Erfið vika fyrir Bieber: Kærður, missti meðvitund og skók Noreg 4. júní 2012 12:00 Justin Bieber á sviðinu í Osló. Nordicphotos/Getty Ungstirnið Justin Bieber á erfiða viku að baki. Hann var meðal annars kærður fyrir líkamsárás af ljósmyndara og gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Þá slösuðust norskir aðdáendur söngvarans slösuðust lítillega þegar Bieber tróð upp í Ósló og voru 49 fluttir á spítala.Aðdáendur slösuðust í Noregi Bieber er á tónleikaferðalagi um þessar mundir og hélt meðal annars tónleika í Ósló. Boðið var upp á ókeypis miða á tónleikana sem fóru fram utandyra við Óperuhúsið í Ósló og safnaðist mikill fjöldi unglingsstúlka þar saman í von um að bera poppstjörnuna augum. Bieber sagði í viðtali við Aftenposten að hann hefði áhyggjur af öryggi norskra aðdáenda, en sumir höfðu kastað sér í veg fyrir bílinn hans. Stúlkurnar börðust einnig hart til að tryggja sér miða á tónleikana og talið er að um 49 hafi slasast í kjölfarið og fjórtán voru fluttir brott í sjúkrabíl.Norsku yngismeyjarnar beyttu ýmsum brögðum til að bera Bieber-inn augum á Óperuhúsinu. Þessar fengu bátinn hans pabba lánaðan.Nordicphotos/GettyMissti meðvitund Daginn eftir glundroðann í Ósló fékk Bieber heilahristing eftir að hann datt baksviðs á tónleikum í París. Bieber mun hafa dottið á glervegg baksviðs og misst meðvitund í nokkrar sekúndur sökum heilahristings. Söngvarinn var þó fljótur að jafna sig og fór þá aftur fram á sviðið og lauk við tónleikana. Hann tjáði sig um atvikið á Twitter-síðu sinni stuttu síðar: „Rak höfuðið í og þurfti smá vatn. Allt í góðu samt. Ég er frá Kanada og við erum hörð í horn að taka. Sýningin verður að halda áfram."Bieber var hundfúll eftir slaginn við ljósmyndarann.Kærður fyrir líkamsárás Bieber lenti í stimpingum við ljósmyndara skammt frá heimili sínu í Calabasas á sunnudaginn fyrir viku, Ljósmyndarinn kallaði á lögreglu en þá var söngvarinn horfinn á braut ásamt kærustu sinni, Selenu Gomez. Ljósmyndarinn kvartaði undan verkjum í brjóstkassa eftir átökin við söngvarann unga en Bieber missti annan skóinn í öllum hamaganginum. Fórnarlambið kærði Bieber fyrir líkamsárás og verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér sex mánaða fangelsi. Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Ungstirnið Justin Bieber á erfiða viku að baki. Hann var meðal annars kærður fyrir líkamsárás af ljósmyndara og gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Þá slösuðust norskir aðdáendur söngvarans slösuðust lítillega þegar Bieber tróð upp í Ósló og voru 49 fluttir á spítala.Aðdáendur slösuðust í Noregi Bieber er á tónleikaferðalagi um þessar mundir og hélt meðal annars tónleika í Ósló. Boðið var upp á ókeypis miða á tónleikana sem fóru fram utandyra við Óperuhúsið í Ósló og safnaðist mikill fjöldi unglingsstúlka þar saman í von um að bera poppstjörnuna augum. Bieber sagði í viðtali við Aftenposten að hann hefði áhyggjur af öryggi norskra aðdáenda, en sumir höfðu kastað sér í veg fyrir bílinn hans. Stúlkurnar börðust einnig hart til að tryggja sér miða á tónleikana og talið er að um 49 hafi slasast í kjölfarið og fjórtán voru fluttir brott í sjúkrabíl.Norsku yngismeyjarnar beyttu ýmsum brögðum til að bera Bieber-inn augum á Óperuhúsinu. Þessar fengu bátinn hans pabba lánaðan.Nordicphotos/GettyMissti meðvitund Daginn eftir glundroðann í Ósló fékk Bieber heilahristing eftir að hann datt baksviðs á tónleikum í París. Bieber mun hafa dottið á glervegg baksviðs og misst meðvitund í nokkrar sekúndur sökum heilahristings. Söngvarinn var þó fljótur að jafna sig og fór þá aftur fram á sviðið og lauk við tónleikana. Hann tjáði sig um atvikið á Twitter-síðu sinni stuttu síðar: „Rak höfuðið í og þurfti smá vatn. Allt í góðu samt. Ég er frá Kanada og við erum hörð í horn að taka. Sýningin verður að halda áfram."Bieber var hundfúll eftir slaginn við ljósmyndarann.Kærður fyrir líkamsárás Bieber lenti í stimpingum við ljósmyndara skammt frá heimili sínu í Calabasas á sunnudaginn fyrir viku, Ljósmyndarinn kallaði á lögreglu en þá var söngvarinn horfinn á braut ásamt kærustu sinni, Selenu Gomez. Ljósmyndarinn kvartaði undan verkjum í brjóstkassa eftir átökin við söngvarann unga en Bieber missti annan skóinn í öllum hamaganginum. Fórnarlambið kærði Bieber fyrir líkamsárás og verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér sex mánaða fangelsi.
Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira