Íslenska 20 ára landsliðið í handbolta tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM í Tyrklandi í sumar með því að vinna fjögurra marka sigur á Eistlandi í Víkinni í dag. Íslenska liðið vann því báða leiki sína í riðlinum og er komið á EM.
Sigur íslensku strákaanna var öruggur en þeir voru sex mörkum yfir í hálfleik, 17-11. Íslenska liðið hafði frumkvæðið allan leikinn en Eistland náði að minnka muninn í 1 mark þegar um 13 mínútur voru eftir en nær komust Eistarnir ekki.
Akureyringurinn Guðmundur Hólmar Helgason var markahæstur með 7 mörk og Valsmaðurinn Sveinn Aron Sveinsson skoraði 5 mörk.
Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum í Víkinni í dag og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Ísland- Eistland 28-24 (17-11)
Mörk Íslands: Guðmundur Hólmar Helgason 7, Sveinn Aron Sveinsson 5, Geir Guðmundsson 4, Janus Smárason 4, Garðar Sigurjónsson 4, Ísak Rafnsson 2, Víglundur Þórsson 1, Árni Benedikt Árnason 1.
Strákarnir tryggðu sig inn á EM í Tyrklandi - myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti



Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti

Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti

