Körfubolti

Haukar og Stjarnan áfram í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Haukar eru komnir áfram í bikarnum.
Haukar eru komnir áfram í bikarnum. Mynd/Valli
Haukar og Stjarnan eru komin áfram í undanúrslit Powerade-bikarkeppni kvenna. Haukar unnu tólf stiga sigur á Hamri en Stjarnan hafði betur gegn Grindavík í 1. deildarslag.

Haukar eru í þriðja sæti Iceland Express-deildar kvenna en Hamar á botninum og kom því sigurinn ekki á óvart. Mestu munaði um frábæran annan leikhluta hjá Haukum en þá skoruðu þeir 25 stig gegn aðeins fjórum frá Hamri.

Stjarnan hafði lengst af undirtökin gegn Grindvíkingum sem voru þó aldrei langt undan. Bára Fanney Hálfdánsdóttir skoraði 24 stig fyrri liði og tók þrettán fráköst. Hjá Grindavík var Jeanne Lois Figeroa Sicat stigahæst með ellefu stig.

Stjarnan-Grindavík 66-53 (15-12, 17-15, 19-14, 15-12)

Stjarnan: Bára Fanney Hálfdanardóttir 24/13 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 21/8 fráköst, Lára Flosadóttir 7/6 fráköst, Guðrún Ósk Guðmundsdóttir 6/11 fráköst, Heiðrún Ösp Hauksdóttir 4/4 fráköst, Andrea Pálsdóttir 2/7 fráköst, Erla Dís Þórsdóttir 2.

Grindavík: Jeanne Lois Figeroa Sicat 11/5 fráköst, Ingibjörg Sigurðardóttir 10, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 9/6 fráköst/7 varin skot, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 8/4 fráköst, Sandra Dögg Guðlaugsdóttir 7, Berglind Anna Magnúsdóttir 4/8 fráköst, Mary Jean Lerry F. Sicat 4/4 fráköst.

Haukar-Hamar 70-58 (18-19, 25-4, 15-17, 12-18)

Haukar: Jence Ann Rhoads 18/12 fráköst/8 stoðsendingar, Hope Elam 15/8 fráköst, Íris Sverrisdóttir 14, Guðrún Ósk Ámundardóttir 10/7 fráköst/5 stolnir, Margrét Rósa Hálfdánardóttir 7/4 fráköst, Sara Pálmadóttir 2, María Lind Sigurðardóttir 2, Gunnhildur Gunnarsdóttir 2/7 fráköst.

Hamar: Katherine Virginia Graham 21/6 fráköst/6 stoðsendingar, Fanney Lind Guðmundsdóttir 17/7 fráköst, Samantha Murphy 11/7 fráköst/5 stolnir, Íris Ásgeirsdóttir 7, Álfhildur Þorsteinsdóttir 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×