Holmes með 54 stig | Ótrúlegur sigur Grindavíkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2012 21:23 Páll Axel Vilbergsson var hetja Grindavíkur í kvöld. Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld. Grindavík vann lygilegan sigur á Haukum í tvíframlengdum leik, 94-93, en í Ljónagryfjunni í Njarðvík fór Travis Holmes á kostum með Njarðvíkingum. Holmes skoraði alls 54 stig í leiknum og er fáheyrt hér á landi að einn leikmaður skori svo mikið í leik í efstu deild. Cameron Echols, hinn Bandaríkjamaðurinn í liði Njarðvíkur, var frá vegna meiðsla í kvöld og fékk Holmes því nóg að gera. Njarðvík vann leikinn okkuð örugglega, 107-93, en honum verður vitaskuld minnst fyrir frammistöðu Holmes sem tók þar að auki ellefu fráköst í leiknum. Rodney Alexander, leikmaður ÍR, var reyndar einnig atkvæðamikill og skoraði 42 stig auk þess að taka tíu fráköst.Stjörnumenn öflugir í seinni hálfleik Þá vann Stjarnan sigur á Snæfelli, 80-75, með öflugri frammistöðu í seinni hálfleik. Snæfellingar höfðu þrettán stiga forystu í hálfleik, 49-36, en gestirnir úr Garðabænum sneru leiknum sér í hag í seinni hálfleik og héldu leikmönnum Snæfells í aðeins 24 stigum. Keith Cothran skoraði nítján stig fyrir Stjörnuna og Justin Shouse átján. Hjá Snæfelli var Ólafur Torfason stigahæstur með fimmtán stig.Tvíframlengt í Hafnarfirði - Páll Axel hetjan Það var mikil spenna í leik Hauka og Grindavíkur í Hafnarfirði, sérstaklega á lokamínútum fjórða leikhluta og í framlengingunum. Svo fór að Grindavík vann ótrúlegan sigur eftir að Haukar fóru afar illa að ráði sínu á vítalínunni þegar mest á reyndi. Páll Axel Vilbergsson skoraði síðustu fimm stig Grindavíkur í leiknum og sá því til þess að hans menn náðu að vinna sigur í ótrúlegum leik. Grindavík er nú með tíu stiga forystu á toppnum en Haukar sitja sem fyrr í fallsæti með átta stig. Haukar voru með undirtökin lengi vel í fjórða leikhluta en Grindavík náði að svara fyrir sig og komast yfir, 74-71, þegar rúm mínúta var eftir. Hayward Fain kom svo sínum mönnum inn í leikinn með tveimur körfum í röð en Jóhann Árni Ólafsson kom Grindvíkingum aftur yfir þegar sextán sekúndur voru eftir. Staðan því orðin 76-75, Grindavík í vil. En á síðustu átta sekúndum leiksins komust Haukar tvívegis á vítalínuna - í bæði skiptin eftir að Sigurður Þorsteinsson hafði brotið af sér. En Haukum tókst aðeins að setja eitt vítaskot niður. Fyrst fór Fain á vítalínuna og setti aðeins annað skotið niður og Alik Joseph-Pauline brenndi síðan af báðum sínum vítaskotum rétt áður en leiktíminn rann út. Tvíframlengja þurfti leikinn því liðin voru enn jöfn eftir þá fyrri, 86-86. Hvorugu liði tókst reyndar að skora á lokamínútu hennar. Haukar voru á góðri leið með að sigla fram úr í seinni framlengingunni. Christopher Smith fór mikinn og skoraði sex af sjö stigum sinna manna sem voru með fjögurra stiga forystu, 93-89, þegar ellefu sekúndur voru eftir. Þá tók Páll Axel leikinn í sínar hendur og setti niður þriggja stiga skot. Haukar tóku leikhlé en að því loknu brutu Grindvíkingar um leið á Joseph-Pauline sem aftur tókst að klúðra báðum sínum vítaköstum. Páll Axel setti svo niður tveggja stiga skot þegar tvær sekúndur voru eftir og tryggði þar með Grindavík sigurinn. Fain skoraði 39 stig fyrir Hauka og tók tólf fráköst. Smith kom næstur með sautján stig. Hjá Grindavík var Giordan Watson stigahæstur með 25 stig en Sigurður Þorsteinsson var með fjórtán.Snæfell-Stjarnan 75-80 (29-14, 20-22, 12-20, 14-24)Snæfell: Ólafur Torfason 15/7 fráköst, Quincy Hankins-Cole 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davidsson 13/5 fráköst, Marquis Sheldon Hall 13/5 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 8/4 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7/8 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 6.Stjarnan: Keith Cothran 19/6 fráköst, Justin Shouse 18/6 fráköst/7 stoðsendingar, Renato Lindmets 13/11 fráköst/5 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 12, Fannar Freyr Helgason 8, Guðjón Lárusson 6/5 fráköst, Marvin Valdimarsson 3, Dagur Kár Jónsson 1.Haukar-Grindavík 93-94 (25-16, 15-26, 15-12, 21-22, 10-10, 7-8)Haukar: Hayward Fain 39/12 fráköst/4 varin skot, Christopher Smith 17/11 fráköst/3 varin skot, Helgi Björn Einarsson 11/7 fráköst, Emil Barja 8/5 fráköst, Alik Joseph-Pauline 7/8 fráköst/7 stoðsendingar, Örn Sigurðarson 4, Haukur Óskarsson 3, Davíð Páll Hermannsson 2/5 fráköst, Óskar Ingi Magnússon 2.Grindavík: Giordan Watson 25/6 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14/8 fráköst/3 varin skot, J'Nathan Bullock 13/16 fráköst, Ryan Pettinella 10/15 fráköst/6 varin skot, Páll Axel Vilbergsson 8, Ólafur Ólafsson 7/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 5, Björn Steinar Brynjólfsson 4, Ómar Örn Sævarsson 4, Þorleifur Ólafsson 4.Njarðvík-ÍR 107-93 (25-25, 33-21, 29-25, 20-22)Njarðvík: Travis Holmes 54/11 fráköst, Elvar Már Friðriksson 14/4 fráköst/10 stoðsendingar, Páll Kristinsson 11/5 fráköst, Styrmir Gauti Fjeldsted 8/4 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 8/4 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 5, Ólafur Helgi Jónsson 4, Jens Valgeir Óskarsson 3.ÍR: Rodney Alexander 42/10 fráköst/3 varin skot, Robert Jarvis 22, Níels Dungal 8/4 fráköst/5 stoðsendingar, Eiríkur Önundarson 7, Hjalti Friðriksson 6/6 fráköst, Þorvaldur Hauksson 3, Nemanja Sovic 3/5 fráköst, Ellert Arnarson 2. Körfubolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld. Grindavík vann lygilegan sigur á Haukum í tvíframlengdum leik, 94-93, en í Ljónagryfjunni í Njarðvík fór Travis Holmes á kostum með Njarðvíkingum. Holmes skoraði alls 54 stig í leiknum og er fáheyrt hér á landi að einn leikmaður skori svo mikið í leik í efstu deild. Cameron Echols, hinn Bandaríkjamaðurinn í liði Njarðvíkur, var frá vegna meiðsla í kvöld og fékk Holmes því nóg að gera. Njarðvík vann leikinn okkuð örugglega, 107-93, en honum verður vitaskuld minnst fyrir frammistöðu Holmes sem tók þar að auki ellefu fráköst í leiknum. Rodney Alexander, leikmaður ÍR, var reyndar einnig atkvæðamikill og skoraði 42 stig auk þess að taka tíu fráköst.Stjörnumenn öflugir í seinni hálfleik Þá vann Stjarnan sigur á Snæfelli, 80-75, með öflugri frammistöðu í seinni hálfleik. Snæfellingar höfðu þrettán stiga forystu í hálfleik, 49-36, en gestirnir úr Garðabænum sneru leiknum sér í hag í seinni hálfleik og héldu leikmönnum Snæfells í aðeins 24 stigum. Keith Cothran skoraði nítján stig fyrir Stjörnuna og Justin Shouse átján. Hjá Snæfelli var Ólafur Torfason stigahæstur með fimmtán stig.Tvíframlengt í Hafnarfirði - Páll Axel hetjan Það var mikil spenna í leik Hauka og Grindavíkur í Hafnarfirði, sérstaklega á lokamínútum fjórða leikhluta og í framlengingunum. Svo fór að Grindavík vann ótrúlegan sigur eftir að Haukar fóru afar illa að ráði sínu á vítalínunni þegar mest á reyndi. Páll Axel Vilbergsson skoraði síðustu fimm stig Grindavíkur í leiknum og sá því til þess að hans menn náðu að vinna sigur í ótrúlegum leik. Grindavík er nú með tíu stiga forystu á toppnum en Haukar sitja sem fyrr í fallsæti með átta stig. Haukar voru með undirtökin lengi vel í fjórða leikhluta en Grindavík náði að svara fyrir sig og komast yfir, 74-71, þegar rúm mínúta var eftir. Hayward Fain kom svo sínum mönnum inn í leikinn með tveimur körfum í röð en Jóhann Árni Ólafsson kom Grindvíkingum aftur yfir þegar sextán sekúndur voru eftir. Staðan því orðin 76-75, Grindavík í vil. En á síðustu átta sekúndum leiksins komust Haukar tvívegis á vítalínuna - í bæði skiptin eftir að Sigurður Þorsteinsson hafði brotið af sér. En Haukum tókst aðeins að setja eitt vítaskot niður. Fyrst fór Fain á vítalínuna og setti aðeins annað skotið niður og Alik Joseph-Pauline brenndi síðan af báðum sínum vítaskotum rétt áður en leiktíminn rann út. Tvíframlengja þurfti leikinn því liðin voru enn jöfn eftir þá fyrri, 86-86. Hvorugu liði tókst reyndar að skora á lokamínútu hennar. Haukar voru á góðri leið með að sigla fram úr í seinni framlengingunni. Christopher Smith fór mikinn og skoraði sex af sjö stigum sinna manna sem voru með fjögurra stiga forystu, 93-89, þegar ellefu sekúndur voru eftir. Þá tók Páll Axel leikinn í sínar hendur og setti niður þriggja stiga skot. Haukar tóku leikhlé en að því loknu brutu Grindvíkingar um leið á Joseph-Pauline sem aftur tókst að klúðra báðum sínum vítaköstum. Páll Axel setti svo niður tveggja stiga skot þegar tvær sekúndur voru eftir og tryggði þar með Grindavík sigurinn. Fain skoraði 39 stig fyrir Hauka og tók tólf fráköst. Smith kom næstur með sautján stig. Hjá Grindavík var Giordan Watson stigahæstur með 25 stig en Sigurður Þorsteinsson var með fjórtán.Snæfell-Stjarnan 75-80 (29-14, 20-22, 12-20, 14-24)Snæfell: Ólafur Torfason 15/7 fráköst, Quincy Hankins-Cole 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davidsson 13/5 fráköst, Marquis Sheldon Hall 13/5 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 8/4 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7/8 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 6.Stjarnan: Keith Cothran 19/6 fráköst, Justin Shouse 18/6 fráköst/7 stoðsendingar, Renato Lindmets 13/11 fráköst/5 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 12, Fannar Freyr Helgason 8, Guðjón Lárusson 6/5 fráköst, Marvin Valdimarsson 3, Dagur Kár Jónsson 1.Haukar-Grindavík 93-94 (25-16, 15-26, 15-12, 21-22, 10-10, 7-8)Haukar: Hayward Fain 39/12 fráköst/4 varin skot, Christopher Smith 17/11 fráköst/3 varin skot, Helgi Björn Einarsson 11/7 fráköst, Emil Barja 8/5 fráköst, Alik Joseph-Pauline 7/8 fráköst/7 stoðsendingar, Örn Sigurðarson 4, Haukur Óskarsson 3, Davíð Páll Hermannsson 2/5 fráköst, Óskar Ingi Magnússon 2.Grindavík: Giordan Watson 25/6 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14/8 fráköst/3 varin skot, J'Nathan Bullock 13/16 fráköst, Ryan Pettinella 10/15 fráköst/6 varin skot, Páll Axel Vilbergsson 8, Ólafur Ólafsson 7/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 5, Björn Steinar Brynjólfsson 4, Ómar Örn Sævarsson 4, Þorleifur Ólafsson 4.Njarðvík-ÍR 107-93 (25-25, 33-21, 29-25, 20-22)Njarðvík: Travis Holmes 54/11 fráköst, Elvar Már Friðriksson 14/4 fráköst/10 stoðsendingar, Páll Kristinsson 11/5 fráköst, Styrmir Gauti Fjeldsted 8/4 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 8/4 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 5, Ólafur Helgi Jónsson 4, Jens Valgeir Óskarsson 3.ÍR: Rodney Alexander 42/10 fráköst/3 varin skot, Robert Jarvis 22, Níels Dungal 8/4 fráköst/5 stoðsendingar, Eiríkur Önundarson 7, Hjalti Friðriksson 6/6 fráköst, Þorvaldur Hauksson 3, Nemanja Sovic 3/5 fráköst, Ellert Arnarson 2.
Körfubolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum