Efnahagsleg "rússíbanareið“ 17. desember 2012 08:00 Sé horft yfir áratuginn frá 2001 til og með 2010 er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið mikil „rússíbanareið". Þetta segir Björn Þór Sigbjörnsson, sem er höfundur bókarinnar Ísland í aldanna rás 2001 til 2010 ásamt Bergsteini Sigurðssyni, blaðamanni Fréttablaðsins. Björn Þór er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallþáttar um efnahagsmál- og viðskipti hér á Vísi. Fjallað er ítarlega um gang mála í viðskiptum og efnahagsmálum. Björn Þór segir að fyrrnefnt tímabil í viðskiptalífinu hafi einkennst af miklum öfgum, breytingum og endurnýjun, þar sem ungt fólk tók við stjórnartaumunum í mörgum af lykilfyrirtækjum í íslensku efnahagslífi, á meðan eldra og reynslumeira fólk steig til hliðar. Strax árið 2001 birtast Björgólfsfeðgar [Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson innsk. blm.] með fullar hendur fjár, og fljótlega þar á eftir eru bankarnir einkavæddir, segir Björn Þór, en fyrrnefndri bók er fjallað mikið um þetta uppgangstímabil í Íslandssögunni, og þá ekki síst ýmis einstök fréttamál sem ofarlega voru á baugi á hverjum tíma, svo sem einstök viðskipti, sameiningar stórfyrirtækja og í kjölfarið útrás þeirra til annarra landa. Björn Þór segir að þegar fjölmiðlaumfjöllun frá þessum tíma sé skoðuð komi ýmislegt í ljós, sem komi nokkuð á óvart. „Það voru viðvörunarljós út um allt, en það hlustaði enginn eða tók eftir því," segir Björn Þór. Þá er nokkuð bersýnilegt með hliðsjón af ýmsum fréttum fá þessum tíma, að stór hluti almennings tók virkan þátt, með kaupum á hlutabréfum m.a., segir Björn Þór. Hann segir enn fremur að á þessu tímabili hafi Íslendingar fyrst séð hálfgerða „elítu" verða til, sem var með gríðarlega há laun og lifði hátt. Nokkrir árekstrar hafi bersýnilega orðið vegna þessa, sem hafi verið til marks um að eitthvað hafi „kraumað" undir niðri. Það var stórfrétt þegar Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, tók út sparnað sinn í Búnaðarbankanum, til þess að mótmæla háum launum. Það olli miklum titringi, og sýndi, eftir á að hyggja, að miklar og hraðar samfélagsbreytingar voru að eiga sér stað, segir Björn Þór. Að lokum hafi þetta síðan endað með ósköpum í hruninu, haustið 2008. „Það sem stendur upp úr er kannski það hversu gríðarlega hratt þetta gerðist, hvað útþenslan og peningaflæðið var mikið og hafði mikil áhrif á skömmum tíma." Sjá má viðtalið við Björn Þór í Klinkinu hér. Klinkið Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Sé horft yfir áratuginn frá 2001 til og með 2010 er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið mikil „rússíbanareið". Þetta segir Björn Þór Sigbjörnsson, sem er höfundur bókarinnar Ísland í aldanna rás 2001 til 2010 ásamt Bergsteini Sigurðssyni, blaðamanni Fréttablaðsins. Björn Þór er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallþáttar um efnahagsmál- og viðskipti hér á Vísi. Fjallað er ítarlega um gang mála í viðskiptum og efnahagsmálum. Björn Þór segir að fyrrnefnt tímabil í viðskiptalífinu hafi einkennst af miklum öfgum, breytingum og endurnýjun, þar sem ungt fólk tók við stjórnartaumunum í mörgum af lykilfyrirtækjum í íslensku efnahagslífi, á meðan eldra og reynslumeira fólk steig til hliðar. Strax árið 2001 birtast Björgólfsfeðgar [Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson innsk. blm.] með fullar hendur fjár, og fljótlega þar á eftir eru bankarnir einkavæddir, segir Björn Þór, en fyrrnefndri bók er fjallað mikið um þetta uppgangstímabil í Íslandssögunni, og þá ekki síst ýmis einstök fréttamál sem ofarlega voru á baugi á hverjum tíma, svo sem einstök viðskipti, sameiningar stórfyrirtækja og í kjölfarið útrás þeirra til annarra landa. Björn Þór segir að þegar fjölmiðlaumfjöllun frá þessum tíma sé skoðuð komi ýmislegt í ljós, sem komi nokkuð á óvart. „Það voru viðvörunarljós út um allt, en það hlustaði enginn eða tók eftir því," segir Björn Þór. Þá er nokkuð bersýnilegt með hliðsjón af ýmsum fréttum fá þessum tíma, að stór hluti almennings tók virkan þátt, með kaupum á hlutabréfum m.a., segir Björn Þór. Hann segir enn fremur að á þessu tímabili hafi Íslendingar fyrst séð hálfgerða „elítu" verða til, sem var með gríðarlega há laun og lifði hátt. Nokkrir árekstrar hafi bersýnilega orðið vegna þessa, sem hafi verið til marks um að eitthvað hafi „kraumað" undir niðri. Það var stórfrétt þegar Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, tók út sparnað sinn í Búnaðarbankanum, til þess að mótmæla háum launum. Það olli miklum titringi, og sýndi, eftir á að hyggja, að miklar og hraðar samfélagsbreytingar voru að eiga sér stað, segir Björn Þór. Að lokum hafi þetta síðan endað með ósköpum í hruninu, haustið 2008. „Það sem stendur upp úr er kannski það hversu gríðarlega hratt þetta gerðist, hvað útþenslan og peningaflæðið var mikið og hafði mikil áhrif á skömmum tíma." Sjá má viðtalið við Björn Þór í Klinkinu hér.
Klinkið Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira