Alonso valinn bestur af liðstjórum Birgir Þór Harðarson skrifar 17. desember 2012 12:00 Alonso tapaði heimsmeistaratitlinum með þremur stigum en var valinn bestur af liðstjórum í Formúlu 1. nordicphots/afp Þó hann hafi tapað heimsmeistaratitlinum með aðeins þremur stigum var Fernando Alonso, ökuþór Ferrari-liðsins, valinn besti ökuþór ársins af liðstjórum í Formúlu 1. Valið var birt á síðum breska tímaritsins Autosport. Þetta er í annað sinn sem Alonso hlýtur þessa viðurkenningu en síðast var hann valinn bestur árið 2010. Liðstjórarnir voru beðnir um að gera lista yfir tíu bestu ökumenn ársins, að þeirra mati, og gefa þeim stig eins og um úrslit kappaksturs væri að ræða. Skemmst er frá því að segja að Alonso hlaut 269 stig, 71 stig meira en heimsmeistarinn Sebastian Vettel sem varð annar í valinu. Átta liðsstjórar settu Alonso í fyrsta sætið. Alonso var þakklátur fyrir valið og sagði á vefsíðu Ferrari-liðsins vera ánægður með niðurstöðuna. „En það verður erfitt að endurtaka nánast fullkomið tímabil með Ferrari. Við gerum samt heiðarlega tilraun." Lewis Hamilton varð þriðji í valinu og skipti um sæti við Kimi Raikkönen, sem varð þriðji í heimsmeistarakeppninni í ár. Jenson Button varð fimmti og Mark Webber sjötti. Efstu tíu í vali liðstjóra1. Fernando Alonso - 269 2. Sebastian Vettel - 198 3. Lewis Hamilton - 177 4. Kimi Räikkönen - 176 5. Jenson Button - 104 6. Mark Webber - 66 7. Nico Hülkenberg - 50 8. Nico Rosberg - 30 9. Sergio Pérez - 30 10. Felipe Massa - 27 Formúla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þó hann hafi tapað heimsmeistaratitlinum með aðeins þremur stigum var Fernando Alonso, ökuþór Ferrari-liðsins, valinn besti ökuþór ársins af liðstjórum í Formúlu 1. Valið var birt á síðum breska tímaritsins Autosport. Þetta er í annað sinn sem Alonso hlýtur þessa viðurkenningu en síðast var hann valinn bestur árið 2010. Liðstjórarnir voru beðnir um að gera lista yfir tíu bestu ökumenn ársins, að þeirra mati, og gefa þeim stig eins og um úrslit kappaksturs væri að ræða. Skemmst er frá því að segja að Alonso hlaut 269 stig, 71 stig meira en heimsmeistarinn Sebastian Vettel sem varð annar í valinu. Átta liðsstjórar settu Alonso í fyrsta sætið. Alonso var þakklátur fyrir valið og sagði á vefsíðu Ferrari-liðsins vera ánægður með niðurstöðuna. „En það verður erfitt að endurtaka nánast fullkomið tímabil með Ferrari. Við gerum samt heiðarlega tilraun." Lewis Hamilton varð þriðji í valinu og skipti um sæti við Kimi Raikkönen, sem varð þriðji í heimsmeistarakeppninni í ár. Jenson Button varð fimmti og Mark Webber sjötti. Efstu tíu í vali liðstjóra1. Fernando Alonso - 269 2. Sebastian Vettel - 198 3. Lewis Hamilton - 177 4. Kimi Räikkönen - 176 5. Jenson Button - 104 6. Mark Webber - 66 7. Nico Hülkenberg - 50 8. Nico Rosberg - 30 9. Sergio Pérez - 30 10. Felipe Massa - 27
Formúla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira