Viðskipti innlent

Atvinnulífið getur lært af íslenskum rithöfundum

Magnús Halldórsson skrifar
Gunnar Páll Tryggvason.
Gunnar Páll Tryggvason.
Ísland hefur þarf að renna fleiri stoðum undir efnahag sinn og einblína á hluti sem skila meiri framlegð heldur en þær greinar sem að mestu er byggt á nú. Í þeim efnum er vel hægt að horfa til þess hvernig rithöfundasamfélagið íslenska hefur eflst og dafnað, með mikilli vinnu og umræðu um verk höfunda.

„Það skiptir miklu máli að læra af mistökum, en það skiptir líka miklu máli að kafa ofan í það sem vel er gert og meta hvaða þættir það eru sem skiluðu árangrinum. Íslenskir rithöfundar hafa gert þetta mjög vel, t.d. með mikilli greiningu á verkum Halldórs Laxness. Umræða um verk hans hefur verið mjög almenn og djúp, hjá eiginlega allri þjóðinni. Þetta hefur vafalítið hjálpað höfundum að efla hæfileika sína og um leið styrkt ímynd Íslands erlendis, hjá útlendingum sem kynna sér íslenskar bókmenntir. Í viðskiptalífinu finnst mér vanta að hlutirnir sem eru gerðir vel sé skoðaðir ítarlega þannig að aðrir geti lært af þeim," segir Gunnar Páll Tryggvason, viðskiptafræðingur og annar eigenda ráðgjafafyrirtækisins Icora Partners, en hann er gestur Klinksins, spjallþáttar um efnahagsmál og viðskipti á viðskiptavef Vísis.

Gunnar fjallar um endurskipulagningu fyrirtækja, stöðu íslenska hagkerfisins og hvaða þætti þarf að bæta, að hans mati, svo að Ísland geti eflst enn frekar.

Sjá má viðtalið við Gunnar í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×