Rodgers stöðvaði sigurgöngu Houston Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. október 2012 09:45 Rodgers hleypur með boltann. Mynd/AP Það var nóg um að vera í NFL-deildinni í gær eins og ávallt á sunnudögum. Hæst bar þó sigur Green Bay Packers á Houston Texans þar sem leikstjórnandinn Aaron Rodgers átti leik lífs síns. Rodgers kastaði sex sinnum fyrir snertimarki í leikjnum sem er persónulegt met og einnig metjöfnun hjá þessu sögufræga félagi. Útherjinn Jordy Nelson skoraði þrjú af þessum snertimörkum. Green Bay tókst í nótt loksins að sýna sitt rétta andlit, sérstaklega í sókn, en liðið hefur nú unnið þrjá af fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. Houston var hins vegar ósigrað fyrir leik liðanna í nótt. „Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur," sagði Rodgers eftir sigur sinna manna í nótt. Sóknarleikur liðsins hafði valdið mörgum vonbrigðum, ekki síst Rodgers sjálfum sem var valinn leikmaður ársins [MVP] á síðasta tímabili. „Við erum allir mjög stoltir," sagði hann. „Og það er enginn okkar að gefast upp. Það er líklega betra þegar fólk efast um okkur því þá náum við betur saman. Fólk reyndi að rífa okkur niður fyrir þennan leik en við stóðum saman." Arian Foster, einn besti hlaupari deildarinnar, skoraði tvö snertimörk fyrir Houston en náði þó aðeins að hlaupa 29 jarda með boltann. Atlanta Falcons er nú eina ósigraða liðið í NFL-deildinni. Liðið vann nauman sigur á Oakland Raiders í gær, 23-20, með vallarmarki Matt Bryant í blálok leiksins.Úrslit gærdagsins: Houston - Green Bay 24-42 Seattle - New England 24-23 Philadelphia - Detroit 23-26 Minnesota - Washington 26-38 Atlanta - Oakland 23-20 Arizona - Buffalo 16-19 (e. framl.) San Francisco - NY Giants 3-26 Baltimore - Dallas 29-31 Kansas City - Tampa Bay 10-38 Cleveland - Cincinnati 34-24 Indianapolis - NY Jets 9-35 Miami - St. Louis 17-14 NFL Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Það var nóg um að vera í NFL-deildinni í gær eins og ávallt á sunnudögum. Hæst bar þó sigur Green Bay Packers á Houston Texans þar sem leikstjórnandinn Aaron Rodgers átti leik lífs síns. Rodgers kastaði sex sinnum fyrir snertimarki í leikjnum sem er persónulegt met og einnig metjöfnun hjá þessu sögufræga félagi. Útherjinn Jordy Nelson skoraði þrjú af þessum snertimörkum. Green Bay tókst í nótt loksins að sýna sitt rétta andlit, sérstaklega í sókn, en liðið hefur nú unnið þrjá af fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. Houston var hins vegar ósigrað fyrir leik liðanna í nótt. „Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur," sagði Rodgers eftir sigur sinna manna í nótt. Sóknarleikur liðsins hafði valdið mörgum vonbrigðum, ekki síst Rodgers sjálfum sem var valinn leikmaður ársins [MVP] á síðasta tímabili. „Við erum allir mjög stoltir," sagði hann. „Og það er enginn okkar að gefast upp. Það er líklega betra þegar fólk efast um okkur því þá náum við betur saman. Fólk reyndi að rífa okkur niður fyrir þennan leik en við stóðum saman." Arian Foster, einn besti hlaupari deildarinnar, skoraði tvö snertimörk fyrir Houston en náði þó aðeins að hlaupa 29 jarda með boltann. Atlanta Falcons er nú eina ósigraða liðið í NFL-deildinni. Liðið vann nauman sigur á Oakland Raiders í gær, 23-20, með vallarmarki Matt Bryant í blálok leiksins.Úrslit gærdagsins: Houston - Green Bay 24-42 Seattle - New England 24-23 Philadelphia - Detroit 23-26 Minnesota - Washington 26-38 Atlanta - Oakland 23-20 Arizona - Buffalo 16-19 (e. framl.) San Francisco - NY Giants 3-26 Baltimore - Dallas 29-31 Kansas City - Tampa Bay 10-38 Cleveland - Cincinnati 34-24 Indianapolis - NY Jets 9-35 Miami - St. Louis 17-14
NFL Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira