Hver er þinnar gæfu smiður? Jóhann Ág. Sigurðsson skrifar 11. janúar 2011 09:13 Málshátturinn „Hver er sinnar gæfu smiður" er barn síns tíma. Hann nær of skammt miðað við núverandi þekkingu á helstu ákvörðunarþáttum heilbrigðis. Nær hefði verið að breyta þessum málshætti í spurningu svo sem „Hver er þinnar gæfu smiður? Viðfangsefnið verður þá sem fyrr að skoða ábyrgð og þátt einstaklingsins í því að móta lífshlaup sitt, en jafnframt að spyrja þeirrar spurningar hvaða þættir það séu í umhverfi og samskiptum sem ráði miklu um heilsufar viðkomandi einstaklings. Augljós dæmi um áhrif umhverfis á heilsufar eru til dæmis stríðsástand, fátækt og menntunarskortur. Þessi vandamál virðast okkur fjarlæg, en við glímum engu að síður við skyld mál sem tengjast einnig pólitískum, menningarlegum og félagslegum aðstæðum. Hér má nefna atvinnuleysi, gjaldþrot, óöryggi á vinnustað eða niðurbrjótandi samskipti svo eitthvað sé nefnt, en allir þessir þættir geta haft veruleg áhrif á heilsu fólks til skemmri eða lengri tíma. En listinn er mun lengri og skýringar á orsökum sjúkdóma eru sjaldnast einfaldar. Rætur heilsufarstengdra vandamála geta til dæmis jöfnum höndum verið ein krabbameinsfruma eða glæfralegar ákvarðanir teknar í Landsbankanum. Svo óheppilega vill til að orðið „lífsstílssjúkdómar" hefur fest sig við marga sjúkdómaflokka svo sem hjartasjúkdóma, offitu barna og fullorðinna, fíkn ýmiss konar, sykursýki, þunglyndi, beinþynningu, o.fl. Hugtakið "lífsstílssjúkdómar gefur til kynna að aðal ábyrgð á sjúkdómnum sé vegna lífsstíls einstaklingsins sjálfs og þá nær eingöngu á hans ábyrgð. Þetta er slæmt þar eð skýringar á sjúkdómum eru yfirleitt flóknari en svo. Nafngiftin ýtir einnig undir þá skoðun að sjúkdómur eða ástand „detti af himnum ofan" eða mótist eingöngu innan frá í einstaklingnum sjálfum óháð ytri aðstæðum og samskiptum hans við aðra. Til þess að auka skilning á orsakatengslum væri því nær að tala um lífsstíls- og örlagaástand þegar við fjöllum um þessi vandamál. Heildræn heilsugæsla og heilsuvernd Enda þótt lífsstíls- og örlagaástand mótist fyrst og fremst menningarlegum, félagslegum og pólitískum straumum, getur heilbrigðisstarfsfólk tekið virkan þátt í forvörnum á þessu sviði. Heilsugæslan er þar í kjöraðstöðu einkum vegna möguleika á heildrænni nálgun. Heildræn nálgun byggir fyrst og fremst á þeirri vísindalegu þekkingu að fjölbreytilegar birtingarmyndir sjúkdóma og áhættuþátta megi að nokkru leyti rekja til lífshlaups einstaklingsins í samhengi við umhverfi hans. Saga hvers og eins skiptir því miklu máli við úrlausnir vandamála. Umhverfisáhrif og samskipti fólks móta þroska heilans allt frá getnaði og jafnvel fyrr. Alvarleg áföll raska heilaþroska, sérstaklega hjá börnum sem getur meðal annars leitt til þess að þau eigi erfiðara með að setja mörk. Slík röskun getur síðan leitt til áhættuhegðunar, sem aftur leiðir til fleiri slysa og sjúkdóma, þar á meðal fyrrnefndra "lífsstílssjúkdóma". Áföll í æsku, svo sem misnotkun, einelti eða stormasamt heimili vegna óreglu geta jöfnum höndum stuðlað að ADHD heilkennum, þunglyndi, fíkn, aukinni tíðni hjarta- og æðasjúkdóma, bronkítis astma og langvinnri lungnateppu svo eitthvað sé nefnt. Sterkt samband er á milli lystarstols (anorexia) og kynferðislegrar misnotkunar. Offita barna og unglinga getur einnig tengst ýmsum áföllum, feitum foreldrum, félagslegri einangrun eða fjölskylduvandmálum. Eitt er víst í þessu samhengi. Ábyrgðin á "lífsstíl" er ekki alltaf eða eingöngu einstaklingsins. Örlögin eru oftar en ekki ráðin af öðrum. Sértækar forvarnir, sem beinast eingöngu að einstökum einangruðum þáttum svo sem bættu mataræði, aukinni hreyfingu, reykingavörnum, eftirliti með blóðþrýstingi o.s.frv. geta verið góðar og gildar, en duga oft skammt. Til viðbótar við slíka smættar(reductionistic) nálgun getur heilsugæslan boðið upp á heildræna nálgun vandamála þar sem saga einstaklingsins verður í öndvegi varðandi nálgun vandans og úrræði. Fyrrnefnd vandamál eru jafnframt yfirleitt langvarandi. Forvarnirnar af þessu tagi krefjast því mikils tíma, eftirfylgni og aðhalds þeirra sem þeim sinna. Í stað þess að vera með göngudeildir fyrir sérstæka sjúkdóma svo sem sykursýkismóttökur getur heilsugæslan lagt meiri áherslu á forvarna- og meðferðarúrræði í þverfaglegum teymum eða meðferðareiningum sem nefna mætti „Gæfusmiðjur" þar sem tekið væri heildrænt á slíkum vandamálum. Til þess að ná þessu marki þarf mikla læknisfræðilega þekkingu og samspil margra fagstétta sem eru með klíníska reynslu í heilsugæslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Málshátturinn „Hver er sinnar gæfu smiður" er barn síns tíma. Hann nær of skammt miðað við núverandi þekkingu á helstu ákvörðunarþáttum heilbrigðis. Nær hefði verið að breyta þessum málshætti í spurningu svo sem „Hver er þinnar gæfu smiður? Viðfangsefnið verður þá sem fyrr að skoða ábyrgð og þátt einstaklingsins í því að móta lífshlaup sitt, en jafnframt að spyrja þeirrar spurningar hvaða þættir það séu í umhverfi og samskiptum sem ráði miklu um heilsufar viðkomandi einstaklings. Augljós dæmi um áhrif umhverfis á heilsufar eru til dæmis stríðsástand, fátækt og menntunarskortur. Þessi vandamál virðast okkur fjarlæg, en við glímum engu að síður við skyld mál sem tengjast einnig pólitískum, menningarlegum og félagslegum aðstæðum. Hér má nefna atvinnuleysi, gjaldþrot, óöryggi á vinnustað eða niðurbrjótandi samskipti svo eitthvað sé nefnt, en allir þessir þættir geta haft veruleg áhrif á heilsu fólks til skemmri eða lengri tíma. En listinn er mun lengri og skýringar á orsökum sjúkdóma eru sjaldnast einfaldar. Rætur heilsufarstengdra vandamála geta til dæmis jöfnum höndum verið ein krabbameinsfruma eða glæfralegar ákvarðanir teknar í Landsbankanum. Svo óheppilega vill til að orðið „lífsstílssjúkdómar" hefur fest sig við marga sjúkdómaflokka svo sem hjartasjúkdóma, offitu barna og fullorðinna, fíkn ýmiss konar, sykursýki, þunglyndi, beinþynningu, o.fl. Hugtakið "lífsstílssjúkdómar gefur til kynna að aðal ábyrgð á sjúkdómnum sé vegna lífsstíls einstaklingsins sjálfs og þá nær eingöngu á hans ábyrgð. Þetta er slæmt þar eð skýringar á sjúkdómum eru yfirleitt flóknari en svo. Nafngiftin ýtir einnig undir þá skoðun að sjúkdómur eða ástand „detti af himnum ofan" eða mótist eingöngu innan frá í einstaklingnum sjálfum óháð ytri aðstæðum og samskiptum hans við aðra. Til þess að auka skilning á orsakatengslum væri því nær að tala um lífsstíls- og örlagaástand þegar við fjöllum um þessi vandamál. Heildræn heilsugæsla og heilsuvernd Enda þótt lífsstíls- og örlagaástand mótist fyrst og fremst menningarlegum, félagslegum og pólitískum straumum, getur heilbrigðisstarfsfólk tekið virkan þátt í forvörnum á þessu sviði. Heilsugæslan er þar í kjöraðstöðu einkum vegna möguleika á heildrænni nálgun. Heildræn nálgun byggir fyrst og fremst á þeirri vísindalegu þekkingu að fjölbreytilegar birtingarmyndir sjúkdóma og áhættuþátta megi að nokkru leyti rekja til lífshlaups einstaklingsins í samhengi við umhverfi hans. Saga hvers og eins skiptir því miklu máli við úrlausnir vandamála. Umhverfisáhrif og samskipti fólks móta þroska heilans allt frá getnaði og jafnvel fyrr. Alvarleg áföll raska heilaþroska, sérstaklega hjá börnum sem getur meðal annars leitt til þess að þau eigi erfiðara með að setja mörk. Slík röskun getur síðan leitt til áhættuhegðunar, sem aftur leiðir til fleiri slysa og sjúkdóma, þar á meðal fyrrnefndra "lífsstílssjúkdóma". Áföll í æsku, svo sem misnotkun, einelti eða stormasamt heimili vegna óreglu geta jöfnum höndum stuðlað að ADHD heilkennum, þunglyndi, fíkn, aukinni tíðni hjarta- og æðasjúkdóma, bronkítis astma og langvinnri lungnateppu svo eitthvað sé nefnt. Sterkt samband er á milli lystarstols (anorexia) og kynferðislegrar misnotkunar. Offita barna og unglinga getur einnig tengst ýmsum áföllum, feitum foreldrum, félagslegri einangrun eða fjölskylduvandmálum. Eitt er víst í þessu samhengi. Ábyrgðin á "lífsstíl" er ekki alltaf eða eingöngu einstaklingsins. Örlögin eru oftar en ekki ráðin af öðrum. Sértækar forvarnir, sem beinast eingöngu að einstökum einangruðum þáttum svo sem bættu mataræði, aukinni hreyfingu, reykingavörnum, eftirliti með blóðþrýstingi o.s.frv. geta verið góðar og gildar, en duga oft skammt. Til viðbótar við slíka smættar(reductionistic) nálgun getur heilsugæslan boðið upp á heildræna nálgun vandamála þar sem saga einstaklingsins verður í öndvegi varðandi nálgun vandans og úrræði. Fyrrnefnd vandamál eru jafnframt yfirleitt langvarandi. Forvarnirnar af þessu tagi krefjast því mikils tíma, eftirfylgni og aðhalds þeirra sem þeim sinna. Í stað þess að vera með göngudeildir fyrir sérstæka sjúkdóma svo sem sykursýkismóttökur getur heilsugæslan lagt meiri áherslu á forvarna- og meðferðarúrræði í þverfaglegum teymum eða meðferðareiningum sem nefna mætti „Gæfusmiðjur" þar sem tekið væri heildrænt á slíkum vandamálum. Til þess að ná þessu marki þarf mikla læknisfræðilega þekkingu og samspil margra fagstétta sem eru með klíníska reynslu í heilsugæslu.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun