Sýndarsamráð við foreldra 26. janúar 2012 06:00 Frá því að umræður um sameiningu skóla í Grafarvogi hófust hefur að mati íbúa lítið raunverulegt samráð verið haft við þá. Þegar fyrstu hugmyndirnar litu dagsins ljós var meginástæða sameiningarinnar sögð vera fjárhagsleg hagræðing en nú er meiri áhersla lögð á faglegan ávinning. Ekki hefur þó tekist að sannfæra foreldra barna í Hamraskóla, sem eiga frá og með næsta hausti að sækja Foldaskóla, sem heildstæðan safnskóla á unglingastigi, um að þessi markmið náist og þeir eru mjög mótfallnir áformunum. Þeir hafa komið athugasemdum sínum á framfæri á ýmsum vettvangi, m.a. á opnum fundum og í stýrihópi um sameininguna, en á þær hefur ekki verið hlustað. Ástæður þess að foreldrar eru mótfallnir því að leggja niður unglingadeild Hamraskóla eru margvíslegar. Ef skólinn er óhagstæð rekstrareining nú verður hann varla hagkvæmari þegar einungis 7 árgangar verða þar eftir. Þá gæti verið stutt í að skólanum verði bara lokað. Það hefur áhrif á þá sem hafa verið að horfa til þess að flytja í hverfið. Hamraskóli hefur komið best allra skóla í Reykjavík út úr heildstæðu mati á skólastarfi og hefur í því ljósi verið aðdráttarafl fyrir fólk með börn á skólaaldri. Hamraskóli með enga unglingadeild verður það varla. Þegar svo er komið eru breytingarnar farnar að hafa áhrif á alla húseigendur í hverfinu, ekki bara þá sem eiga börn í skólanum. Fasteignaverð gæti lækkað og eignir þyngst í sölu. Strætó gengur ekki inn í Hamrahverfi og hefur ekki gert í nokkur ár. Ekki hafa fengist svör við því hvernig á að bregðast við því, hvort setja eigi á laggirnar skólabíl og hvort hann eigi að ganga fram á kvöld þegar börn í Hamrahverfi eiga að sækja frístundastarf í frístundamiðstöð í Foldaskóla en augljóst er að frístundamiðstöðinni í Hamraskóla verður lokað ef engin er unglingadeildin. Við blasir að umferð úr Hamra- og Bryggjuhverfi yfir í Foldahverfi mun snaraukast ef þrír árgangar úr þessum hverfum þurfa að sækja skóla þar. Þeir sem aka Fjallkonuveg daglega hlakka sjálfsagt ekki til að fá þessa viðbót við umferð þar á álagstímum. Við Hamraskóla er starfrækt deild fyrir einhverf börn. Þau börn þar sem eru að fara yfir á unglingastigið og foreldrar þeirra eru í fullkominni óvissu um hvað tekur við. Festa og öryggi skipta öll börn máli en eru einhverfum börnum lífsnauðsynleg. Velferð þeirra og allra barna í hverfinu er í húfi en fyrirhugaðar breytingar eru til þess fallnar að draga úr henni, flækja líf íbúa hverfisins og draga úr gæðum þess. Foreldrar og aðrir íbúar í Hamrahverfi hafa boðað til opins fundar um framtíð Hamraskóla og Hamrahverfis á sal skólans í kvöld kl. 19.30. Þangað hefur verið boðið embættismönnum og kjörnum fulltrúum. Íbúar ætla að freista þess að fá svör við spurningum sem enn er ósvarað og koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Íbúar eru hvattir til að mæta og standa vörð um velferð barna sinna og framtíð hverfisins síns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Frá því að umræður um sameiningu skóla í Grafarvogi hófust hefur að mati íbúa lítið raunverulegt samráð verið haft við þá. Þegar fyrstu hugmyndirnar litu dagsins ljós var meginástæða sameiningarinnar sögð vera fjárhagsleg hagræðing en nú er meiri áhersla lögð á faglegan ávinning. Ekki hefur þó tekist að sannfæra foreldra barna í Hamraskóla, sem eiga frá og með næsta hausti að sækja Foldaskóla, sem heildstæðan safnskóla á unglingastigi, um að þessi markmið náist og þeir eru mjög mótfallnir áformunum. Þeir hafa komið athugasemdum sínum á framfæri á ýmsum vettvangi, m.a. á opnum fundum og í stýrihópi um sameininguna, en á þær hefur ekki verið hlustað. Ástæður þess að foreldrar eru mótfallnir því að leggja niður unglingadeild Hamraskóla eru margvíslegar. Ef skólinn er óhagstæð rekstrareining nú verður hann varla hagkvæmari þegar einungis 7 árgangar verða þar eftir. Þá gæti verið stutt í að skólanum verði bara lokað. Það hefur áhrif á þá sem hafa verið að horfa til þess að flytja í hverfið. Hamraskóli hefur komið best allra skóla í Reykjavík út úr heildstæðu mati á skólastarfi og hefur í því ljósi verið aðdráttarafl fyrir fólk með börn á skólaaldri. Hamraskóli með enga unglingadeild verður það varla. Þegar svo er komið eru breytingarnar farnar að hafa áhrif á alla húseigendur í hverfinu, ekki bara þá sem eiga börn í skólanum. Fasteignaverð gæti lækkað og eignir þyngst í sölu. Strætó gengur ekki inn í Hamrahverfi og hefur ekki gert í nokkur ár. Ekki hafa fengist svör við því hvernig á að bregðast við því, hvort setja eigi á laggirnar skólabíl og hvort hann eigi að ganga fram á kvöld þegar börn í Hamrahverfi eiga að sækja frístundastarf í frístundamiðstöð í Foldaskóla en augljóst er að frístundamiðstöðinni í Hamraskóla verður lokað ef engin er unglingadeildin. Við blasir að umferð úr Hamra- og Bryggjuhverfi yfir í Foldahverfi mun snaraukast ef þrír árgangar úr þessum hverfum þurfa að sækja skóla þar. Þeir sem aka Fjallkonuveg daglega hlakka sjálfsagt ekki til að fá þessa viðbót við umferð þar á álagstímum. Við Hamraskóla er starfrækt deild fyrir einhverf börn. Þau börn þar sem eru að fara yfir á unglingastigið og foreldrar þeirra eru í fullkominni óvissu um hvað tekur við. Festa og öryggi skipta öll börn máli en eru einhverfum börnum lífsnauðsynleg. Velferð þeirra og allra barna í hverfinu er í húfi en fyrirhugaðar breytingar eru til þess fallnar að draga úr henni, flækja líf íbúa hverfisins og draga úr gæðum þess. Foreldrar og aðrir íbúar í Hamrahverfi hafa boðað til opins fundar um framtíð Hamraskóla og Hamrahverfis á sal skólans í kvöld kl. 19.30. Þangað hefur verið boðið embættismönnum og kjörnum fulltrúum. Íbúar ætla að freista þess að fá svör við spurningum sem enn er ósvarað og koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Íbúar eru hvattir til að mæta og standa vörð um velferð barna sinna og framtíð hverfisins síns.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun