Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Ísrael 83-110 Stefán Árni Pálsson í Laugardalshöll skrifar 21. ágúst 2012 17:31 Ísland steinlág fyrir Ísrael, 110-83, í undankeppni Evrópukeppninnar í körfubolta og var mikill getumunur á liðinum í Laugardalshöllinni í kvöld. Ísraelar hófu leikinn mun betur og komust strax sjö stigum yfir, 9-2. Gestirnir héldu áfram að bæta við stigum og Íslendingar réðu bara ekkert við hæð þeirra og styrk. Þegar 10 mínútur voru liðnar af leiknum var staðan orðin 29-19. Leikur Íslendingar virtist skána örlítið á þeim tíma en Ísraelar voru samt sem áður alltaf gríðarlega sterkir og einu skrefi á undan. Í upphafi síðari hálfleiksins virtust Íslendingar ætla setja mark sitt á leikinn og útlit var fyrir að liðið ætlaði að koma með fínt áhlaup á Ísraelana en svo var ekki. Gestirnir voru alltaf með föst tök á leiknum og léku við hvern sinn fingur gegn okkur Íslendingum. Jón Arnór Stefánsson fór á kostum í fyrri hálfleiknum og setti niður hverja körfuna á fætur öðrum í hálfleiknum en hann gerði 14 stig á fyrsti tuttugu mínútum leiksins. Þegar liðin gengu til búningsherbergja var samt sem áður staðan 50-36 fyrir gestina en það vera einhvern neisti í íslensku strákunum. Í síðari hálfleiknum hélst stór munur á liðinum og Ísland náði aldrei að komast inn í leikinn. Ísraelar voru sterkari á flestum sviðum og greinilega miklir íþróttamenn á ferðinni. Þegar leið á hálfleikinn juku gestirnir bara forskot sitt og gerðu oft á tíðum lífið leitt fyrir okkar menn. Strákarnir mega aftur á móti eiga það að þeir börðust allan tímann og hættu aldrei að spila körfubolta, munurinn á liðinum var einfaldlega of mikill. Bein textalýsing frá leiknum í kvöld:Leik lokið: Leiknum er lokið og það er skemmst frá því að segja að gestirnir gengu frá okkur Íslendingum með 110 stigum gegn 83 stigum.4. leikhluti: Ísraelar halda áfram uppteknum hætti og eru ekkert að slaka á en blaðamaður frá þeim tjáði okkur rétt í þessu að stigamunur getur skipt sköpum fyrir þá þar sem allar líkur eru á því að liðið hafni í þriðja sæti riðilsins. Staðan er því 97-67, eða 30 stiga munur.4. leikhluti: Íslendingar eru aðeins að býta frá sér hér í upphafi fjórða leikhlutans og er staðan 86-65.3. leikhluti: Það er bara loka leikhlutinn eftir en leikurinn er í raun búinn. Staðan er 80-51 fyrir Ísrael.3. leikhluti: Þetta er farið að líta nokkuð illa út fyrir okkur Íslendinga en það munar núna 25 stigum á liðinum, 73-48.3. leikhluti: Íslendingar eiga erfitt með að komast nær gestunum og Ísraelar halda þeim alltaf hæfilega langt frá þeim. Staðan er 66-43.3. leikhluti: Haukar Pálsson með monster-troð hér sem kveikir heldur betur í höllinni. Staðan er 57-40.2. leikhluti: Gestirnir fóru inn í hálfleikinn með 14 stiga forskot og hafa verið töluvert betri í hálfleiknum en staðan er 50-36 fyrir Ísrael þegar menn ganga til búningsherbergja.2. leikhluti: Ísraelar eru komnir aftur í gang og staðan er 42-27.2. leikhluti: Jón Arnór Stefánsson er að fara á kostum hér og var að setja niður þrist, staðan er 35-25 fyrir gestina.1. leikhluti: Íslendingar komu aðeins til baka undir lok leikhlutans en staðan er samt sem áður 29-19 fyrir Ísrael eftir 1. leikhlutann.1. leikhluti: Munurinn er orðin 17 stig, 25-8 og þetta lítur vægast sagt illa út. Þeir eru einfaldlega of stórir.1. leikhluti: Gestirnir halda áfram að raða niður stigum og eru komnir með ellefu stiga forystu, 16-5.1. leikhluti: Ísland skoraði fyrstu tvö stig leiksins en Ísraelar svöruðu með sex stigum í röð og er staðan 2-6.Fyrir leik: Verið er að kynna liðin til leiks og þetta fer að detta í gang.Fyrir leik: Ísraelska liðið er skipað mönnum sem eru nánast allir yfir 2 metra á hæð og munurinn er mikill á milli liða.Fyrir leik: Pavel Ermolinskij mun ekki leika með íslenska landsliðinu í kvöld en hann verður frá vegna meiðsla. Logi Gunnarsson kemur aftur á móti aftur inn í liðið eftir að hafa misst af síðasta leik vegna veikinda.Fyrir leik: Liðin eru að hita upp á fullu og nokkrir áhorfendur mættir í salinn. Hlynur: Við vorum bara of kurteisir við þá í kvöld„Við vorum bara alltof linir og börðum ekki nægilega vel frá okkur í kvöld," sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, eftir tapið í kvöld. „Þó svo að þeir hafi verið að hitta vel þá fannst mér aðal ástæðan fyrir þessu stóra tapi hvað við vorum kurteisir við þá á vellinum." "Mér fannst við vera ná ágætu áhlaupi á þá í byrjun síðari hálfleiksins en það er bara svo stutt á milli í þessari íþrótt og allt í einu voru þeir komnir alltof langt frá okkur," sagði Hlynur. „Það verður gaman að koma hingað eftir viku og mætum Eistum, þá verður um mun meira spennandi leik að ræða". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Jón Arnór: Þeir voru of stórir, sterkir og hittu fáranlega velJón Arnór Stefánsson, leikmaður íslenska landsliðsins, átti fínan leik í kvöld og var einn af okkur bestu mönnum með 17 stig. „Það er ekki mikið jákvætt hægt að segja eftir svona leik, þeir voru gríðarlega góðir í kvöld og tættu okkur í raun í sundur". „Þeir nýttu sér veikleika okkar í kvöld og voru greinilega búnir að skoða okkur vel fyrir leikinn. Skotnýtingin þeirra var svakalega góð og við áttum í raun aldrei möguleika". „Það var frábær stemmning í Höllinni í kvöld og virkilega gaman að spila fyrir framan þessa áhorfendur, við verðum bar að lofa betri leik hér eftir viku gegn Eistum."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Körfubolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Ísland steinlág fyrir Ísrael, 110-83, í undankeppni Evrópukeppninnar í körfubolta og var mikill getumunur á liðinum í Laugardalshöllinni í kvöld. Ísraelar hófu leikinn mun betur og komust strax sjö stigum yfir, 9-2. Gestirnir héldu áfram að bæta við stigum og Íslendingar réðu bara ekkert við hæð þeirra og styrk. Þegar 10 mínútur voru liðnar af leiknum var staðan orðin 29-19. Leikur Íslendingar virtist skána örlítið á þeim tíma en Ísraelar voru samt sem áður alltaf gríðarlega sterkir og einu skrefi á undan. Í upphafi síðari hálfleiksins virtust Íslendingar ætla setja mark sitt á leikinn og útlit var fyrir að liðið ætlaði að koma með fínt áhlaup á Ísraelana en svo var ekki. Gestirnir voru alltaf með föst tök á leiknum og léku við hvern sinn fingur gegn okkur Íslendingum. Jón Arnór Stefánsson fór á kostum í fyrri hálfleiknum og setti niður hverja körfuna á fætur öðrum í hálfleiknum en hann gerði 14 stig á fyrsti tuttugu mínútum leiksins. Þegar liðin gengu til búningsherbergja var samt sem áður staðan 50-36 fyrir gestina en það vera einhvern neisti í íslensku strákunum. Í síðari hálfleiknum hélst stór munur á liðinum og Ísland náði aldrei að komast inn í leikinn. Ísraelar voru sterkari á flestum sviðum og greinilega miklir íþróttamenn á ferðinni. Þegar leið á hálfleikinn juku gestirnir bara forskot sitt og gerðu oft á tíðum lífið leitt fyrir okkar menn. Strákarnir mega aftur á móti eiga það að þeir börðust allan tímann og hættu aldrei að spila körfubolta, munurinn á liðinum var einfaldlega of mikill. Bein textalýsing frá leiknum í kvöld:Leik lokið: Leiknum er lokið og það er skemmst frá því að segja að gestirnir gengu frá okkur Íslendingum með 110 stigum gegn 83 stigum.4. leikhluti: Ísraelar halda áfram