Körfubolti

Miklar breytingar á HM karla í körfubolta

Kevin Durant og félagar hans í bandaríska landsliðinu lönduðu gullverðlaunum á HM sem fram fór í Tyrklandi.
Kevin Durant og félagar hans í bandaríska landsliðinu lönduðu gullverðlaunum á HM sem fram fór í Tyrklandi.
Forráðamenn FIBA, Alþjóða körfuknattleikssambandsins, hafa ákveðið að seinka keppni um eitt ár á Heimsmeistaramótinu sem fram átti að fara árið 2018. Sú keppni fer því fram 2019 en næsta HM er á dagskrá árið 2014 og fer sú keppni fram á Spáni. HM árið 2019 verður einnig undankeppni fyrir Ólympíuleikana sem fram fara árið 2020.

HM árið 2019 verður stærra í sniðum en áður og verður fjölgað úr 24 liðum í 32. Heimsmeistaramótin verða á fjögurra ára fresti líkt og áður eftir þessa breytingu. Undankeppni fyrir HM 2019 hefst í nóvember árið 2017.

Sigurliðið á HM hefur í gegnum tíðina tryggt sér keppnisrétt á Ólympíuleikum, ásamt gestjöfum ÓL, en aðrar þjóðir hafa þurft að spila í sérstakri undankeppni um laus sæti á ÓL. Þetta fyrirkomulag þótti ekki henta nógu vel að mati margra.

Eigendur NBA liða hafa á undanförnum misserum lýst yfir áhyggjum af miklu álagi sem fylgir landsliðsverkefnum yfir sumartímann þegar undankeppnirnar fara fram. Með gamla fyrirkomulaginu gátu leikmenn tekið þátt í undankeppnum með sínum landsliðum á hverju sumri, þrjú ár í röð. Með nýja fyrirkomulaginu verður álagið minna á landsliðsmennina.

Bandaríkin hafa titil að verja á HM en liðið tryggði sér gullverðlaunin í Tyrklandi árið 2010 eftir 81-64 sigur gegn gestgjöfunum í úrslitaleiknum. Litháen fékk bronsverðlaun eftir 99-88 sigur gegn Serbum.

Nánari upplýsingar um sögu HM í körfuknattleik má finna hér:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×