Handbolti

Íslenskir handboltamenn streyma til Frakklands | Gunnar Steinn til Nantes

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Steinn Jónsson.
Gunnar Steinn Jónsson. Mynd/Heimasíða HBC Nantes
Gunnar Steinn Jónsson, 24 ára leikstjórnandi og fyrrum leikmaður HK, hefur samið við franska úrvalsdeildarfélagið HBC Nantes en Gunnar hefur spilað í Svíþjóð undanfarin ár. Áður höfðu landsliðsmennirnir Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson samið við Paris Handball.

Gunnar Steinn og félagar í HK Drott Halmstad komust ekki í úrslitakeppnina í ár og því er tímabilið búið hjá honum. Hann var markahæstur hjá sínu liði með 115 mörk og gaf einnig langflestar stoðsendingar eða 103.

„Það er mikilvægt fyrir okkur að fá Gunnar því við erum að missa nokkra leikmenn fyrir næsta tímabili. Gunnar er því stór hluti af framtíðarplönum okkar," sagði Thierry Anti á heimasíðu Nantes.

HBC Nantes tapaði í kvöld með fimm mörkum á heimavelli á móti toppliði Montpellier HB, 27-32 en Nantes er eins og er í 5. sæti í frönsku úrvalsdeildinni.

Gunnar Steinn verður kynntur á blaðamannafundi hjá HBC Nantes á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×