Umfjöllun: Framstelpur eiga enn möguleika þrátt fyrir skelfilega byrjun Stefán Árni Pálsson skrifar 4. febrúar 2011 20:30 Sigurbjörg Jóhannsdóttir brýst í gegnum vörn þýska liðsins í kvöld. Mynd/Daníel HSG Blomberg-Lippe sigraði Fram, 26-24, í fyrri viðureign liðina í Evrópukeppni-bikarhafa í kvöld en leikurinn fór fram í Safamýri. Heimastúlkur byrjuðu leikinn skelfilega og voru á tímabili tíu mörkum undir. Framstúlkur sýndu gríðarlega mikinn karakter í síðari hálfleiknum og náðu hægt og bítandi að komast inn í leikinn. Stella Sigurðardóttir lék frábærlega fyrir Fram en hún skoraði níu mörk. Framarar höfðu aldeilis slegið í gegn í Evrópukeppninni í vetur og voru fyrir leikinn i kvöld ósigraðar. Svissneska liðið Brühl og úkraínska liðið Podatkova voru enginn fyrirstaða fyrir Fram í leið þeirra að 16-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Það væri því frábær árangur ef heimastúlkur ná að slá hið feikna sterka lið Blomberg-Lippe úr leik um helgina, en fyrri leikur liðana var í Safamýrinni í kvöld og sá síðari fer einnig fram á heimavelli Framara og er á morgun kl 16:00. Íris Björk Símonardóttir byrjaði í markinu hjá Fram en hún mældist með 40 stiga hita rétt fyrir leik og gekk greinilega ekki alveg heil til skógar. Gestirnir frá Þýskalandi hófu leikinn af miklum krafti og komust strax í 6-0 eftir aðeins fimm mínútna leik. Framliðið var greinilega ekki mætt til leiks og rétt eins og Guðríður Guðjónsdóttir, aðstoðarþjálfari liðsins, sagði við stelpurnar í leikhléi snemma leiks að Framarar væru að bera allt of mikla virðingu fyrir andstæðingnum. Fyrsta mark Framara kom eftir níu mínútna leik þegar þær minnkuðu muninn í 8-1. Blomberg-Lippe náði stuttu síðar tíu marka forskoti þegar þær komust í 12-2. Um það leyti breytti Einar Jónsson, þjálfari Fram um varnarafbrigði og skipti yfir í 3-2-1 vörn. Við það virtist lifna við Framliðinu og hægt og rólega komust þær meira í takt við leikinn. Staðan var samt sem áður 18-12 í hálfleik fyrir gestina og margt þurfti að breytast til að heimastúlkur kæmust inn í leikinn. Fram byrjaði síðari hálfleikinn rétt eins og þær enduðu þann fyrri og minnkuðu muninn strax niður í fjögur mörk. Allt í einu var leikurinn galopin og allt gat gerst. Þegar korter var eftir af leiknum var munurinn aðeins tvö mörk. Stella Sigurðardóttir dró vagninn fyrir heimastúlkur og lék hreint út sagt stórkostlega. Íris Björk Símonardóttir hrökk í gang og byrjaði að verja vel í markinu. Lið Blomberg-Lippe var á köflum í miklum vandræðum með framliggjandi vörn Framara og gerðu mikið af tæknimistökum í síðari hálfleiknum. Leiknum lauk samt sem áður með tveggja marka sigri Blomberg-Lippe sem verður að teljast fín úrslit fyrir seinni leikinn sem fram fer á morgun. Framliðið er til alls líklegt ef þær spila eins og síðustu 45 mínútur leiksins í kvöld.Blomberg-Lippe-Fram 26-24 (18-12)Mörk Blomberg-Lippe (skot): ,Sabrina Richter 9/2 (9/2), ,Franziska Muller 4 (4), Nadine Krause 4 (5), Katja Langkeit 4 (8), Caroline Thomas 3 (5), Michaela Seiffert 2 (9), Xenia Smits 0 (3), Kim Berndt 0 (1)Varin skot: Natalie Hagel 17 (23/4 43%), Isabell Roch 0 (0/1)Hraðaupphlaup: 4 (Sabrina Richter 2, Franziska Muller, Nadine Krause)Fiskuð víti: 2 (Michaela Seiffert, Katja Langkeit)Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Fram (Skot): Stella Sigurðardóttir 9/2 (15/2), Pavla Nevarilova 3 (4), Karen Knútsdóttir 3/1 (6/2), Ásta Birna Gunnarsdóttir 3 (4), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2/2 (5/3), Marthe Sördal 2 (4), Hildur Þorgeirsdóttir 1 (7), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (2) , Birna Berg Haraldsdóttir 0 (3) .Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 12 (23/2, 35%), Elísabeth Arnarsdóttir 1 (3, 25%)Hraðaupphlaupsmörk: 5 ( Marthe Sördal 2, Ásta Birna, Karen Knútsdóttir, Stella Sigurðardóttir)Fiskuð víti: 7 (Stella Sigurðardóttir 3, Pavla 3 og Karen Knútsdóttir)Brottvísanir: 6 mínútur Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Fleiri fréttir „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Sjá meira
HSG Blomberg-Lippe sigraði Fram, 26-24, í fyrri viðureign liðina í Evrópukeppni-bikarhafa í kvöld en leikurinn fór fram í Safamýri. Heimastúlkur byrjuðu leikinn skelfilega og voru á tímabili tíu mörkum undir. Framstúlkur sýndu gríðarlega mikinn karakter í síðari hálfleiknum og náðu hægt og bítandi að komast inn í leikinn. Stella Sigurðardóttir lék frábærlega fyrir Fram en hún skoraði níu mörk. Framarar höfðu aldeilis slegið í gegn í Evrópukeppninni í vetur og voru fyrir leikinn i kvöld ósigraðar. Svissneska liðið Brühl og úkraínska liðið Podatkova voru enginn fyrirstaða fyrir Fram í leið þeirra að 16-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Það væri því frábær árangur ef heimastúlkur ná að slá hið feikna sterka lið Blomberg-Lippe úr leik um helgina, en fyrri leikur liðana var í Safamýrinni í kvöld og sá síðari fer einnig fram á heimavelli Framara og er á morgun kl 16:00. Íris Björk Símonardóttir byrjaði í markinu hjá Fram en hún mældist með 40 stiga hita rétt fyrir leik og gekk greinilega ekki alveg heil til skógar. Gestirnir frá Þýskalandi hófu leikinn af miklum krafti og komust strax í 6-0 eftir aðeins fimm mínútna leik. Framliðið var greinilega ekki mætt til leiks og rétt eins og Guðríður Guðjónsdóttir, aðstoðarþjálfari liðsins, sagði við stelpurnar í leikhléi snemma leiks að Framarar væru að bera allt of mikla virðingu fyrir andstæðingnum. Fyrsta mark Framara kom eftir níu mínútna leik þegar þær minnkuðu muninn í 8-1. Blomberg-Lippe náði stuttu síðar tíu marka forskoti þegar þær komust í 12-2. Um það leyti breytti Einar Jónsson, þjálfari Fram um varnarafbrigði og skipti yfir í 3-2-1 vörn. Við það virtist lifna við Framliðinu og hægt og rólega komust þær meira í takt við leikinn. Staðan var samt sem áður 18-12 í hálfleik fyrir gestina og margt þurfti að breytast til að heimastúlkur kæmust inn í leikinn. Fram byrjaði síðari hálfleikinn rétt eins og þær enduðu þann fyrri og minnkuðu muninn strax niður í fjögur mörk. Allt í einu var leikurinn galopin og allt gat gerst. Þegar korter var eftir af leiknum var munurinn aðeins tvö mörk. Stella Sigurðardóttir dró vagninn fyrir heimastúlkur og lék hreint út sagt stórkostlega. Íris Björk Símonardóttir hrökk í gang og byrjaði að verja vel í markinu. Lið Blomberg-Lippe var á köflum í miklum vandræðum með framliggjandi vörn Framara og gerðu mikið af tæknimistökum í síðari hálfleiknum. Leiknum lauk samt sem áður með tveggja marka sigri Blomberg-Lippe sem verður að teljast fín úrslit fyrir seinni leikinn sem fram fer á morgun. Framliðið er til alls líklegt ef þær spila eins og síðustu 45 mínútur leiksins í kvöld.Blomberg-Lippe-Fram 26-24 (18-12)Mörk Blomberg-Lippe (skot): ,Sabrina Richter 9/2 (9/2), ,Franziska Muller 4 (4), Nadine Krause 4 (5), Katja Langkeit 4 (8), Caroline Thomas 3 (5), Michaela Seiffert 2 (9), Xenia Smits 0 (3), Kim Berndt 0 (1)Varin skot: Natalie Hagel 17 (23/4 43%), Isabell Roch 0 (0/1)Hraðaupphlaup: 4 (Sabrina Richter 2, Franziska Muller, Nadine Krause)Fiskuð víti: 2 (Michaela Seiffert, Katja Langkeit)Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Fram (Skot): Stella Sigurðardóttir 9/2 (15/2), Pavla Nevarilova 3 (4), Karen Knútsdóttir 3/1 (6/2), Ásta Birna Gunnarsdóttir 3 (4), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2/2 (5/3), Marthe Sördal 2 (4), Hildur Þorgeirsdóttir 1 (7), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (2) , Birna Berg Haraldsdóttir 0 (3) .Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 12 (23/2, 35%), Elísabeth Arnarsdóttir 1 (3, 25%)Hraðaupphlaupsmörk: 5 ( Marthe Sördal 2, Ásta Birna, Karen Knútsdóttir, Stella Sigurðardóttir)Fiskuð víti: 7 (Stella Sigurðardóttir 3, Pavla 3 og Karen Knútsdóttir)Brottvísanir: 6 mínútur
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Fleiri fréttir „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Sjá meira