Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Serbía 79-91 Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardalshöll skrifar 14. ágúst 2012 13:21 Mynd/Anton Ísland tapaði fyrir Serbíu 91-78 í fyrsta leik A-riðils í undankeppni Evrópumeistaramótsins í körfubolta í kvöld en getur engu að síður borið höfuðið hátt eftir leikinn. Liðið barðist af krafti en slakur annar leikhluti varð liðinu að falli í kvöld. Ísland hélt sér inni í leiknum í fyrsta leikhluta. Leikmenn liðsins börðust af krafti og létu hið sterka lið Serbíu hafa fyrir hverju stigi. Serbía var fimm stigum yfir eftir 10 mínútur en ekkert gekk aftur á móti í öðrum leikhluta. Ísland átti í miklum vandræðum með að skapa sér færi inni í teig gegn mjög hávöxnu liði Serbíu þurfti að sætta sig við þriggja stiga skot. Mörg þeirra voru galopin og hefðu dottið á góðum degi en því miður var það ekki í dag og Serbía var því 18 stigum yfir í hálfleik 47-29. Ísland náði að stilla miðið í seinni hálfleik auk þess sem liðið lék enn betri vörn. Liðið stal fjölda bolta og náðu að vinna bæði þriðja og fjórða leikhluta. Herslumuninn vantaði að koma muninum niður fyrir 10 stig og láta Serbana svitna rækilega en þegar upp var staðið þurfti Serbía að hafa mikið fyrir sigrinum þrátt fyrir mikla yfirburði í fráköstum. Serbía tók fleiri sóknarfráköst en Ísland varnarfráköst enda mikill stærðarmunur á liðunum. Serbneska liðið lék á köflum mjög vel og skemmtu áhorfendum með góðu spili á köflum en enn meira gaman var að sjá baráttuna í íslenska liðinu og verða vitni að því þegar sjálfstraustið jókst og jókst er leið á leikinn. Boðar þessi leikur ekkert annað en gott fyrir framhaldið í riðlinum sem leikinn verður næsta mánuðinn. Það eru fjórir heimaleikir eftir í riðlinum og ljóst að landinn á von á góðu ef stígandinn í leik liðsins verður í takt við stígandann í leiknum í kvöld. Ísland getur vel strítt bestu þjóðum Evrópu í körfubolta.Leik lokið 78-91: Flottur endir á leiknum fyrir Ísland en andstæðingurinn var einfaldlega of sterkur.40. mínúta 75-90: Fimmta villan á Hauk, annað gat ekki gerst miðað við villuvandræðin allan leikinn.39. mínúta 71-88: Krafturinn aðeins úr íslenska liðinu og Serbía gengur á lagið.38. mínúta 71-85: Serbía með 4-1 sprett og virðast ætla að halda þessu vitlausu megin við 10 stig. Engu að síður flottur leikur hjá Íslandi, sérstaklega í seinni hálfleik.37. mínúta 70-81: Jón Arnór með tvö og víti, munurinn bara 11 stig!36. mínúta 65-79: Aðeins 14 stiga munur, það vantar herslumuninn til að koma þessu niður fyrir 10 stig.36. mínúta 61-76: Þristarnir farnir að detta en stoppin vantar í vörninni.34. mínúta 58-74: Stoppið kom ekki en það munaði litlu.34. mínúta 58-71: Jakob með þrist, nú þarf bara stopp í vörninni.32. mínúta 55-68: Jón Arnór með þrist. Svona á að gera þetta. Mótspyrnan farin að fara í skapið á Serbunum sem bjuggust væntanlega við léttum leik.31. mínúta 52-66: Ísland byrjar fjórða leikhlutann vel.Þriðja leikhluta lokið 49-66: Þriðja flautukarfa Serbíu í leiknum. Góður leikhluti hjá Íslandi sem vann hann 20-19 en Serbía svarði kalli þjálfarans eftir 10 stiga sprett Íslands og líklegt að ekki sé hægt að brúa 17 stiga muninn sem er á liðunum í síðasta fjórðungnum.29. mínúta 47-60: Tíu stig í röð, frábær sprettur þar sem stolnir boltar eru að skila auðveldum stigum.29. mínúta 43-60: Komið niður í 17 stig og áhorfendur taka loksins við sér.28. mínúta 40-60: Ísland hefur náð að halda í horfinu með góðum varnarleik í þriðja leikhluta.26. mínúta 37-60: 6-0 sprettur hjá Serbíu á mínútu.25. mínúta 37-54: Ísland hefur hafið seinni hálfleikinn vel og Dusan Ivkovic þjálfari Serbíu ekki sáttur og lætur menn heyra það í leikhléi.23. mínúta 33-52: Leikurinn verður ekki spennandi úr þessu en það er unun að fylgjast með baráttunni í íslenska liðinu og gæðunum í því serbneska.22. mínúta 31-50: Jón Arnór kemur Íslandi á blað í seinni hálfleik.21. mínúta 29-50: Serbía byrjar á þrist.Öðrum leikhluta lokið 29-47: Aftur flautukarfa en það var fyrst og fremst sóknarleikur Íslands sem varð liðinu að falli hér í öðrum leikhluta. Liðið skoraði aðeins 10 stig gegn 23. Ísland átti í vandræðum með að finna skot inni í teig og sætti sig við allt of mörg þriggja stiga skot sem flest fóru forgörðum. Liðið hitti úr einu af 12 slíkum í fyrri hálfleik. Ísland er einnig undir í frákasta baráttunni enda mikill stærðarmunur á liðunum. Serbía hefur tekið 32 fráköst gegn 15 en Serbía hefur tekið 12 sóknarfráköst.19. mínúta 27-44: Ísland heldur áfram að taka þriggja stiga skot og en ganga þau ekki.17. mínúta 25-40: Ísland hefur aðeisn hitt úr einu af átta þriggja stiga skotum sínum.16. mínúta 25-38: Það gengur ekkert í sóknarleiknum og Serbía gengur á lagið. Þetta er erfitt forskot að vinna upp gegn svona sterkri þjóð.15. mínúta 25-33: Góð boltahreyfing og Helgi Már Magnússon setur niður þrist. Langþráð karfa hjá Íslandi sem kemur sér vonandi inn í leikinn á ný.14. mínúta 22-31: Þriðja villan á Hauk sem spilar ekki meira í fyrr hálfleik.14. mínúta 22-29: Það gengur illa hjá Íslandi að skora þessa stundina enda vörn Serbíu hrikalega sterk með turna inni í teignum.13. mínúta 22-27: Enn heldur Ísland að stríða Serbíu, Jón Arnór með rosalega körfu.11. mínúta 20-24: Jón Arnór byrjar þriðja leikhluta á að setja niður eitt víti.Fyrsta leikhluta lokið 19-24: Sóðalegur þristur hjá Serbíu í lok leikhlutans. Teodosic leikmaður CSKA þar að verki en frábær fyrsti leikhluti þar sem Ísland náði heldur betur að stríða Serbíu.10. mínúta 17-21: Ísland eru heldur betur að gera leik úr þessu. Frábær leikur enn sem komið er.9. mínúta 14-21: Ísland komið með sjö villur strax í fyrsta leikhluta enda spilar liðið varnarleikinn af krafti og gefa ekkert eftir.8. mínúta 14-19: Jón Arnór með tvö stig plús víti. Hrikalega vel gert!8. mínúta 11-18: Hlynur Bæringsson sterkur í teignum gegn miklu hærri leikmönnum.6. mínúta 9-14: Serbía svarar með látum og Ísland tekur leikhlé.5. mínúta 9-7: Höfum það sjö stig! Ísland yfir í fyrsta sinn.5. mínúta 7-7: Fimm íslensk stig í röð.3. mínúta 2-4: Hlynur Bæringsson með fyrstu körfu Íslands.3. mínúta 0-4: Önnur villan á Hauk Pálsson, ódýr seinni villan en Ísland vildi fá ruðning dæmdan.1. mínúta 0-2: Serbía skorar fyrstu körfu leiksins.1. mínúta: Serbía vinnur uppkastið en góð íslensk vörn í fyrstu sókn leiksins.Fyrir leik: Serbneski fáninn er áberandi á áhorfendapöllunum enda þó nokkur fjöldi Serba á vellinum.Fyrir leik: Allir leikmenn serbneska liðsins leika í Evrópu og þó enginn leiki í NBA deildinni ættu Íslendingar ekki að láta það blekkja sig því það eru margar mjög sterkar deildir í Evrópu og Serbía m.a. leikmenn í liðum á borð við CSKA og Olympiacos, liðunum sem léku til úrslita í Meistaradeildinni í vor.Fyrir leik: Liðin eru með Ísrael, Eistlandi, Slóvakíu og Svartfjallalandi í riðli og má því segja að það sé ærið verkefni framundan fyrir íslenska liðið næstu 30 dagana þar sem liðið leikur leikina 10 í A-riðli undankeppni Evrópumeistaramótsins.Fyrir leik: Þó Serbía sé sterkt lið er liðið nokkuð ungt. Dusko Savanovic er elstur í liðinu, á 29. aldursári. Flestir leikmenn liðsins eru á aldrinum 21 til 25 ára gamlir.Fyrir leik: Íslenska liðið er einnig sterkt og líklega eitt allra besta landslið sem Ísland hefur átt í körfubolta með átta atvinnumenn innanborðs og tvo leikmenn sem eru nýkomnir heim úr atvinnumennsku.Fyrir leik: Það er farið að styttast í að leikurinn hefjist en engu að síður er fjölmenni komið í höllina og ljóst að mikill áhugi er fyrir þessum spennandi leik enda eitt sterkasta landslið Evrópu að mæta á fjalirnar. Peter: Lið til að vera stoltur af„Við byrjuðum nokkuð vel og lékum vel í fyrsta leikhluta. Við gerðum það sem til var ætlast en við gerðum mistök í öðrum leikhluta sem verður til þess að Serbía nær að byggja of stórt forskot fyrir okkur að vinna upp. Það krefst of mikillar orku að vinna sig til baka í leikinn og það gekk ekki hjá okkur. Í seinni hálfleik lékum við af ákefð í vörninni og hraðinn í sókninni var miklu meiri. Við létum boltann líka ganga betur. Þegar við skoðum leikinn verðum við ánægðir með fyrsta leikhlutann og seinni hálfleik. Við þurfum að gera færri mistök í næsta leik," sagði Peter Öqvist þjálfari Íslands í leikslok. „Ég er mjög stoltur, þetta er lið til að vera stoltur af. Hugarfar leikmanna er gott og þeir eru með stórt hjarta. Við erum með minna lið en öll önnur lið og baráttan undir körfunni verður alltaf jafn erfið. Við verðum skoða hvernig við getum unnið betur í varnarfráköstum og refsað framar á vellinum. „Við notum marga leikmenn og það er eitthvað sem þarf að gera. Við leikum 10 leiki á 26 dögum og í hinum liðunum eru góðir leikmenn í öllum stöðum og þetta er gott tækifæri fyrir unga leikmenn að sýna sig. Það léku margir vel í kvöld. Ægir, Hlynur, Jakob og Pavel og fleiri léku mjög vel. „Við lékum vel en ættum ekki að vera ánægðir með tap. Nú þurfum við að sjá hversu mikið við getum bætt okkur fyrir leikinn gegn Slóvakíu," sagði Peter að lokum. Hlynur: Grátlegt að setja ekki niður opin skot„Seinni hálfleikur var frekar góður fyrir utan byrjunina. Það sem er grátlegt er að við lendum 18 stigum undir í fyrri hálfleik og hittum frekar illa úr opnum skotum sem við eigum að geta sett niður. Auðvitað vorum við að spila við þjóð sem