Körfubolti

Snæfellingar með fullt hús

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hildur Sigurðardóttir skoraði fjórtán stig fyrir Snæfell í kvöld.
Hildur Sigurðardóttir skoraði fjórtán stig fyrir Snæfell í kvöld. Mynd/Stefán
Einn leikur fór fram í Lengjubikar kvenna í körfubolta í kvöld. Snæfell hafði betur gegn Val, 63-57, í Stykkishólmi.

Snæfell hefur unnið báða leiki sína í A-riðli og er með fjögur stig, rétt eins og Valur og Haukar sem hafa spilað þrjá leiki.

Keflavík er með fullt hús stiga í B-riðli, tveimur meira en KR og Njarðvík.

Snæfellingar byrjuðu vel í kvöld og en Valskonur unnu sig á eftir því sem leið á leikinn. Staðan var jöfn þegar síðasti leikhlutinn hófst en heimamenn reyndust sterkari á lokasprettinum.

Snæfell-Valur 63-57 (20-12, 8-14, 12-14, 23-17)

Snæfell: Kieraah Marlow 17/10 fráköst, Hildur Sigurdardottir 14/8 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 12/7 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 9/12 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 6/4 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5.

Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 21/7 fráköst, Signý Hermannsdóttir 11, Hallveig Jónsdóttir 8, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 6/4 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 6/10 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 3/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/4 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×