Halldóra Matthíasdóttir og Rúnar Jónsson fóru yfir frábæran sigur Kimi Raikkönen í Abu Dhabi kappakstrinum. Fernando Alonso náði öðru sæti og minnkaði forystu Sebastian Vettel á toppnum í tíu stig.
Lewis Hamilton ræsti fyrstur en vélabilun sá til þess að Bretanum tókst ekki að ljúka keppni. Þá varð hörkuárekstur þegar Nico Rosberg ók Mercedes-bíl sínum yfir HRT-bíl Narain Karthikeyan. Báðir ökumenn sluppu með skrekkinn.
Allt það helsta úr kappakstrinum má sjá í þættinum Við endamarkið en hægt er að horfa á hann í spilaranum hér fyrir ofan.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)