Íslenska 20 ára landsliðið í handbolta er í góðum málum í undankeppni EM sem fer fram hér á landi. Íslensku strákarnir unnu Bosníu í fyrsta leiknum og eftir sigur Bosníumanna á Eistum í gær er ljóst að íslenska liðinu nægir jafntefli í lokaleiknum á móti Eistlandi til þess að tryggja sér sæti á EM.
Íslenska liðið mætir Eistlandi klukkan 14.00 í Víkinni í dag en í boði er sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fer fram í Tyrklandi í sumar. Geir Sveinsson og Kristján Halldórsson þjálfa saman íslenska liðið.
Sveinn Aron Sveinsson, hornamaður úr Val, var atkvæðamestur í sigrinum á Bosníumönnum en hann skoraði þá 11 mörk en Akureyringarnir Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson sem og FH-ingurinn Ísak Rafnsson skoruðu allir fimm mörk í þeim leik.
Íslenski hópurinn er þannig skipaður:
Markmenn
Brynjar Darri Baldursson Stjarnan
Einar Ólafur Vilmundarson Haukar
Útileikmenn
Agnar Smári Jónsson Valur
Arnar Daði Arnarsson Valur
Árni Benedikt Árnason Grótta
Garðar Sigurjónsson Fram
Geir Guðmundsson Akureyri
Guðmundur Helgason Akureyri
Ísak Rafnsson FH
Janus Smárason Selfoss
Leó Pétursson HK
Magnús Óli Magnússon FH
Pétur Júníusson UMFA
Sveinn Aron Sveinsson Valur
Víglundur Jarl Þórsson Stjarnan
Þráinn Orri Jónsson Grótta
20 ára strákarnir geta tryggt sig inn á EM í dag | Mæta Eistum í Víkinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