uppteknum hætti og eru ekkert að slaka á en blaðamaður frá þeim tjáði okkur rétt í þessu að stigamunur getur skipt sköpum fyrir þá þar sem allar líkur eru á því að liðið hafni í þriðja sæti riðilsins. Staðan er því 97-67, eða 30 stiga munur.4. leikhluti: Íslendingar eru aðeins að býta frá sér hér í upphafi fjórða leikhlutans og er staðan 86-65.3. leikhluti: Það er bara loka leikhlutinn eftir en leikurinn er í raun búinn. Staðan er 80-51 fyrir Ísrael.3. leikhluti: Þetta er farið að líta nokkuð illa út fyrir okkur Íslendinga en það munar núna 25 stigum á liðinum, 73-48.3. leikhluti: Íslendingar eiga erfitt með að komast nær gestunum og Ísraelar halda þeim alltaf hæfilega langt frá þeim. Staðan er 66-43.3. leikhluti: Haukar Pálsson með monster-troð hér sem kveikir heldur betur í höllinni. Staðan er 57-40.2. leikhluti: Gestirnir fóru inn í hálfleikinn með 14 stiga forskot og hafa verið töluvert betri í hálfleiknum en staðan er 50-36 fyrir Ísrael þegar menn ganga til búningsherbergja.2. leikhluti: Ísraelar eru komnir aftur í gang og staðan er 42-27.2. leikhluti: Jón Arnór Stefánsson er að fara á kostum hér og var að setja niður þrist, staðan er 35-25 fyrir gestina.1. leikhluti: Íslendingar komu aðeins til baka undir lok leikhlutans en staðan er samt sem áður 29-19 fyrir Ísrael eftir 1. leikhlutann.1. leikhluti: Munurinn er orðin 17 stig, 25-8 og þetta lítur vægast sagt illa út. Þeir eru einfaldlega of stórir.1. leikhluti: Gestirnir halda áfram að raða niður stigum og eru komnir með ellefu stiga forystu, 16-5.1. leikhluti: Ísland skoraði fyrstu tvö stig leiksins en Ísraelar svöruðu með sex stigum í röð og er staðan 2-6.Fyrir leik: Verið er að kynna liðin til leiks og þetta fer að detta í gang.Fyrir leik: Ísraelska liðið er skipað mönnum sem eru nánast allir yfir 2 metra á hæð og munurinn er mikill á milli liða.Fyrir leik: Pavel Ermolinskij mun ekki leika með íslenska landsliðinu í kvöld en hann verður frá vegna meiðsla. Logi Gunnarsson kemur aftur á móti aftur inn í liðið eftir að hafa misst af síðasta leik vegna veikinda.Fyrir leik: Liðin eru að hita upp á fullu og nokkrir áhorfendur mættir í salinn. Hlynur: Við vorum bara of kurteisir við þá í kvöld„Við vorum bara alltof linir og börðum ekki nægilega vel frá okkur í kvöld," sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, eftir tapið í kvöld. „Þó svo að þeir hafi verið að hitta vel þá fannst mér aðal ástæðan fyrir þessu stóra tapi hvað við vorum kurteisir við þá á vellinum." "Mér fannst við vera ná ágætu áhlaupi á þá í byrjun síðari hálfleiksins en það er bara svo stutt á milli í þessari íþrótt og allt í einu voru þeir komnir alltof langt frá okkur," sagði Hlynur. „Það verður gaman að koma hingað eftir viku og mætum Eistum, þá verður um mun meira spennandi leik að ræða". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Jón Arnór: Þeir voru of stórir, sterkir og hittu fáranlega velJón Arnór Stefánsson, leikmaður íslenska landsliðsins, átti fínan leik í kvöld og var einn af okkur bestu mönnum með 17 stig. „Það er ekki mikið jákvætt hægt að segja eftir svona leik, þeir voru gríðarlega góðir í kvöld og tættu okkur í raun í sundur". „Þeir nýttu sér veikleika okkar í kvöld og voru greinilega búnir að skoða okkur vel fyrir leikinn. Skotnýtingin þeirra var svakalega góð og við áttum í raun aldrei möguleika". „Það var frábær stemmning í Höllinni í kvöld og virkilega gaman að spila fyrir framan þessa áhorfendur, við verðum bar að lofa betri leik hér eftir viku gegn Eistum."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Körfubolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum