Seðlabankinn hefur þrjár vikur til að upplýsa um ástæðu húsleitar Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 28. mars 2012 12:20 Mynd/Pjetur Seðlabanki Íslands getur beðið í allt að þrjár vikur með að upplýsa um ástæðu húsleitar á skrifstofum Samherja í gær. Málið er nú í rannsókn. Hátt í þrjátíu manns á vegum gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, tollstjóra og embættis sérstaks saksóknara framkvæmdu mjög umfangsmiklar húsleitir í höfuðstöðvum Samherja í Reykjavík og á Akureyri í gær. Stjórn Samherja hefur ekki fengið neinar upplýsingar um á hvaða grundvelli húsleitin var framkvæmd en samkvæmt lögum um meðferð sakamála hefur rannsóknaraðili allt að þrjár vikur til að veita sakborgningi aðgang að gögnum. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja sagði í viðtali við Stöð tvö í gær að rannsóknin byggðist meðal annars á viðskiptum félagsins með karfa í gegnum dótturfélag Samherja í Þýskalandi. Sjónvarpsþátturinn Kastljós fjallaði um málið í gær og var því haldið fram að Samherji hafi á síðustu árum selt afla til erlends dótturfélags á mun lægra verði en gengur og gerist í almennum viðskiptum og þar með brotið gegn ákvæðum gjaldeyrislaga. Þorsteinn sagði hins vegar Seðlabankann hafa yfirfarið alla verkferla félagsins við sölu til útlanda og það hafi engin lög brotið. Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans fer með rannsókn málsins og hefur fengið aðstoð frá embætti sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í dag og vísaði alfarið á Seðlabankann. Hjá Seðlabankanum fengust hins vegar þau svör að rannsókn á málinu væri hafin og verið væri að vinna úr þeim gögnum sem safnað var í gær. Enginn tímarammi hefur verið settur um rannsóknina en Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans segir að farið verði að lögum og reglum. Þá vildi hann ekki gefa nein ítarlegri svör um ákvaða rökum húsleitarheimildin byggðist né hvort gripið verði til frekari aðgerða, svo sem yfirheyrslna vegna málsins. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Seðlabanki Íslands getur beðið í allt að þrjár vikur með að upplýsa um ástæðu húsleitar á skrifstofum Samherja í gær. Málið er nú í rannsókn. Hátt í þrjátíu manns á vegum gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, tollstjóra og embættis sérstaks saksóknara framkvæmdu mjög umfangsmiklar húsleitir í höfuðstöðvum Samherja í Reykjavík og á Akureyri í gær. Stjórn Samherja hefur ekki fengið neinar upplýsingar um á hvaða grundvelli húsleitin var framkvæmd en samkvæmt lögum um meðferð sakamála hefur rannsóknaraðili allt að þrjár vikur til að veita sakborgningi aðgang að gögnum. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja sagði í viðtali við Stöð tvö í gær að rannsóknin byggðist meðal annars á viðskiptum félagsins með karfa í gegnum dótturfélag Samherja í Þýskalandi. Sjónvarpsþátturinn Kastljós fjallaði um málið í gær og var því haldið fram að Samherji hafi á síðustu árum selt afla til erlends dótturfélags á mun lægra verði en gengur og gerist í almennum viðskiptum og þar með brotið gegn ákvæðum gjaldeyrislaga. Þorsteinn sagði hins vegar Seðlabankann hafa yfirfarið alla verkferla félagsins við sölu til útlanda og það hafi engin lög brotið. Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans fer með rannsókn málsins og hefur fengið aðstoð frá embætti sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í dag og vísaði alfarið á Seðlabankann. Hjá Seðlabankanum fengust hins vegar þau svör að rannsókn á málinu væri hafin og verið væri að vinna úr þeim gögnum sem safnað var í gær. Enginn tímarammi hefur verið settur um rannsóknina en Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans segir að farið verði að lögum og reglum. Þá vildi hann ekki gefa nein ítarlegri svör um ákvaða rökum húsleitarheimildin byggðist né hvort gripið verði til frekari aðgerða, svo sem yfirheyrslna vegna málsins.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira