Siðferðilegt yfirlæti Davíð Þór Jónsson skrifar 8. janúar 2011 06:00 Góðmennska, hjartahlýja og náungakærleikur eru ekki skrásett vörumerki sem kristindómurinn á einkarétt á. Allt þetta einkenndi gott fólk löngu áður en kristindómurinn kom til sögunnar og einkennir enn allt gott fólk, óháð því hvaða trúarbrögð það aðhyllist - ef einhver. Ég trúi því vissulega að sannkristin manneskja hafi þetta til að bera. En ég er jafnsannfærður um að góðir múslimir, góðir hindúar, góðir búddistar og góðir trúleysingjar - allt gott fólk - auðsýni dag hvern góðmennsku, hjartahlýju og náungakærleik. Ég trúi því reyndar að það sé einmitt það sem geri það gott fólk. Þess vegna fer það ósegjanlega í taugarnar á mér þegar prestar og sjálfskipaðir boðberar kristindómsins bera hann á borð innblásnir af siðferðilegu mikilmennskubrjálæði. Þegar talað er niður til annarra, hæðst að og gert lítið úr öðrum trúarbrögðum eða lífsskoðunum og látið er í veðri vaka að fólk sé siðferðislega á æðra plani en annað fólk fyrir það eitt að vera nafnkristið. Við skulum hafa það hugfast að miskunnsami Samverjinn var ekki kristinn. Samt er hann hin stóra fyrirmynd kristinna manna um rétta breytni. Þetta siðferðilega yfirlæti þeirra, sem hve einarðast álíta sjálfa sig sannkristna, fer í taugarnar af mér af þremur meginástæðum. Í fyrsta lagi felst, að mínu mati, þversögn í slíkri afstöðu. Með því einu að benda á annan og segja „Ég er á siðferðilega hærra plani en þú" er viðkomandi búinn að setja sjálfan sig skör neðar en þann sem bent er á á hinu siðferðilega plani. Í öðru lagi er slík framkoma einfaldlega ekki kristileg. Hún einkennist ekki af þeirri auðmýkt og hógværð sem einkenna ætti framgöngu kristinna manna. Ég vona svo sannarlega að það geri okkur betri að vera kristið fólk. En um leið og við erum farin að telja okkur trú um að það geri okkur ekki bara betri, heldur betri en annað fólk, þá erum við búin að taka okkur stöðu faríseans í musterinu sem bað: „Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglátir, hórkarlar eða þá eins og þessi tollheimtumaður." Í þriðja lagi tel ég slíka framkomu fæla fólk í burtu. Ef við viljum að trúin bjóði ekki bara vænisýki og gremju heldur frið og sátt við Guð og menn, þá verður framganga okkar að einkennast af því. Göngum því fram í hógværð og auðmýkt. Eflum friðinn og réttum fram sáttahönd, ekki steyttan hnefa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Góðmennska, hjartahlýja og náungakærleikur eru ekki skrásett vörumerki sem kristindómurinn á einkarétt á. Allt þetta einkenndi gott fólk löngu áður en kristindómurinn kom til sögunnar og einkennir enn allt gott fólk, óháð því hvaða trúarbrögð það aðhyllist - ef einhver. Ég trúi því vissulega að sannkristin manneskja hafi þetta til að bera. En ég er jafnsannfærður um að góðir múslimir, góðir hindúar, góðir búddistar og góðir trúleysingjar - allt gott fólk - auðsýni dag hvern góðmennsku, hjartahlýju og náungakærleik. Ég trúi því reyndar að það sé einmitt það sem geri það gott fólk. Þess vegna fer það ósegjanlega í taugarnar á mér þegar prestar og sjálfskipaðir boðberar kristindómsins bera hann á borð innblásnir af siðferðilegu mikilmennskubrjálæði. Þegar talað er niður til annarra, hæðst að og gert lítið úr öðrum trúarbrögðum eða lífsskoðunum og látið er í veðri vaka að fólk sé siðferðislega á æðra plani en annað fólk fyrir það eitt að vera nafnkristið. Við skulum hafa það hugfast að miskunnsami Samverjinn var ekki kristinn. Samt er hann hin stóra fyrirmynd kristinna manna um rétta breytni. Þetta siðferðilega yfirlæti þeirra, sem hve einarðast álíta sjálfa sig sannkristna, fer í taugarnar af mér af þremur meginástæðum. Í fyrsta lagi felst, að mínu mati, þversögn í slíkri afstöðu. Með því einu að benda á annan og segja „Ég er á siðferðilega hærra plani en þú" er viðkomandi búinn að setja sjálfan sig skör neðar en þann sem bent er á á hinu siðferðilega plani. Í öðru lagi er slík framkoma einfaldlega ekki kristileg. Hún einkennist ekki af þeirri auðmýkt og hógværð sem einkenna ætti framgöngu kristinna manna. Ég vona svo sannarlega að það geri okkur betri að vera kristið fólk. En um leið og við erum farin að telja okkur trú um að það geri okkur ekki bara betri, heldur betri en annað fólk, þá erum við búin að taka okkur stöðu faríseans í musterinu sem bað: „Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglátir, hórkarlar eða þá eins og þessi tollheimtumaður." Í þriðja lagi tel ég slíka framkomu fæla fólk í burtu. Ef við viljum að trúin bjóði ekki bara vænisýki og gremju heldur frið og sátt við Guð og menn, þá verður framganga okkar að einkennast af því. Göngum því fram í hógværð og auðmýkt. Eflum friðinn og réttum fram sáttahönd, ekki steyttan hnefa.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun