Viðskipti erlent

Obama einblínir á samskiptamiðla - heimsótti Reddit

Obama svaraði spurningum á Reddit í gær.
Obama svaraði spurningum á Reddit í gær. mynd/twitter/barack obama
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sat óvænt fyrir svörum á vefsíðunni Reddit í gær. Nokkur þúsund spurninga bárust frá notendum síðunnar en forsetinn sá sér ekki annað fært en að svara aðeins tíu af þeim.

Spurningarnar voru af ýmsum toga. Allt frá fjármálakreppunni og stöðu mála í Afganistan til mögulegrar löggjafar um vernd hugverka á veraldarvefnum.

Spjallþráðurinn vakti gríðarlega athygli. Svo mikil var umferðin um síðuna að hún var nær hrunin á tímabili.

Obama hefur verið iðinn við að nýta sér samskiptamiðla og er hann virkur á bæði Twitter og Facebook.

Óvænt heimsókn Obama á Reddit í gær vakti mikla athygli, bæði í fjölmiðlum sem og í samskiptamiðlum. Þá er talið að forsetinn hafi viljað draga athygli frá flokksþingi Repúblikana sem nú fer fram í Tampa.

Svo virðist sem Obama hafi tekist ætlunarverk sitt enda var spjallþráðurinn á Reddit á meðal vinsælustu umræðuefna á Twitter í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×