Körfubolti

Helena og félagar töpuðu fyrsta leiknum í Euroleague

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helena Sverrisdóttir.
Helena Sverrisdóttir. Mynd/Nordic Photos/Getty
Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í Good Angels Kosice þurftu að sætta sig við naumt tap í fyrsta leik sínum í Euroleague (Meistaradeild Evrópu) þegar liðið heimsótti rússneska félagið BK Nadezhda í dag. Nadezhda vann leikinn 70-65 eftir að Good Angels Kosice vann fyrsta leikhlutann 22-10 og var tveimur stigum yfir fyrir lokaleikhlutann.

Helena Sverrisdóttir fékk aðeins að spila tæpar þrjár mínútur í þessum leik og klikkaði á eina skoti sínu sem var þriggja stiga skot. Bandaríska stelpan Allie Quigley var atkvæðamest í Good Angels liðinu með 17 stig en WNBA-stjarnan DeWanna Bonner fór á kostum í rússneska liðinu og skoraði 22 stig.

Good Angels Kosice er í sjö liða riðli í Euroleague og næsti leikur liðsins er á heimavelli eftir viku á móti ungverska liðinu UE Sopron.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×