Handbolti

Kvennalandsliðið valið fyrir Tékklandsmót

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Pjetur
Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur valið sextán leikmenn í íslenska landsliðið sem tekur þátt í æfingamóti í Tékklandi dagana 13.-15. september.

Einn nýliði er í hópnum en það er HK-ingurinn Heiðrún Björk Helgadóttir. Karolína Lárudóttir, leikmaður Vals, er einnig í hópnum en hún á einn landsleik að baki.

Það vantar þó marga sterka leikmenn í hópnum og flesta þá sem spila sem atvinnumenn í Evrópu. Meðal þeirra má nefna Karen Knútsdóttur, Örnu Sif Pálsdóttur, Þóreyju Rósu Stefánsdóttur og Rut Jónsdóttur.

Íris Ásta Pétursdóttir, leikmaður norska liðsins Gjövik HK, er eini atvinnumaðurinn í hópnum.

Markverðir:

Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Val

Sunneva Einarsdóttir, Stjörnunni

Aðrir leikmenn:

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir

Ásta Birna Gunnardóttir

Dagný Skúladóttir

Elísabet Gunnarsdóttir

Hanna Guðrún Stefánsdóttir

Heiðrún Björk Helgadóttir

Hrafnhildur Skúladóttir

Íris Ásta Pétursdóttir

Karolína Lárudótir

Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir

Sigurbjörg Jóhannsdóttir

Stella Sigurðardóttir

Sunna Jónsdóttir

Þorgerður Anna Atladóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×