Íslenski boltinn

Guðmundur á leið til Sarpsborg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur í leik með ÍBV í sumar.
Guðmundur í leik með ÍBV í sumar. Mynd/Valli
ÍBV hefur samþykkt norska liðsins Sarpsborg 08 í miðjumanninn Guðmund Þórarinsson. Hann sjálfur hefur náð samkomulagi um kaup og kjör við félagið.

Þetta kom fram í Boltanum á X-inu í dag. Þar sagði Guðmundur að ekki væri búið að ganga endanlega frá samningum en að það væri nánast formsatriði.

„Það eru 95 prósenta líkur á að þetta gangi í gegn. Það á nánast bara eftir að skrifa undir," sagði Guðmundur sem mun skrifa undir þriggja ára samning við félagið.

Sarpsborg vann sér á dögunum sæti í norsku úrvalsdeildinni og Guðmundur segir að það hafi ekki skemmt fyrir.

„Það er skemmtilegra að spila í efstu deild og eftir að liðið komst upp varð þetta tækifæri enn meira spennandi fyrir mig. Ég heimsótti liðið fyrir um mánuði síðan og voru aðstæður mjög flottar og klúbburinn vinalegur."

Guðmundur á von á því að fara út til Noregs þegar að undirbúningstímabilið hefst þann 10. janúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×