Lygilegt snertimark tryggði Seattle sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. september 2012 10:15 Ákvörðunin umdeilda. Nordic Photos / GEtty Images Þriðju umferð tímabilsins í NFL-deildinni lauk í nótt með viðureign Seattle Seahawks og Green Bay Packers í nótt. Varadómararnir svokölluðu voru enn og aftur í sviðsljósinu. Allt stefndi í sigur Green Bay þegar að Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, átti langa sendingu frá eigin vallarhelmingi yfir í mark Green Bay um leið og leiktíminn rann út. Boltinn var gripinn samtímis af Golden Tate, samherja Wilson, og varnarmanninum MD Jennings. Dómararnir voru fyrst ekki sammála um hvort ætti að dæma snertimark eða ekki en dæmdu markið svo gilt, heimamönnum til mikillar ánægju. Seattle vann þar með viðureignina, 14-12, í jöfnum leik sem einkenndist af mikilli varnarbaráttu. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers og besti leikmaður síðasta tímabils, var tekinn niður af varnarmönnum Seattle átta sinnum í leiknum. Rodgers var skiljanlega grautfúll með niðurstöðuna í nótt og þá sérstaklega frammistöðu dómaranna. „Þetta var alveg skelfilegt. Skoðaðu bara endursýninguna sjálfur. Þetta var skelfilegt - meira segi ég ekki um þetta," sagði hann. „Ekki spyrja mig um dómarana," sagði Mike McCarthy, þjálfari Packers. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt á mínum ferli." NFL-dómarar hafa verið í verkfalli allt tímabilið og því hafa dómarar úr háskólaboltanum og hálfatvinnumannadeildum verið fengnir til að dæma leikina í haust. Þeir hafa tekið margar umdeildar ákvarðanir til þessa og snertimark Tate var sannarlega í þeim flokki. Green Bay hefur aðeins unnið einn af fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu en liðið þykir eitt hið allra besta í deildinni. NFL Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Þriðju umferð tímabilsins í NFL-deildinni lauk í nótt með viðureign Seattle Seahawks og Green Bay Packers í nótt. Varadómararnir svokölluðu voru enn og aftur í sviðsljósinu. Allt stefndi í sigur Green Bay þegar að Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, átti langa sendingu frá eigin vallarhelmingi yfir í mark Green Bay um leið og leiktíminn rann út. Boltinn var gripinn samtímis af Golden Tate, samherja Wilson, og varnarmanninum MD Jennings. Dómararnir voru fyrst ekki sammála um hvort ætti að dæma snertimark eða ekki en dæmdu markið svo gilt, heimamönnum til mikillar ánægju. Seattle vann þar með viðureignina, 14-12, í jöfnum leik sem einkenndist af mikilli varnarbaráttu. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers og besti leikmaður síðasta tímabils, var tekinn niður af varnarmönnum Seattle átta sinnum í leiknum. Rodgers var skiljanlega grautfúll með niðurstöðuna í nótt og þá sérstaklega frammistöðu dómaranna. „Þetta var alveg skelfilegt. Skoðaðu bara endursýninguna sjálfur. Þetta var skelfilegt - meira segi ég ekki um þetta," sagði hann. „Ekki spyrja mig um dómarana," sagði Mike McCarthy, þjálfari Packers. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt á mínum ferli." NFL-dómarar hafa verið í verkfalli allt tímabilið og því hafa dómarar úr háskólaboltanum og hálfatvinnumannadeildum verið fengnir til að dæma leikina í haust. Þeir hafa tekið margar umdeildar ákvarðanir til þessa og snertimark Tate var sannarlega í þeim flokki. Green Bay hefur aðeins unnið einn af fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu en liðið þykir eitt hið allra besta í deildinni.
NFL Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira