Forstjóri Icelandair Group segir engin rök fyrir því að færa völlinn Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. janúar 2012 10:12 Forstjóri Icelandair segir að engin rök séu fyrir því að loka Reykjavíkurflugvelli og flytja innanlandsflugið úr Vatnsmýrinni. Hann segir að fremur standi rök til þess að færa millilandaflugið nær höfuðborgarsvæðinu, ef þess er kostur. Deilur um framtíð flugvallarins eru ekki nýjar af nálinni en 17. mars 2001 var ráðist í ráðgefandi atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa um framtíð flugvallarins. Þátttakan var dræm en naumur meirihluti atkvæða var fyrir því að völlurinn myndi víkja eftir 2016. Mjög skiptar skoðanir um framtíð vallarins meðal kjörinna fulltrúa, en bæði sjálfstæðismenn og fulltrúar Samfylkingarinnar hafa á liðnum árum fremur talað fyrir því að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri. Þó eru mjög skiptar skoðanir um þetta meðal sjálfstæðismanna. Í dag verður sérstök ráðstefna um flugmál og framtíð Reykjavíkurflugvallar á vegum Háskólans í Reykjavík á Natura hótel. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu í gær. Björgólfur segir engin rök standi til þess að flytja innanlandsflugið. „Ég sé engar forsendur af hverju hann á að fara. Það er algjörlega klárt að flugvöllurinn á að vera í Reykjavík. Það kemur bara ekkert annað til greina." „Að sjálfsögðu skil ég þessi rök að menn séu að horfa á eitthvað byggingarland og slíkt en það er bara mjög mikilvægur þáttur fyrir höfuðborg að hafa flugvöllinn. Við ættum að horfa á að hafa millilandaflugvöllinn nær Reykjavík. Ef við horfum á Keflavík og allar borgir í kringum okkur þá erum við með völlinn fjærst Reykjavík og það er styrkur að hafa völlinn nær," segir Björgólfur. Viðtalið við Björgólf í heild sinni í Klinkinu má nú nálgast hér. Klinkið Tengdar fréttir Tapa alltaf á fyrsta og fjórða í skjóli tekna sumarsins Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að Icelandair tapi nær alltaf á fyrsta og fjórða ársfjórðungi, vetrarflugið sé þannig. Hins vegar borgi það sig að vera með öfluga starfsemi yfir veturinn því það skili sér margfalt yfir sumartímann. 19. janúar 2012 10:54 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir að engin rök séu fyrir því að loka Reykjavíkurflugvelli og flytja innanlandsflugið úr Vatnsmýrinni. Hann segir að fremur standi rök til þess að færa millilandaflugið nær höfuðborgarsvæðinu, ef þess er kostur. Deilur um framtíð flugvallarins eru ekki nýjar af nálinni en 17. mars 2001 var ráðist í ráðgefandi atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa um framtíð flugvallarins. Þátttakan var dræm en naumur meirihluti atkvæða var fyrir því að völlurinn myndi víkja eftir 2016. Mjög skiptar skoðanir um framtíð vallarins meðal kjörinna fulltrúa, en bæði sjálfstæðismenn og fulltrúar Samfylkingarinnar hafa á liðnum árum fremur talað fyrir því að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri. Þó eru mjög skiptar skoðanir um þetta meðal sjálfstæðismanna. Í dag verður sérstök ráðstefna um flugmál og framtíð Reykjavíkurflugvallar á vegum Háskólans í Reykjavík á Natura hótel. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu í gær. Björgólfur segir engin rök standi til þess að flytja innanlandsflugið. „Ég sé engar forsendur af hverju hann á að fara. Það er algjörlega klárt að flugvöllurinn á að vera í Reykjavík. Það kemur bara ekkert annað til greina." „Að sjálfsögðu skil ég þessi rök að menn séu að horfa á eitthvað byggingarland og slíkt en það er bara mjög mikilvægur þáttur fyrir höfuðborg að hafa flugvöllinn. Við ættum að horfa á að hafa millilandaflugvöllinn nær Reykjavík. Ef við horfum á Keflavík og allar borgir í kringum okkur þá erum við með völlinn fjærst Reykjavík og það er styrkur að hafa völlinn nær," segir Björgólfur. Viðtalið við Björgólf í heild sinni í Klinkinu má nú nálgast hér.
Klinkið Tengdar fréttir Tapa alltaf á fyrsta og fjórða í skjóli tekna sumarsins Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að Icelandair tapi nær alltaf á fyrsta og fjórða ársfjórðungi, vetrarflugið sé þannig. Hins vegar borgi það sig að vera með öfluga starfsemi yfir veturinn því það skili sér margfalt yfir sumartímann. 19. janúar 2012 10:54 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Tapa alltaf á fyrsta og fjórða í skjóli tekna sumarsins Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að Icelandair tapi nær alltaf á fyrsta og fjórða ársfjórðungi, vetrarflugið sé þannig. Hins vegar borgi það sig að vera með öfluga starfsemi yfir veturinn því það skili sér margfalt yfir sumartímann. 19. janúar 2012 10:54