Körfubolti

Clippers er óstöðvandi

Chris Paul.
Chris Paul.
Það er ekkert lát á mögnuðu gengi LA Clippers en liðið vann sinn sextánda leik í röð í nótt. Skipti engu þó svo þetta hefði verið þriðji leikur liðsins á fjórum dögum.

Chris Paul skoraði 29 stig í naumum sigri á Utah í nótt og þar af síðustu tvö stig leiksins.

Detroit kom svo skemmtilega á óvart með því að leggja meistara Miami af velli. Varamaðurinn Will Bynum fór mikinn í liði Detroit með 25 stig og þar af 13 í lokaleikhlutanum.

Sex leikja sigurhrina Miami tók þar með enda. LeBron James skoraði 35 stig fyrir Miami og Chris Bosh 28.

Úrslit:

Washington-Orlando 105-97

Indiana-Phoenix 97-91

Brooklyn-Charlotte 97-81

Detroit-Miami 109-99

Cleveland-Atlanta 94-102

New Orleans-Toronto 97-104

Dallas-Denver 85-106

San Antonio-Houston 122-116

Utah-LA Clippers 114-116

Sacramento-NY Knicks 106-105

LA Lakers-Portland 104-87

Golden State-Philadelphia 96-89

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×