Lágstemmt gæðapopp Trausti Júlíusson skrifar 28. janúar 2011 06:00 Let Me Be There - Ellen Kristjánsdóttir Tónlist Let Me Be There Ellen Kristjánsdóttir Þessi plata sem þau Ellen Kristjánsdóttir og Pétur Hallgrímsson tóku upp á tímabilinu september til nóvember í fyrra tafðist eitthvað á leiðinni til landsins og kom þess vegna ekki í verslanir fyrr en nokkrum dögum fyrir jól. Það hefði eflaust komið sér fyrir söluna að fá hana á markað aðeins fyrr, en að öðru leyti skiptir það engu. Tónlistin hér er algerlega sígild og á eftir að standa fyllilega fyrir sínu eftir tvö ár eða tuttugu. Það eru tíu lög á Let Me Be There. Þau eru flest eftir Pétur, en eitt er eftir Ellen og þrjú eru samin af þeim saman. Tónlistin er lágstemmt gæðapopp. Gítararnir sem Pétur spilar á eru áberandi, bassi og trommur lulla undir og svo er munnharpa á stöku stað og orgel í einu lagi. Dætur Ellenar syngja bakraddir auk Péturs. Það er ekkert verið að ofhlaða lögin með hljóðfærum. Þetta er að stærstum hluta róleg tónlist, svolítið kántrískotin og minnir á sveitir eins og Cowboy Junkies og hljómsveit Noruh Jones og Lee Alexander, Little Willies. Aðdáendur Klassart ættu líka að leggja við hlustir. Söngur Ellenar nýtur sín vel hér, enda fer það henni ákaflega vel að syngja svona ljúfa og lágstemmda tónlist. Let Me Be There er tekin upp í Hljóðrita af Guðmundi Kristni Jónssyni sem tryggir fyrsta flokks hljóm. Síðasta plata Ellenar, Draumey, sem hún gerði með Pétri Ben var stórfín. Þessi gefur henni ekkert eftir. Niðurstaða: Róleg og kántrískotin poppplata fyrir aðdáendur Ellenar, Noruh Jones og Klassart. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Let Me Be There Ellen Kristjánsdóttir Þessi plata sem þau Ellen Kristjánsdóttir og Pétur Hallgrímsson tóku upp á tímabilinu september til nóvember í fyrra tafðist eitthvað á leiðinni til landsins og kom þess vegna ekki í verslanir fyrr en nokkrum dögum fyrir jól. Það hefði eflaust komið sér fyrir söluna að fá hana á markað aðeins fyrr, en að öðru leyti skiptir það engu. Tónlistin hér er algerlega sígild og á eftir að standa fyllilega fyrir sínu eftir tvö ár eða tuttugu. Það eru tíu lög á Let Me Be There. Þau eru flest eftir Pétur, en eitt er eftir Ellen og þrjú eru samin af þeim saman. Tónlistin er lágstemmt gæðapopp. Gítararnir sem Pétur spilar á eru áberandi, bassi og trommur lulla undir og svo er munnharpa á stöku stað og orgel í einu lagi. Dætur Ellenar syngja bakraddir auk Péturs. Það er ekkert verið að ofhlaða lögin með hljóðfærum. Þetta er að stærstum hluta róleg tónlist, svolítið kántrískotin og minnir á sveitir eins og Cowboy Junkies og hljómsveit Noruh Jones og Lee Alexander, Little Willies. Aðdáendur Klassart ættu líka að leggja við hlustir. Söngur Ellenar nýtur sín vel hér, enda fer það henni ákaflega vel að syngja svona ljúfa og lágstemmda tónlist. Let Me Be There er tekin upp í Hljóðrita af Guðmundi Kristni Jónssyni sem tryggir fyrsta flokks hljóm. Síðasta plata Ellenar, Draumey, sem hún gerði með Pétri Ben var stórfín. Þessi gefur henni ekkert eftir. Niðurstaða: Róleg og kántrískotin poppplata fyrir aðdáendur Ellenar, Noruh Jones og Klassart.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira