Líf Tyron Smith, leikmanns Dallas Cowboys, er enginn dans á rósum þessa dagana enda verður hann fyrir stöðugum árásum ættingja sinna sem vilja fá peninga frá honum.
Allur ættaraðallinn ruddist inn til hans á dögunum með látum og kröfu um peninga. Varð að hringja í lögregluna til þess að skakka leikinn.
Svo slæm er staðan að Smith hefur neyðst til þess að fara fram á nálgunarbann á móður sína og stjúpföður. Systkini hans fimm mega samkvæmt banninu ekki heldur hafa samband við hann fyrir hönd foreldranna.
Smith var valinn níundi í nýliðavalinu árið 2011. Hann gerði þá fjögurra ára samning sem færir honum 12,5 milljónir dollara.
Strax þá gaf hann ættingjum sínum fullt af peningum en mikill vill meira og krafan um meiri pening hefur verið stöðug síðan frá fégráðugum ættingjunum..
Fégráðugir foreldrar settir í nálgunarbann

Mest lesið

„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Íslenski boltinn


Skelltu sér í jarðarför Hauka
Körfubolti





„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“
Íslenski boltinn

