Körfubolti

NBA liðin fá að setja auglýsingar á búningana

LeBron James og félagar hans í meistaraliði Miami Heat verða með auglýsingar á búningunum veturinn 2013-2014.
LeBron James og félagar hans í meistaraliði Miami Heat verða með auglýsingar á búningunum veturinn 2013-2014. AP
Stjórn NBA deildarinnar í körfuknattleik hefur samþykkt að leyfa liðunum í deildinni að selja auglýsingar á keppnisbúninga. Auglýsingar hafa aldrei verið leyfðar á keppnisbúningum í NBA deildinni en frá og með keppnistímabilinu 2013-2014 verður það leyft.

NBA deildin fer varlega í sakirnar í þessu máli því aðeins ein auglýsingin verður leyfð á búningunum og strangar reglur verða um stærð þeirra og útlit. David Stern framkvæmdastjóri NBA deildarinnar segir að félögin geti búist við að fá um 100 milljónir dollara í tekjur af þessum auglýsingum eða sem nemur 12,5 milljörðum kr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×