er sterkari en við, það er ekki leyndarmál en við hefðum getað gefið okkur betri sénsa með því að setja niður þessi opnu skot. Það er mjög grátlegt því þetta voru ekki erfið skot og á venjulegum degi, það hefði ekki þurft góðan dag, á venjulegum degi hefðum við sett þau niður," sagði Hlynur Bæringsson framherji Íslands sem 13 stig og hirti 8 fráköst í leiknum. „Ég veit ekki hvað veldur þegar opin skot detta ekki hjá góðum skotmönnum, kannski smá stress. Þetta var fyrsta skipti í langan tíma sem við spilum heima. Svona er þetta stundum, stundum fer boltinn ekki ofan í. „Þetta á að vera lang sterkasta þjóðin í riðlinum. Við vorum með nokkur markmið fyrir leikinn. Eitt var að vinna leikinn og trúa því að við gætum það og líka var það þannig að við vildum sýna okkur sjálfum að við gætum spilað á háu plani. Við viljum bæta okkur og það er aðal atriðið með þessari keppni, koma okkur á hærra plan og þetta er skref í áttina á því að spila gegn svona góðum liðum," sagði Hlynur sem var ánægður með mætinguna á leikinn „Við getum ekki skammast í fólki yfir að mæta ekki. Við þurfum að vinna það inn og á löngum köflum fannst mér það þess virði að koma að sjá okkur spila, kannski ekki allan tíma en með góðri frammistöðu vinnum við okkur inn virðingu, það er ekki hægt að byðja um það. Ég er þakklátur þeim sem komu og vonandi draga þau fleiri með sér næst," sagði Hlynur að lokum. Jón Arnór: Töpuðum vel„Ég var sáttur við fyrsta, þriðja og fjórða leikhluta en annar var lélegur. Við hittum illa og töpuðum boltanum. Við töpuðum vel ef svo má að orði komast. Við gerðum það með stolti og börðumst allan tímann. Við sýndum að við vorum að spila fyrir land og þjóð og það er mikið stolt í því," sagði Jón Arnór Stefánsson í leikslok. „Þeir pikkuðu mig upp snemma í hraðaupphlaupunum og ég fékk ekki að koma mikið upp með boltann. Þeir voru frekar harðir á mig en það er fínt. Við verðum vonandi betri með hverjum leiknum, við höfum ekki spilað margar leiki og það kemur. „Að berjast við þessa karla er erfitt. Við skiptum mikið og þurfum að berjast við þessa stóru menn varnarlega inni í teig og það tekur mikið bensín af tanknum, ég veit ekki hvernig Hlynur kemst í gegnum þessa leiki, það er ótrúlegt. „Við komum alltaf til baka, við lentum mikið undir í þriðja og þeir virtust ætla að stinga af en við komum til baka og það er frábært. „Ég veit ekki hvað þetta var í öðrum leikhluta því þetta fór svo allt niður í seinni hálfleik. Hringurinn hérna er harður og boltarnir harðir og sleipir og það tók menn smá tíma að venjast því, það sást á seinni hálfleik að menn betur einbeittari og afslappaðari í skotunum. Ég tók eitt airball sem er hræðilegt en það þurfti bara að rífa sig upp úr því. Það var þögn upp í stúku, menn vilja standa sig fyrir framan fólkið sitt en þeta var ekkert stress," sagði Jón Arnór að lokum. Dusko: Bjuggumst ekki við þessari mótspyrnu„Við bjuggumst ekki við þessari mótspyrnu frá Íslandi í seinni hálfleik. Það er margt jákvætt í leik Íslands en við lékum ekki af sömu ákefð og gæðum í seinni hálfleik og við eigum að okkur að gera. Ísland sýndi að það getur leikið á háu plani líkt og við," sagði Dusko Savanovic sem var stigahæstur í liði Serbíu með 18 stig auk þess að hirða 7 fráköst. „Við erum með breytt lið í fyrsta sinn í fimm ár. Við erum með 6 nýja leikmenn og við reyndum margt í þessum leik en ég held að við eigum eftir að bæta okkur með hverjum leiknum í riðlinum. „Þetta er erfiður riðill með mjög sterkum liðum en ég er viss um að allir lenda í vandræðum hér á Íslandi. Það er möguleiki á mjög áhugaverðum úrslitum í þessum riðli," sagði Dusko að lokum. Bein lýsing frá leiknum:Leik lokið 78-91: Flottur endir á leiknum fyrir Ísland en andstæðingurinn var einfaldlega of sterkur.40. mínúta 75-90: Fimmta villan á Hauk, annað gat ekki gerst miðað við villuvandræðin allan leikinn.39. mínúta 71-88: Krafturinn aðeins úr íslenska liðinu og Serbía gengur á lagið.38. mínúta 71-85: Serbía með 4-1 sprett og virðast ætla að halda þessu vitlausu megin við 10 stig. Engu að síður flottur leikur hjá Íslandi, sérstaklega í seinni hálfleik.37. mínúta 70-81: Jón Arnór með tvö og víti, munurinn bara 11 stig!36. mínúta 65-79: Aðeins 14 stiga munur, það vantar herslumuninn til að koma þessu niður fyrir 10 stig.36. mínúta 61-76: Þristarnir farnir að detta en stoppin vantar í vörninni.34. mínúta 58-74: Stoppið kom ekki en það munaði litlu.34. mínúta 58-71: Jakob með þrist, nú þarf bara stopp í vörninni.32. mínúta 55-68: Jón Arnór með þrist. Svona á að gera þetta. Mótspyrnan farin að fara í skapið á Serbunum sem bjuggust væntanlega við léttum leik.31. mínúta 52-66: Ísland byrjar fjórða leikhlutann vel.Þriðja leikhluta lokið 49-66: Þriðja flautukarfa Serbíu í leiknum. Góður leikhluti hjá Íslandi sem vann hann 20-19 en Serbía svarði kalli þjálfarans eftir 10 stiga sprett Íslands og líklegt að ekki sé hægt að brúa 17 stiga muninn sem er á liðunum í síðasta fjórðungnum.29. mínúta 47-60: Tíu stig í röð, frábær sprettur þar sem stolnir boltar eru að skila auðveldum stigum.29. mínúta 43-60: Komið niður í 17 stig og áhorfendur taka loksins við sér.28. mínúta 40-60: Ísland hefur náð að halda í horfinu með góðum varnarleik í þriðja leikhluta.26. mínúta 37-60: 6-0 sprettur hjá Serbíu á mínútu.25. mínúta 37-54: Ísland hefur hafið seinni hálfleikinn vel og Dusan Ivkovic þjálfari Serbíu ekki sáttur og lætur menn heyra það í leikhléi.23. mínúta 33-52: Leikurinn verður ekki spennandi úr þessu en það er unun að fylgjast með baráttunni í íslenska liðinu og gæðunum í því serbneska.22. mínúta 31-50: Jón Arnór kemur Íslandi á blað í seinni hálfleik.21. mínúta 29-50: Serbía byrjar á þrist.Öðrum leikhluta lokið 29-47: Aftur flautukarfa en það var fyrst og fremst sóknarleikur Íslands sem varð liðinu að falli hér í öðrum leikhluta. Liðið skoraði aðeins 10 stig gegn 23. Ísland átti í vandræðum með að finna skot inni í teig og sætti sig við allt of mörg þriggja stiga skot sem flest fóru forgörðum. Liðið hitti úr einu af 12 slíkum í fyrri hálfleik. Ísland er einnig undir í frákasta baráttunni enda mikill stærðarmunur á liðunum. Serbía hefur tekið 32 fráköst gegn 15 en Serbía hefur tekið 12 sóknarfráköst.19. mínúta 27-44: Ísland heldur áfram að taka þriggja stiga skot og en ganga þau ekki.17. mínúta 25-40: Ísland hefur aðeisn hitt úr einu af átta þriggja stiga skotum sínum.16. mínúta 25-38: Það gengur ekkert í sóknarleiknum og Serbía gengur á lagið. Þetta er erfitt forskot að vinna upp gegn svona sterkri þjóð.15. mínúta 25-33: Góð boltahreyfing og Helgi Már Magnússon setur niður þrist. Langþráð karfa hjá Íslandi sem kemur sér vonandi inn í leikinn á ný.14. mínúta 22-31: Þriðja villan á Hauk sem spilar ekki meira í fyrr hálfleik.14. mínúta 22-29: Það gengur illa hjá Íslandi að skora þessa stundina enda vörn Serbíu hrikalega sterk með turna inni í teignum.13. mínúta 22-27: Enn heldur Ísland að stríða Serbíu, Jón Arnór með rosalega körfu.11. mínúta 20-24: Jón Arnór byrjar þriðja leikhluta á að setja niður eitt víti.Fyrsta leikhluta lokið 19-24: Sóðalegur þristur hjá Serbíu í lok leikhlutans. Teodosic leikmaður CSKA þar að verki en frábær fyrsti leikhluti þar sem Ísland náði heldur betur að stríða Serbíu.10. mínúta 17-21: Ísland eru heldur betur að gera leik úr þessu. Frábær leikur enn sem komið er.9. mínúta 14-21: Ísland komið með sjö villur strax í fyrsta leikhluta enda spilar liðið varnarleikinn af krafti og gefa ekkert eftir.8. mínúta 14-19: Jón Arnór með tvö stig plús víti. Hrikalega vel gert!8. mínúta 11-18: Hlynur Bæringsson sterkur í teignum gegn miklu hærri leikmönnum.6. mínúta 9-14: Serbía svarar með látum og Ísland tekur leikhlé.5. mínúta 9-7: Höfum það sjö stig! Ísland yfir í fyrsta sinn.5. mínúta 7-7: Fimm íslensk stig í röð.3. mínúta 2-4: Hlynur Bæringsson með fyrstu körfu Íslands.3. mínúta 0-4: Önnur villan á Hauk Pálsson, ódýr seinni villan en Ísland vildi fá ruðning dæmdan.1. mínúta 0-2: Serbía skorar fyrstu körfu leiksins.1. mínúta: Serbía vinnur uppkastið en góð íslensk vörn í fyrstu sókn leiksins.Fyrir leik: Serbneski fáninn er áberandi á áhorfendapöllunum enda þó nokkur fjöldi Serba á vellinum.Fyrir leik: Allir leikmenn serbneska liðsins leika í Evrópu og þó enginn leiki í NBA deildinni ættu Íslendingar ekki að láta það blekkja sig því það eru margar mjög sterkar deildir í Evrópu og Serbía m.a. leikmenn í liðum á borð við CSKA og Olympiacos, liðunum sem léku til úrslita í Meistaradeildinni í vor.Fyrir leik: Liðin eru með Ísrael, Eistlandi, Slóvakíu og Svartfjallalandi í riðli og má því segja að það sé ærið verkefni framundan fyrir íslenska liðið næstu 30 dagana þar sem liðið leikur leikina 10 í A-riðli undankeppni Evrópumeistaramótsins.Fyrir leik: Þó Serbía sé sterkt lið er liðið nokkuð ungt. Dusko Savanovic er elstur í liðinu, á 29. aldursári. Flestir leikmenn liðsins eru á aldrinum 21 til 25 ára gamlir.Fyrir leik: Íslenska liðið er einnig sterkt og líklega eitt allra besta landslið sem Ísland hefur átt í körfubolta með átta atvinnumenn innanborðs og tvo leikmenn sem eru nýkomnir heim úr atvinnumennsku.Fyrir leik: Það er farið að styttast í að leikurinn hefjist en engu að síður er fjölmenni komið í höllina og ljóst að mikill áhugi er fyrir þessum spennandi leik enda eitt sterkasta landslið Evrópu að mæta á fjalirnar. Körfubolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Serbíu 91-78 í fyrsta leik A-riðils í undankeppni Evrópumeistaramótsins í körfubolta í kvöld en getur engu að síður borið höfuðið hátt eftir leikinn. Liðið barðist af krafti en slakur annar leikhluti varð liðinu að falli í kvöld. Ísland hélt sér inni í leiknum í fyrsta leikhluta. Leikmenn liðsins börðust af krafti og létu hið sterka lið Serbíu hafa fyrir hverju stigi. Serbía var fimm stigum yfir eftir 10 mínútur en ekkert gekk aftur á móti í öðrum leikhluta. Ísland átti í miklum vandræðum með að skapa sér færi inni í teig gegn mjög hávöxnu liði Serbíu þurfti að sætta sig við þriggja stiga skot. Mörg þeirra voru galopin og hefðu dottið á góðum degi en því miður var það ekki í dag og Serbía var því 18 stigum yfir í hálfleik 47-29. Ísland náði að stilla miðið í seinni hálfleik auk þess sem liðið lék enn betri vörn. Liðið stal fjölda bolta og náðu að vinna bæði þriðja og fjórða leikhluta. Herslumuninn vantaði að koma muninum niður fyrir 10 stig og láta Serbana svitna rækilega en þegar upp var staðið þurfti Serbía að hafa mikið fyrir sigrinum þrátt fyrir mikla yfirburði í fráköstum. Serbía tók fleiri sóknarfráköst en Ísland varnarfráköst enda mikill stærðarmunur á liðunum. Serbneska liðið lék á köflum mjög vel og skemmtu áhorfendum með góðu spili á köflum en enn meira gaman var að sjá baráttuna í íslenska liðinu og verða vitni að því þegar sjálfstraustið jókst og jókst er leið á leikinn. Boðar þessi leikur ekkert annað en gott fyrir framhaldið í riðlinum sem leikinn verður næsta mánuðinn. Það eru fjórir heimaleikir eftir í riðlinum og ljóst að landinn á von á góðu ef stígandinn í leik liðsins verður í takt við stígandann í leiknum í kvöld. Ísland getur vel strítt bestu þjóðum Evrópu í körfubolta.Leik lokið 78-91: Flottur endir á leiknum fyrir Ísland en andstæðingurinn var einfaldlega of sterkur.40. mínúta 75-90: Fimmta villan á Hauk, annað gat ekki gerst miðað við villuvandræðin allan leikinn.39. mínúta 71-88: Krafturinn aðeins úr íslenska liðinu og Serbía gengur á lagið.38. mínúta 71-85: Serbía með 4-1 sprett og virðast ætla að halda þessu vitlausu megin við 10 stig. Engu að síður flottur leikur hjá Íslandi, sérstaklega í seinni hálfleik.37. mínúta 70-81: Jón Arnór með tvö og víti, munurinn bara 11 stig!36. mínúta 65-79: Aðeins 14 stiga munur, það vantar herslumuninn til að koma þessu niður fyrir 10 stig.36. mínúta 61-76: Þristarnir farnir að detta en stoppin vantar í vörninni.34. mínúta 58-74: Stoppið kom ekki en það munaði litlu.34. mínúta 58-71: Jakob með þrist, nú þarf bara stopp í vörninni.32. mínúta 55-68: Jón Arnór með þrist. Svona á að gera þetta. Mótspyrnan farin að fara í skapið á Serbunum sem bjuggust væntanlega við léttum leik.31. mínúta 52-66: Ísland byrjar fjórða leikhlutann vel.Þriðja leikhluta lokið 49-66: Þriðja flautukarfa Serbíu í leiknum. Góður leikhluti hjá Íslandi sem vann hann 20-19 en Serbía svarði kalli þjálfarans eftir 10 stiga sprett Íslands og líklegt að ekki sé hægt að brúa 17 stiga muninn sem er á liðunum í síðasta fjórðungnum.29. mínúta 47-60: Tíu stig í röð, frábær sprettur þar sem stolnir boltar eru að skila auðveldum stigum.29. mínúta 43-60: Komið niður í 17 stig og áhorfendur taka loksins við sér.28. mínúta 40-60: Ísland hefur náð að halda í horfinu með góðum varnarleik í þriðja leikhluta.26. mínúta 37-60: 6-0 sprettur hjá Serbíu á mínútu.25. mínúta 37-54: Ísland hefur hafið seinni hálfleikinn vel og Dusan Ivkovic þjálfari Serbíu ekki sáttur og lætur menn heyra það í leikhléi.23. mínúta 33-52: Leikurinn verður ekki spennandi úr þessu en það er unun að fylgjast með baráttunni í íslenska liðinu og gæðunum í því serbneska.22. mínúta 31-50: Jón Arnór kemur Íslandi á blað í seinni hálfleik.21. mínúta 29-50: Serbía byrjar á þrist.Öðrum leikhluta lokið 29-47: Aftur flautukarfa en það var fyrst og fremst sóknarleikur Íslands sem varð liðinu að falli hér í öðrum leikhluta. Liðið skoraði aðeins 10 stig gegn 23. Ísland átti í vandræðum með að finna skot inni í teig og sætti sig við allt of mörg þriggja stiga skot sem flest fóru forgörðum. Liðið hitti úr einu af 12 slíkum í fyrri hálfleik. Ísland er einnig undir í frákasta baráttunni enda mikill stærðarmunur á liðunum. Serbía hefur tekið 32 fráköst gegn 15 en Serbía hefur tekið 12 sóknarfráköst.19. mínúta 27-44: Ísland heldur áfram að taka þriggja stiga skot og en ganga þau ekki.17. mínúta 25-40: Ísland hefur aðeisn hitt úr einu af átta þriggja stiga skotum sínum.16. mínúta 25-38: Það gengur ekkert í sóknarleiknum og Serbía gengur á lagið. Þetta er erfitt forskot að vinna upp gegn svona sterkri þjóð.15. mínúta 25-33: Góð boltahreyfing og Helgi Már Magnússon setur niður þrist. Langþráð karfa hjá Íslandi sem kemur sér vonandi inn í leikinn á ný.14. mínúta 22-31: Þriðja villan á Hauk sem spilar ekki meira í fyrr hálfleik.14. mínúta 22-29: Það gengur illa hjá Íslandi að skora þessa stundina enda vörn Serbíu hrikalega sterk með turna inni í teignum.13. mínúta 22-27: Enn heldur Ísland að stríða Serbíu, Jón Arnór með rosalega körfu.11. mínúta 20-24: Jón Arnór byrjar þriðja leikhluta á að setja niður eitt víti.Fyrsta leikhluta lokið 19-24: Sóðalegur þristur hjá Serbíu í lok leikhlutans. Teodosic leikmaður CSKA þar að verki en frábær fyrsti leikhluti þar sem Ísland náði heldur betur að stríða Serbíu.10. mínúta 17-21: Ísland eru heldur betur að gera leik úr þessu. Frábær leikur enn sem komið er.9. mínúta 14-21: Ísland komið með sjö villur strax í fyrsta leikhluta enda spilar liðið varnarleikinn af krafti og gefa ekkert eftir.8. mínúta 14-19: Jón Arnór með tvö stig plús víti. Hrikalega vel gert!8. mínúta 11-18: Hlynur Bæringsson sterkur í teignum gegn miklu hærri leikmönnum.6. mínúta 9-14: Serbía svarar með látum og Ísland tekur leikhlé.5. mínúta 9-7: Höfum það sjö stig! Ísland yfir í fyrsta sinn.5. mínúta 7-7: Fimm íslensk stig í röð.3. mínúta 2-4: Hlynur Bæringsson með fyrstu körfu Íslands.3. mínúta 0-4: Önnur villan á Hauk Pálsson, ódýr seinni villan en Ísland vildi fá ruðning dæmdan.1. mínúta 0-2: Serbía skorar fyrstu körfu leiksins.1. mínúta: Serbía vinnur uppkastið en góð íslensk vörn í fyrstu sókn leiksins.Fyrir leik: Serbneski fáninn er áberandi á áhorfendapöllunum enda þó nokkur fjöldi Serba á vellinum.Fyrir leik: Allir leikmenn serbneska liðsins leika í Evrópu og þó enginn leiki í NBA deildinni ættu Íslendingar ekki að láta það blekkja sig því það eru margar mjög sterkar deildir í Evrópu og Serbía m.a. leikmenn í liðum á borð við CSKA og Olympiacos, liðunum sem léku til úrslita í Meistaradeildinni í vor.Fyrir leik: Liðin eru með Ísrael, Eistlandi, Slóvakíu og Svartfjallalandi í riðli og má því segja að það sé ærið verkefni framundan fyrir íslenska liðið næstu 30 dagana þar sem liðið leikur leikina 10 í A-riðli undankeppni Evrópumeistaramótsins.Fyrir leik: Þó Serbía sé sterkt lið er liðið nokkuð ungt. Dusko Savanovic er elstur í liðinu, á 29. aldursári. Flestir leikmenn liðsins eru á aldrinum 21 til 25 ára gamlir.Fyrir leik: Íslenska liðið er einnig sterkt og líklega eitt allra besta landslið sem Ísland hefur átt í körfubolta með átta atvinnumenn innanborðs og tvo leikmenn sem eru nýkomnir heim úr atvinnumennsku.Fyrir leik: Það er farið að styttast í að leikurinn hefjist en engu að síður er fjölmenni komið í höllina og ljóst að mikill áhugi er fyrir þessum spennandi leik enda eitt sterkasta landslið Evrópu að mæta á fjalirnar. Peter: Lið til að vera stoltur af„Við byrjuðum nokkuð vel og lékum vel í fyrsta leikhluta. Við gerðum það sem til var ætlast en við gerðum mistök í öðrum leikhluta sem verður til þess að Serbía nær að byggja of stórt forskot fyrir okkur að vinna upp. Það krefst of mikillar orku að vinna sig til baka í leikinn og það gekk ekki hjá okkur. Í seinni hálfleik lékum við af ákefð í vörninni og hraðinn í sókninni var miklu meiri. Við létum boltann líka ganga betur. Þegar við skoðum leikinn verðum við ánægðir með fyrsta leikhlutann og seinni hálfleik. Við þurfum að gera færri mistök í næsta leik," sagði Peter Öqvist þjálfari Íslands í leikslok. „Ég er mjög stoltur, þetta er lið til að vera stoltur af. Hugarfar leikmanna er gott og þeir eru með stórt hjarta. Við erum með minna lið en öll önnur lið og baráttan undir körfunni verður alltaf jafn erfið. Við verðum skoða hvernig við getum unnið betur í varnarfráköstum og refsað framar á vellinum. „Við notum marga leikmenn og það er eitthvað sem þarf að gera. Við leikum 10 leiki á 26 dögum og í hinum liðunum eru góðir leikmenn í öllum stöðum og þetta er gott tækifæri fyrir unga leikmenn að sýna sig. Það léku margir vel í kvöld. Ægir, Hlynur, Jakob og Pavel og fleiri léku mjög vel. „Við lékum vel en ættum ekki að vera ánægðir með tap. Nú þurfum við að sjá hversu mikið við getum bætt okkur fyrir leikinn gegn Slóvakíu," sagði Peter að lokum. Hlynur: Grátlegt að setja ekki niður opin skot„Seinni hálfleikur var frekar góður fyrir utan byrjunina. Það sem er grátlegt er að við lendum 18 stigum undir í fyrri hálfleik og hittum frekar illa úr opnum skotum sem við eigum að geta sett niður. Auðvitað vorum við að spila við þjóð sem er sterkari en við, það er ekki leyndarmál en við hefðum getað gefið okkur betri sénsa með því að setja niður þessi opnu skot. Það er mjög grátlegt því þetta voru ekki erfið skot og á venjulegum degi, það hefði ekki þurft góðan dag, á venjulegum degi hefðum við sett þau niður," sagði Hlynur Bæringsson framherji Íslands sem 13 stig og hirti 8 fráköst í leiknum. „Ég veit ekki hvað veldur þegar opin skot detta ekki hjá góðum skotmönnum, kannski smá stress. Þetta var fyrsta skipti í langan tíma sem við spilum heima. Svona er þetta stundum, stundum fer boltinn ekki ofan í. „Þetta á að vera lang sterkasta þjóðin í riðlinum. Við vorum með nokkur markmið fyrir leikinn. Eitt var að vinna leikinn og trúa því að við gætum það og líka var það þannig að við vildum sýna okkur sjálfum að við gætum spilað á háu plani. Við viljum bæta okkur og það er aðal atriðið með þessari keppni, koma okkur á hærra plan og þetta er skref í áttina á því að spila gegn svona góðum liðum," sagði Hlynur sem var ánægður með mætinguna á leikinn „Við getum ekki skammast í fólki yfir að mæta ekki. Við þurfum að vinna það inn og á löngum köflum fannst mér það þess virði að koma að sjá okkur spila, kannski ekki allan tíma en með góðri frammistöðu vinnum við okkur inn virðingu, það er ekki hægt að byðja um það. Ég er þakklátur þeim sem komu og vonandi draga þau fleiri með sér næst," sagði Hlynur að lokum. Jón Arnór: Töpuðum vel„Ég var sáttur við fyrsta, þriðja og fjórða leikhluta en annar var lélegur. Við hittum illa og töpuðum boltanum. Við töpuðum vel ef svo má að orði komast. Við gerðum það með stolti og börðumst allan tímann. Við sýndum að við vorum að spila fyrir land og þjóð og það er mikið stolt í því," sagði Jón Arnór Stefánsson í leikslok. „Þeir pikkuðu mig upp snemma í hraðaupphlaupunum og ég fékk ekki að koma mikið upp með boltann. Þeir voru frekar harðir á mig en það er fínt. Við verðum vonandi betri með hverjum leiknum, við höfum ekki spilað margar leiki og það kemur. „Að berjast við þessa karla er erfitt. Við skiptum mikið og þurfum að berjast við þessa stóru menn varnarlega inni í teig og það tekur mikið bensín af tanknum, ég veit ekki hvernig Hlynur kemst í gegnum þessa leiki, það er ótrúlegt. „Við komum alltaf til baka, við lentum mikið undir í þriðja og þeir virtust ætla að stinga af en við komum til baka og það er frábært. „Ég veit ekki hvað þetta var í öðrum leikhluta því þetta fór svo allt niður í seinni hálfleik. Hringurinn hérna er harður og boltarnir harðir og sleipir og það tók menn smá tíma að venjast því, það sást á seinni hálfleik að menn betur einbeittari og afslappaðari í skotunum. Ég tók eitt airball sem er hræðilegt en það þurfti bara að rífa sig upp úr því. Það var þögn upp í stúku, menn vilja standa sig fyrir framan fólkið sitt en þeta var ekkert stress," sagði Jón Arnór að lokum. Dusko: Bjuggumst ekki við þessari mótspyrnu„Við bjuggumst ekki við þessari mótspyrnu frá Íslandi í seinni hálfleik. Það er margt jákvætt í leik Íslands en við lékum ekki af sömu ákefð og gæðum í seinni hálfleik og við eigum að okkur að gera. Ísland sýndi að það getur leikið á háu plani líkt og við," sagði Dusko Savanovic sem var stigahæstur í liði Serbíu með 18 stig auk þess að hirða 7 fráköst. „Við erum með breytt lið í fyrsta sinn í fimm ár. Við erum með 6 nýja leikmenn og við reyndum margt í þessum leik en ég held að við eigum eftir að bæta okkur með hverjum leiknum í riðlinum. „Þetta er erfiður riðill með mjög sterkum liðum en ég er viss um að allir lenda í vandræðum hér á Íslandi. Það er möguleiki á mjög áhugaverðum úrslitum í þessum riðli," sagði Dusko að lokum. Bein lýsing frá leiknum:Leik lokið 78-91: Flottur endir á leiknum fyrir Ísland en andstæðingurinn var einfaldlega of sterkur.40. mínúta 75-90: Fimmta villan á Hauk, annað gat ekki gerst miðað við villuvandræðin allan leikinn.39. mínúta 71-88: Krafturinn aðeins úr íslenska liðinu og Serbía gengur á lagið.38. mínúta 71-85: Serbía með 4-1 sprett og virðast ætla að halda þessu vitlausu megin við 10 stig. Engu að síður flottur leikur hjá Íslandi, sérstaklega í seinni hálfleik.37. mínúta 70-81: Jón Arnór með tvö og víti, munurinn bara 11 stig!36. mínúta 65-79: Aðeins 14 stiga munur, það vantar herslumuninn til að koma þessu niður fyrir 10 stig.36. mínúta 61-76: Þristarnir farnir að detta en stoppin vantar í vörninni.34. mínúta 58-74: Stoppið kom ekki en það munaði litlu.34. mínúta 58-71: Jakob með þrist, nú þarf bara stopp í vörninni.32. mínúta 55-68: Jón Arnór með þrist. Svona á að gera þetta. Mótspyrnan farin að fara í skapið á Serbunum sem bjuggust væntanlega við léttum leik.31. mínúta 52-66: Ísland byrjar fjórða leikhlutann vel.Þriðja leikhluta lokið 49-66: Þriðja flautukarfa Serbíu í leiknum. Góður leikhluti hjá Íslandi sem vann hann 20-19 en Serbía svarði kalli þjálfarans eftir 10 stiga sprett Íslands og líklegt að ekki sé hægt að brúa 17 stiga muninn sem er á liðunum í síðasta fjórðungnum.29. mínúta 47-60: Tíu stig í röð, frábær sprettur þar sem stolnir boltar eru að skila auðveldum stigum.29. mínúta 43-60: Komið niður í 17 stig og áhorfendur taka loksins við sér.28. mínúta 40-60: Ísland hefur náð að halda í horfinu með góðum varnarleik í þriðja leikhluta.26. mínúta 37-60: 6-0 sprettur hjá Serbíu á mínútu.25. mínúta 37-54: Ísland hefur hafið seinni hálfleikinn vel og Dusan Ivkovic þjálfari Serbíu ekki sáttur og lætur menn heyra það í leikhléi.23. mínúta 33-52: Leikurinn verður ekki spennandi úr þessu en það er unun að fylgjast með baráttunni í íslenska liðinu og gæðunum í því serbneska.22. mínúta 31-50: Jón Arnór kemur Íslandi á blað í seinni hálfleik.21. mínúta 29-50: Serbía byrjar á þrist.Öðrum leikhluta lokið 29-47: Aftur flautukarfa en það var fyrst og fremst sóknarleikur Íslands sem varð liðinu að falli hér í öðrum leikhluta. Liðið skoraði aðeins 10 stig gegn 23. Ísland átti í vandræðum með að finna skot inni í teig og sætti sig við allt of mörg þriggja stiga skot sem flest fóru forgörðum. Liðið hitti úr einu af 12 slíkum í fyrri hálfleik. Ísland er einnig undir í frákasta baráttunni enda mikill stærðarmunur á liðunum. Serbía hefur tekið 32 fráköst gegn 15 en Serbía hefur tekið 12 sóknarfráköst.19. mínúta 27-44: Ísland heldur áfram að taka þriggja stiga skot og en ganga þau ekki.17. mínúta 25-40: Ísland hefur aðeisn hitt úr einu af átta þriggja stiga skotum sínum.16. mínúta 25-38: Það gengur ekkert í sóknarleiknum og Serbía gengur á lagið. Þetta er erfitt forskot að vinna upp gegn svona sterkri þjóð.15. mínúta 25-33: Góð boltahreyfing og Helgi Már Magnússon setur niður þrist. Langþráð karfa hjá Íslandi sem kemur sér vonandi inn í leikinn á ný.14. mínúta 22-31: Þriðja villan á Hauk sem spilar ekki meira í fyrr hálfleik.14. mínúta 22-29: Það gengur illa hjá Íslandi að skora þessa stundina enda vörn Serbíu hrikalega sterk með turna inni í teignum.13. mínúta 22-27: Enn heldur Ísland að stríða Serbíu, Jón Arnór með rosalega körfu.11. mínúta 20-24: Jón Arnór byrjar þriðja leikhluta á að setja niður eitt víti.Fyrsta leikhluta lokið 19-24: Sóðalegur þristur hjá Serbíu í lok leikhlutans. Teodosic leikmaður CSKA þar að verki en frábær fyrsti leikhluti þar sem Ísland náði heldur betur að stríða Serbíu.10. mínúta 17-21: Ísland eru heldur betur að gera leik úr þessu. Frábær leikur enn sem komið er.9. mínúta 14-21: Ísland komið með sjö villur strax í fyrsta leikhluta enda spilar liðið varnarleikinn af krafti og gefa ekkert eftir.8. mínúta 14-19: Jón Arnór með tvö stig plús víti. Hrikalega vel gert!8. mínúta 11-18: Hlynur Bæringsson sterkur í teignum gegn miklu hærri leikmönnum.6. mínúta 9-14: Serbía svarar með látum og Ísland tekur leikhlé.5. mínúta 9-7: Höfum það sjö stig! Ísland yfir í fyrsta sinn.5. mínúta 7-7: Fimm íslensk stig í röð.3. mínúta 2-4: Hlynur Bæringsson með fyrstu körfu Íslands.3. mínúta 0-4: Önnur villan á Hauk Pálsson, ódýr seinni villan en Ísland vildi fá ruðning dæmdan.1. mínúta 0-2: Serbía skorar fyrstu körfu leiksins.1. mínúta: Serbía vinnur uppkastið en góð íslensk vörn í fyrstu sókn leiksins.Fyrir leik: Serbneski fáninn er áberandi á áhorfendapöllunum enda þó nokkur fjöldi Serba á vellinum.Fyrir leik: Allir leikmenn serbneska liðsins leika í Evrópu og þó enginn leiki í NBA deildinni ættu Íslendingar ekki að láta það blekkja sig því það eru margar mjög sterkar deildir í Evrópu og Serbía m.a. leikmenn í liðum á borð við CSKA og Olympiacos, liðunum sem léku til úrslita í Meistaradeildinni í vor.Fyrir leik: Liðin eru með Ísrael, Eistlandi, Slóvakíu og Svartfjallalandi í riðli og má því segja að það sé ærið verkefni framundan fyrir íslenska liðið næstu 30 dagana þar sem liðið leikur leikina 10 í A-riðli undankeppni Evrópumeistaramótsins.Fyrir leik: Þó Serbía sé sterkt lið er liðið nokkuð ungt. Dusko Savanovic er elstur í liðinu, á 29. aldursári. Flestir leikmenn liðsins eru á aldrinum 21 til 25 ára gamlir.Fyrir leik: Íslenska liðið er einnig sterkt og líklega eitt allra besta landslið sem Ísland hefur átt í körfubolta með átta atvinnumenn innanborðs og tvo leikmenn sem eru nýkomnir heim úr atvinnumennsku.Fyrir leik: Það er farið að styttast í að leikurinn hefjist en engu að síður er fjölmenni komið í höllina og ljóst að mikill áhugi er fyrir þessum spennandi leik enda eitt sterkasta landslið Evrópu að mæta á fjalirnar.
Körfubolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum