Önnur umferð NFL-deildarinnar hófst í nótt. Þá vann Green Bay Packers öruggan sigur, 23-10, á Chicago Bears á heimavelli sínum, Lambeau Field.
Chicago vann sinn fyrsta leik gegn Indianapolis á meðan Packers tapaði gegn 49ers. Margir spáðu því Bears góðu gengi í gær en leikur liðsins var í molum.
Jay Cutler, leikstjórnandi Bears, átti erfiðan dag á skrifstofunni en honum var sjö sinnum skellt í jörðina af varnarmönnum Packers. Hann kláraði aðeins 11 sendingar fyrir 126 metrum.
Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, hefur oft verið betri en hann kláraði 22 sendingar fyrir 219 metrum og einu snertimarki.
Packers vann öruggan sigur á Bears

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Íslenski boltinn

Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir
Íslenski boltinn




Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn


„Skandall“ í gær en uppselt í dag
Fótbolti
