Leikurinn um Ofurskálina fer fram í nótt en um er að ræða hreinan úrslitaleik í bandarískum fótbolta. New England Patriots mæta New York Giants í kvöld en leikurinn fer fram á Lucas Oil vellinum í Indianapolis.
Fyrir fjórum árum unnu Giants New England í úrslitaleiknum um Ofurskálina 17-14 og komu þá verulega á óvart. Patriots hafði ekki tapið leik fram að úrslita leiknum og þóttu mun sigurstranglegri fyrirfram.
Leikstjórnendur liðanna þeir Eli Manning hjá New York Giants og Tom Brady hafa báðir unnir Ofurskálina og þykja nokkuð reynslumiklir. Eli Manning hefur eini sinni unnið bikarinn en Tom Brady hefur aftur á móti þrívegis unnið ofurskálina.
New York Giants unnu níu leiki á tímabilinu og töpuðu sjö en New England Patriots unnu 13 og töpuðu aðeins þremur. Það hefur aftur á móti verið mikill stígandi í leik Giants að undanförnu og liðið virðist vera að toppa á réttum tíma. Leikurinn í kvöld verður án efa mjög spennandi.
Hann hefst klukkan 23:30 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni ESPN America.
Leikurinn um Ofurskálina fer fram í nótt | Sömu lið mættust fyrir fjórum árum
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn

Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli
Íslenski boltinn



„Sé þá ekki vinna í ár“
Íslenski boltinn


Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA
Enski boltinn

Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís
Íslenski boltinn

Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti
Fleiri fréttir
