Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 31-24 Benedikt Grétarsson í DB Schenkerhöllinni skrifar 24. september 2012 15:23 Bikarmeistarar Hauka hófu leiktíðina með öruggum sigri á reynslulitlu liði Fram. Staðan í hálfleik var 20-11. Haukum var spáð góðu gengi í vetur og þeir stóðu heldur betur undir væntingum í þessum leik. Eins og svo oft áður var það vörn og markvarsla sem lagði grunninn að sigri Hauka en breiddin í liðinu nýttist afar vel og allir leikmenn lögðu sitt á vogarskálarnar. Fyrri hálfleikur byrjaði ágætlega fyrir gestina og ungir leikmenn þeirra virkuðu sprækir og áræðnir. Fljótlega fór þó að bera á getumun liðanna og reynslumiklir Haukar keyrðu á ungt lið Fram við hvert tækifæri. Boltinn gekk ágætlega í sókninni hjá heimamönnum og bakvið sterka vörn stóð Aron Rafn vaktina með miklum ágætum. Munurinn jókst hægt og bítandi og þegar liðin gengu til búningsherbergja leiddu Haukar með níu mörkum 20-11. Síðari hálfleikur bar þess merki að bæði lið vissu að úrslitin voru ráðin. Framarar eiga hrós skilið fyrir að gefast ekki upp í erfiðri stöðu og þeir héldu Haukunum virkilega við efnið. Þegar gestirnir voru búnir að minnka muninn í 5 mörk, var Aroni Kristjánssyni þjálfara Hauka nóg boðið, tók leikhlé og barði sína menn aftur í gang. Haukar kláruðu leikinn á góðum nótum, ekki síst fyrir tilstilli Árna Steins Steinþórssonar og Adams Hauks Baumruk og unnu leikinn að lokum sannfærandi með sjö mörkum, 31-24. Liðsheildin var feikisterk hjá Haukum en áðurnefndir Árni og Adam áttu flottan síðari hálfleik. Sveinn Þorgeirsson var frábær í fyrri hálfleik og Freyr Brynjarsson er alltaf traustur. Aron Rafn varði ágætlega, sérstaklega í fyrri hálfleik. Framarar telfdu fram mörgum ungum leikmönnum og þeir áttu fína spretti inn á milli. Það veikti liðið umtalsvert að Ægir Hrafn Jónsson gat ekkert leikið vegna meiðsla og Jóhann Gunnar Einarsson var greinilega lemstraður og spilaði lítið. Ólafur Magnússon vakti athygli fyrir góða nýtingu í vinstra horninu og Þorri Björn Gunnarsson sömuleiðis í hægra horninu.Aron Kristjánsson: Ánægður með margt í okkar leik Aron Kristjánsson var nokkuð sáttur eftir leikinn. „Við vorum að spila mjög sannfærandi í fyrri hálfleik en duttum aðeins niður á kafla í síðari hálfleiknum. Það getur verið erfitt að halda einbeitingu með svona gott forskot en við kláruðum þetta eins og menn.“ Aron var að vonum ánægður með innkomu yngri leikmanna. „Adam og Árni koma virkilega ferskir inn á tímapunkti þar sem við vorum kannski ekki að spila sem best og ég er eðlilega ánægður með það.“Freyr Brynjarsson: Við vildum bæta fyrir síðasta leik Reynsluboltinn Freyr Brynjarsson var traustur að vanda í liði Hauka. „Við undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik og vorum staðráðnir að bæta fyrir lélegan leik okkar gegn HK. Við vissum að í liði Fram eru margir fínir leikmenn og þeir eiga hrós skilið fyrir fínan seinni hálfleik.“ Freyr var ekki í neinum vafa hvað skóp sigurinn. „Vörnin var flott á löngum köflum og þannig viljum við spila handbolta.“Einar Jónsson: Frammistaðan í fyrri hálfleik ekki boðleg. Einar Jónsson, þjálfari Framara gat séð neikvæða og jákvæða punkta í leik sinna manna. „Við vorum skelfilegir í fyrri hálfleik og frammistaðan engan veginn boðleg. Síðari hálfleikur var miklu betri hjá okkur og ungu strákarnir spiluðu bara nokkuð vel, sérstaklega sóknarlega.“ Einar gerir sér grein fyrir því að ungir leikmenn Fram eigi eftir að spila stórt hlutverk í vetur. „Þessir guttar eiga eftir að spila helling og þeir sem eiga að teljast reynslumeiri og líklega betri leikmenn verða bara að berjast fyrir sæti sínu í liðinu.“ Handbolti Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Bikarmeistarar Hauka hófu leiktíðina með öruggum sigri á reynslulitlu liði Fram. Staðan í hálfleik var 20-11. Haukum var spáð góðu gengi í vetur og þeir stóðu heldur betur undir væntingum í þessum leik. Eins og svo oft áður var það vörn og markvarsla sem lagði grunninn að sigri Hauka en breiddin í liðinu nýttist afar vel og allir leikmenn lögðu sitt á vogarskálarnar. Fyrri hálfleikur byrjaði ágætlega fyrir gestina og ungir leikmenn þeirra virkuðu sprækir og áræðnir. Fljótlega fór þó að bera á getumun liðanna og reynslumiklir Haukar keyrðu á ungt lið Fram við hvert tækifæri. Boltinn gekk ágætlega í sókninni hjá heimamönnum og bakvið sterka vörn stóð Aron Rafn vaktina með miklum ágætum. Munurinn jókst hægt og bítandi og þegar liðin gengu til búningsherbergja leiddu Haukar með níu mörkum 20-11. Síðari hálfleikur bar þess merki að bæði lið vissu að úrslitin voru ráðin. Framarar eiga hrós skilið fyrir að gefast ekki upp í erfiðri stöðu og þeir héldu Haukunum virkilega við efnið. Þegar gestirnir voru búnir að minnka muninn í 5 mörk, var Aroni Kristjánssyni þjálfara Hauka nóg boðið, tók leikhlé og barði sína menn aftur í gang. Haukar kláruðu leikinn á góðum nótum, ekki síst fyrir tilstilli Árna Steins Steinþórssonar og Adams Hauks Baumruk og unnu leikinn að lokum sannfærandi með sjö mörkum, 31-24. Liðsheildin var feikisterk hjá Haukum en áðurnefndir Árni og Adam áttu flottan síðari hálfleik. Sveinn Þorgeirsson var frábær í fyrri hálfleik og Freyr Brynjarsson er alltaf traustur. Aron Rafn varði ágætlega, sérstaklega í fyrri hálfleik. Framarar telfdu fram mörgum ungum leikmönnum og þeir áttu fína spretti inn á milli. Það veikti liðið umtalsvert að Ægir Hrafn Jónsson gat ekkert leikið vegna meiðsla og Jóhann Gunnar Einarsson var greinilega lemstraður og spilaði lítið. Ólafur Magnússon vakti athygli fyrir góða nýtingu í vinstra horninu og Þorri Björn Gunnarsson sömuleiðis í hægra horninu.Aron Kristjánsson: Ánægður með margt í okkar leik Aron Kristjánsson var nokkuð sáttur eftir leikinn. „Við vorum að spila mjög sannfærandi í fyrri hálfleik en duttum aðeins niður á kafla í síðari hálfleiknum. Það getur verið erfitt að halda einbeitingu með svona gott forskot en við kláruðum þetta eins og menn.“ Aron var að vonum ánægður með innkomu yngri leikmanna. „Adam og Árni koma virkilega ferskir inn á tímapunkti þar sem við vorum kannski ekki að spila sem best og ég er eðlilega ánægður með það.“Freyr Brynjarsson: Við vildum bæta fyrir síðasta leik Reynsluboltinn Freyr Brynjarsson var traustur að vanda í liði Hauka. „Við undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik og vorum staðráðnir að bæta fyrir lélegan leik okkar gegn HK. Við vissum að í liði Fram eru margir fínir leikmenn og þeir eiga hrós skilið fyrir fínan seinni hálfleik.“ Freyr var ekki í neinum vafa hvað skóp sigurinn. „Vörnin var flott á löngum köflum og þannig viljum við spila handbolta.“Einar Jónsson: Frammistaðan í fyrri hálfleik ekki boðleg. Einar Jónsson, þjálfari Framara gat séð neikvæða og jákvæða punkta í leik sinna manna. „Við vorum skelfilegir í fyrri hálfleik og frammistaðan engan veginn boðleg. Síðari hálfleikur var miklu betri hjá okkur og ungu strákarnir spiluðu bara nokkuð vel, sérstaklega sóknarlega.“ Einar gerir sér grein fyrir því að ungir leikmenn Fram eigi eftir að spila stórt hlutverk í vetur. „Þessir guttar eiga eftir að spila helling og þeir sem eiga að teljast reynslumeiri og líklega betri leikmenn verða bara að berjast fyrir sæti sínu í liðinu.“
Handbolti Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira