Utan vallar: Bikarmeistararnir úr leik við fyrstu hindrun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2012 08:00 Bikarmeistarar Manchester City taka á móti grönnum sínum í United í hádeginu á sunnudag í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Eftir 1-6 niðurlæginguna á Old Trafford fyrr í vetur eru einhverjir farnir að líta á United sem litla liðið í Manchester. Heimamenn þykja í það minnsta líklegri til sigurs en enska bikarkeppnin hefur svo sannarlega boðið upp á óvænt úrslit í gegnum tíðina. Nítján ár eru liðin síðan „lítið" lið frá Manchester-svæðinu heimsótti þáverandi bikarmeistara og sló þá óvænt úr keppni. Stuðningsmenn Liverpool minnast þjálfaratíðar Graeme Souness ekkert sérstaklega vel. Sumir tengja hnignun óumdeilds stórveldis 9. áratugarins við Skotann skapstóra. Stuðningsmennirnir fögnuðu þó vel og innilega vorið 1992 þegar Liverpool vann 2-0 sigur á B-deildarliði Sunderland í úrslitum enska bikarsins á gamla Wembley. Bikarinn reyndist síðasti „stóri" bikarinn sem bættist í troðfulla verðlaunaskápana á Anfield í tæpan áratug. Óhætt er að segja að bikarvörnin árið eftir hafi ekki gengið eins og í sögu. Liverpool dróst á móti Bolton í 3. umferð keppninnar. Á þeim tíma léku lærisveinar Bruce Rioch í ensku C-deildinni og reiknuðu fáir með að liðið yrði nokkur fyrirstaða. Leikið var á Burnden Park, gamla heimavelli Bolton, þar sem verslunarmiðstöð stendur í dag. Heimamenn komust tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik og stuðningsmennirnir trúðu, skiljanlega, ekki sínum eigin augum. Liverpool náði þó að bjarga andlitinu í síðari hálfleik og jöfnunarmark Ian Rush tryggði bikarmeisturunum 2-2 jafntefli. Leikið yrði að nýju á Anfield sem hlaut að þýða að draumur Bolton-manna um sæti í 4. umferð væri úr sögunni. Eða hvað? Á Anfield sýndu gestirnir allar sínar bestu hliðar og spiluðu á köflum frábæran fótbolta. Skallamörk frá skosku framherjunum John McGinley og Andy Walker sitthvorumegin við leikhléið urðu til þess að landi þeirra í knattspyrnustjórastól Liverpool upplifði eitt sitt versta kvöld á Anfield. Sérstaklega skal minnst á frammistöðu kantmannsins David Lee sem átti örugglega besta leik ævi sinnar og lék sér endurtekið að varnarmönnum Liverpool. Bolton sló út B-deildarlið Wolves í næstu umferð áður en liðið lá gegn Derby County í 5. umferð. Undirritaður er meðvitaður um að vinni United 2-0 sigur á City á sunnudag muni sparkspekingar ekki missa hökuna í gólfið yfir úrslitunum líkt og 1993. Ár og dagar (1 ár og 17 dagar) eru hins vegar síðan City tapaði síðast á heimavelli og raunar hafa flest lið verið yfirspiluð á Etihad-vellinum síðan þar sem heimamenn virðast skora að vild. Sjálfstraust City er bullandi eftir upprúllun á Liverpool meðan vængbrotnir Englandsmeistararnir virðast þurfa á kraftaverki að halda eftir niðurlægjandi tap gegn Newcastle, þeirra annað í röð. Hvernig sem fer skyldi enginn líta á leikinn sem úrslitaleik í þessari elstu knattspyrnukeppni sögunnar. Það telst nefnilega saga til næsta bæjar takist liðum að verja titil sinn og hefur aðeins þrisvar gerst á síðustu þrjátíu árum. Sigur í leiknum er aðeins fyrsta skrefið af fimm á leiðinni á Wembley. Eitt misstig og ballið er búið. Enski boltinn Pistillinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira
Bikarmeistarar Manchester City taka á móti grönnum sínum í United í hádeginu á sunnudag í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Eftir 1-6 niðurlæginguna á Old Trafford fyrr í vetur eru einhverjir farnir að líta á United sem litla liðið í Manchester. Heimamenn þykja í það minnsta líklegri til sigurs en enska bikarkeppnin hefur svo sannarlega boðið upp á óvænt úrslit í gegnum tíðina. Nítján ár eru liðin síðan „lítið" lið frá Manchester-svæðinu heimsótti þáverandi bikarmeistara og sló þá óvænt úr keppni. Stuðningsmenn Liverpool minnast þjálfaratíðar Graeme Souness ekkert sérstaklega vel. Sumir tengja hnignun óumdeilds stórveldis 9. áratugarins við Skotann skapstóra. Stuðningsmennirnir fögnuðu þó vel og innilega vorið 1992 þegar Liverpool vann 2-0 sigur á B-deildarliði Sunderland í úrslitum enska bikarsins á gamla Wembley. Bikarinn reyndist síðasti „stóri" bikarinn sem bættist í troðfulla verðlaunaskápana á Anfield í tæpan áratug. Óhætt er að segja að bikarvörnin árið eftir hafi ekki gengið eins og í sögu. Liverpool dróst á móti Bolton í 3. umferð keppninnar. Á þeim tíma léku lærisveinar Bruce Rioch í ensku C-deildinni og reiknuðu fáir með að liðið yrði nokkur fyrirstaða. Leikið var á Burnden Park, gamla heimavelli Bolton, þar sem verslunarmiðstöð stendur í dag. Heimamenn komust tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik og stuðningsmennirnir trúðu, skiljanlega, ekki sínum eigin augum. Liverpool náði þó að bjarga andlitinu í síðari hálfleik og jöfnunarmark Ian Rush tryggði bikarmeisturunum 2-2 jafntefli. Leikið yrði að nýju á Anfield sem hlaut að þýða að draumur Bolton-manna um sæti í 4. umferð væri úr sögunni. Eða hvað? Á Anfield sýndu gestirnir allar sínar bestu hliðar og spiluðu á köflum frábæran fótbolta. Skallamörk frá skosku framherjunum John McGinley og Andy Walker sitthvorumegin við leikhléið urðu til þess að landi þeirra í knattspyrnustjórastól Liverpool upplifði eitt sitt versta kvöld á Anfield. Sérstaklega skal minnst á frammistöðu kantmannsins David Lee sem átti örugglega besta leik ævi sinnar og lék sér endurtekið að varnarmönnum Liverpool. Bolton sló út B-deildarlið Wolves í næstu umferð áður en liðið lá gegn Derby County í 5. umferð. Undirritaður er meðvitaður um að vinni United 2-0 sigur á City á sunnudag muni sparkspekingar ekki missa hökuna í gólfið yfir úrslitunum líkt og 1993. Ár og dagar (1 ár og 17 dagar) eru hins vegar síðan City tapaði síðast á heimavelli og raunar hafa flest lið verið yfirspiluð á Etihad-vellinum síðan þar sem heimamenn virðast skora að vild. Sjálfstraust City er bullandi eftir upprúllun á Liverpool meðan vængbrotnir Englandsmeistararnir virðast þurfa á kraftaverki að halda eftir niðurlægjandi tap gegn Newcastle, þeirra annað í röð. Hvernig sem fer skyldi enginn líta á leikinn sem úrslitaleik í þessari elstu knattspyrnukeppni sögunnar. Það telst nefnilega saga til næsta bæjar takist liðum að verja titil sinn og hefur aðeins þrisvar gerst á síðustu þrjátíu árum. Sigur í leiknum er aðeins fyrsta skrefið af fimm á leiðinni á Wembley. Eitt misstig og ballið er búið.
Enski boltinn Pistillinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira