Guðmundur: Það kemur smá kökkur í hálsinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júlí 2012 18:45 Töluvert er um meiðsli leikmanna í íslenska landsliðshópnum sem mætir Argentínumönnum í tveimur æfingaleikjum á laugardag og mánudag. Leikirnir eru þeir síðustu sem íslenska liðið leikur fyrir Ólympíuleikana í London þar sem fyrstu andstæðingarnir verða einmitt Argentínumenn. „Það getur verið að Óli Stef hvíli eitthvað um helgina og Aron Pálmarsson einnig að öllum líkindum. Óli Bjarki missteig sig á æfingu þannig að það er óljóst hve mikið hann getur verið með um helgina," segir Guðmundur sem hefur áhyggjur af meiðslum Arons Pálmarssonar. „Það er áhyggjuefni. Við áttum langt samtal við lækni liðsins sem telja að við getum komið honum í stand fyrir Ólympíuleikana. Auðvitað er það aldrei óskastaða þegar leikmaður getur sáralítið æft með liðinu," segir Guðmundur. Leikirnir gegn Argentínu verða þeir síðustu sem íslenska liðið leikur undir stjórn Guðmundar hér á landi. Ólympíuleikarnir eru hans síðasta verkefni áður en hann snýr sér alfarið að þjálfun Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. „Ég hef svo lítið hugsað um það. Öll einbeitingin fer í að undirbúa liðið fyrir fyrsta leik á Ólympíuleikina. Að vissu leyti er söknuður í manni, smá kökkur í hálsinum," segir Guðmundur og hlær. Í dag var dregið í riðla fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer á Spáni í janúar. Guðmundur var beðinn um álit sitt á riðli Íslands sem Rússar, Danir, Makedóníumenn, Katarmenn og Chilemenn skipa. „Þetta er mjög léttur riðill," segir Guðmundur og skellir upp úr. „Þetta er spennandi og skemmtilegur riðill. Það er alltaf gaman að vera með Dönum í riðli og slæmt að verða af því. Það er hægt að vinna öll þessi lið en auðvitað ekki auðveldir leikir. Rússar eru að koma upp aftur finnst mér og auk þess eru Makedóníumenn mjög erfiðir. Við getum alltaf unnið Dani ef við spilum eins og menn. Eftir að hafa séð Chile ætti það að vera auðveldur leikur og sömuleiðis gegn Katar." Handbolti Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Töluvert er um meiðsli leikmanna í íslenska landsliðshópnum sem mætir Argentínumönnum í tveimur æfingaleikjum á laugardag og mánudag. Leikirnir eru þeir síðustu sem íslenska liðið leikur fyrir Ólympíuleikana í London þar sem fyrstu andstæðingarnir verða einmitt Argentínumenn. „Það getur verið að Óli Stef hvíli eitthvað um helgina og Aron Pálmarsson einnig að öllum líkindum. Óli Bjarki missteig sig á æfingu þannig að það er óljóst hve mikið hann getur verið með um helgina," segir Guðmundur sem hefur áhyggjur af meiðslum Arons Pálmarssonar. „Það er áhyggjuefni. Við áttum langt samtal við lækni liðsins sem telja að við getum komið honum í stand fyrir Ólympíuleikana. Auðvitað er það aldrei óskastaða þegar leikmaður getur sáralítið æft með liðinu," segir Guðmundur. Leikirnir gegn Argentínu verða þeir síðustu sem íslenska liðið leikur undir stjórn Guðmundar hér á landi. Ólympíuleikarnir eru hans síðasta verkefni áður en hann snýr sér alfarið að þjálfun Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. „Ég hef svo lítið hugsað um það. Öll einbeitingin fer í að undirbúa liðið fyrir fyrsta leik á Ólympíuleikina. Að vissu leyti er söknuður í manni, smá kökkur í hálsinum," segir Guðmundur og hlær. Í dag var dregið í riðla fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer á Spáni í janúar. Guðmundur var beðinn um álit sitt á riðli Íslands sem Rússar, Danir, Makedóníumenn, Katarmenn og Chilemenn skipa. „Þetta er mjög léttur riðill," segir Guðmundur og skellir upp úr. „Þetta er spennandi og skemmtilegur riðill. Það er alltaf gaman að vera með Dönum í riðli og slæmt að verða af því. Það er hægt að vinna öll þessi lið en auðvitað ekki auðveldir leikir. Rússar eru að koma upp aftur finnst mér og auk þess eru Makedóníumenn mjög erfiðir. Við getum alltaf unnið Dani ef við spilum eins og menn. Eftir að hafa séð Chile ætti það að vera auðveldur leikur og sömuleiðis gegn Katar."
Handbolti Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira