30 sekúndna auglýsing í hálfleik á Super Bowl kostar 440 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2012 23:30 Mynd/Nordic Photos/Getty Það er mikil spenna í Bandaríkjunum fyrir úrslitaleikinn í ameríska fótboltanum sem fram fer á sunnudaginn. 111 milljónir horfðu á úrslitaleikinn í fyrra og það er búist við því að leikur New York Giants og New England Patriots í ár, slái það áhorfendamet. Super Bowl leikurinn hefur verið vinsælasta sjónvarpsefnið í Bandaríkjunum undanfarin 50 ár enda eru Super Bowl leikir í 16 af 20 efstu sætunum þegar kemur að mesta áhorfi á sjónvarpsefni undanfarna hálfa öld. Leikurinn fer fram á sunnudagskvöldið og verður í beinni útsendingu á ESPN America stöðinni á Fjölvarpinu. Hálfleikurinn í Super Bowl er líka sér kapítuli út af fyrir sig því það er ekki til dýrara auglýsingapláss í bandarísku sjónvarpi. 30 sekúndna auglýsing í hálfleik á Super Bowl í ár kostar 440 milljónir íslenskra króna og hefur NBC-sjónvarpsstöðin hækkað verðið um 17 prósent frá því í fyrra. Sænska fatafyrirtækið H & M mun auglýsa í hálfleik í ár og birtist David Beckham þá í nærbuxnaauglýsingu á vegum fyrirtækisins. Í aðalhlutverki verða þó sem fyrr bjór-, bíla- og gosdrykkja-auglýsingar auk svipmynda úr nýjustu stórmyndunum úr Hollywood. Það er Madonna sem mun skemmta í hálfleik í ár en undanfarin ár hafa það verið Bruce Springsteen og Rolling Stones sem trylltu lýðinn og fólk heima í stofu með sínu þekktustu lögum. Það eykur enn á spennuna að New York Giants og New England Patriots mættust einnig í þessum leik fyrir fjórum árum síðan og þá vann New York Giants dramatískan sigur í æsispennandi leik. Það er því líka von á góðri skemmtun í leiknum sjálfum. NFL Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Það er mikil spenna í Bandaríkjunum fyrir úrslitaleikinn í ameríska fótboltanum sem fram fer á sunnudaginn. 111 milljónir horfðu á úrslitaleikinn í fyrra og það er búist við því að leikur New York Giants og New England Patriots í ár, slái það áhorfendamet. Super Bowl leikurinn hefur verið vinsælasta sjónvarpsefnið í Bandaríkjunum undanfarin 50 ár enda eru Super Bowl leikir í 16 af 20 efstu sætunum þegar kemur að mesta áhorfi á sjónvarpsefni undanfarna hálfa öld. Leikurinn fer fram á sunnudagskvöldið og verður í beinni útsendingu á ESPN America stöðinni á Fjölvarpinu. Hálfleikurinn í Super Bowl er líka sér kapítuli út af fyrir sig því það er ekki til dýrara auglýsingapláss í bandarísku sjónvarpi. 30 sekúndna auglýsing í hálfleik á Super Bowl í ár kostar 440 milljónir íslenskra króna og hefur NBC-sjónvarpsstöðin hækkað verðið um 17 prósent frá því í fyrra. Sænska fatafyrirtækið H & M mun auglýsa í hálfleik í ár og birtist David Beckham þá í nærbuxnaauglýsingu á vegum fyrirtækisins. Í aðalhlutverki verða þó sem fyrr bjór-, bíla- og gosdrykkja-auglýsingar auk svipmynda úr nýjustu stórmyndunum úr Hollywood. Það er Madonna sem mun skemmta í hálfleik í ár en undanfarin ár hafa það verið Bruce Springsteen og Rolling Stones sem trylltu lýðinn og fólk heima í stofu með sínu þekktustu lögum. Það eykur enn á spennuna að New York Giants og New England Patriots mættust einnig í þessum leik fyrir fjórum árum síðan og þá vann New York Giants dramatískan sigur í æsispennandi leik. Það er því líka von á góðri skemmtun í leiknum sjálfum.
NFL Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira