason. Borghildur, eða Hilda eins og hún er kölluð, var meðal 35 hönnuða sem sóttu um að taka þátt í tískuhátíðinni, sem fer fram dagana 29. mars til 1. apríl. Ellefu hönnuðir koma fram á hátíðinni en sýningarnar fara fram í Hörpu og Gamla bíói. „Ég er mjög ánægð með fá að sýna á hátíðinni og tel það vera mikilvægt skref að koma merkinu á framfæri á Íslandi," segir Hilda sem er nýflutt heim frá London þar sem hún vann hjá tískumerkjunum Peter Jensen og Erdem, en hún útskrifaðist frá fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands árið 2009. „Það var mjög gaman að vinna hjá þessum flottu hönnuðum og það ýtti undir þá löngun hjá mér að koma mínu eigin merki af stað. Þess vegna kom ég heim og gef nú allt mitt í Milla Snorrason," segir Hilda en hún hefur komið sér upp stúdíói í bílskúrnum hjá foreldrum sínum þar sem fatalínan er að taka á sig mynd. Hilda ætlar að stíga varlega til jarðar og segir að fatalínan verði ekki stór á þessari fyrstu sýningu. Hún hefur síðustu misseri verið að gera marglita hnésokka frá Milla Snorrason og selt á netinu en það hefur gengið vel. „Núna er ég að gera heila fatalínu sem er spennandi. Ég er heilluð af þriðja, fjórða og fimmta áratugunum í tískunni og pæli mikið í ólíkum litasamsetningum," segir Hilda sem notast einungis við náttúruleg efni á borð við silki, bómull og ull. „Ég reyni líka að hafa smá húmor í fötunum mínum og ekki taka þetta of alvarlega. Mig vantar sárlega eina saumagínu og ef einhver lumar á slíkri má sá hinn sami gjarna hafa samband við mig á millasnorrason@gmail.com." Hilda sýnir í Gamla bíói 31. mars en hægt er fylgjast með henni á heimasíðunni millasnorrason.com. alfrun@frettabladid.is Hönnuðir sem sýna á RFFAf sýningu Hildar Yeoman á RFF í fyrra.Harpa 30. mars: Kalda Hildur Yeoman Kormákur og Skjöldur Kron by Kronkron Mundi ÝRGamla Bíó 31. mars: Birna ELLA Milla Snorrason Spakmannsspjarir REY
RFF Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira