Körfubolti

LeBron fékk fleiri atkvæði en Kobe

Það er byrjað að kjósa í Stjörnuleik NBA-deildarinnar sem er mikil vinsældakosning. NBA-deildin hefur nú gefið út hvernig fyrsta umferð í kjörinu fór. Þar eru kunnugleg nöfn að vanda.

LeBron James fékk flest atkvæði allra en hann fékk yfir 640 þúsund atkvæði. Kobe Bryant kom næstur rétt á eftir. Aðrir á topp fimm listanum eru Kevin Durant, Carmelo Anthony og Dwight Howard.

Það eru aðdáendur deildarinnar sem kjósa í byrjunarlið Stjörnuleiksins en kjörinu hefur aðeins verið breytt. Nú eru kosnir tveir bakverðir og þrír stórir leikmenn.

Áður var kosið um tvo bakverði, tvo framherja og einn miðherja. Nú er búið að setja síðustu þrjá í sama flokk.

Svona líta byrjunarliðin út eftir fyrstu umferð:

Austurdeild: Rajon Rondo, Dwyane Wade, LeBron James, Carmelo Anthony og Kevin Garnett.

Vesturdeild: Chris Paul, Kobe Bryant, Kevin Durant, Blake Griffin og Dwight Howard.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×