Hvað kostar leigubíll? 29. desember 2011 06:00 Fram undan er skemmtilegur tími, áramótin. Tækifæri til að hitta vini og fjölskyldu og fagna saman. Það er ekki óalgengt að fagna nýju ári með því að skála. Margir láta það ekki nægja heldur fá sér í glas í góðra vina hópi, sem ekkert athugavert er við. Þegar gleðinni lýkur getur verið snúið að komast heim ef enginn í hópnum er edrú. Bið eftir leigubíl getur tekið á. Svo er stórhátíðarálag og mun dýrara að taka leigubíl á nýársnótt, þannig að freistingin að nota bílinn sem stendur við útidyrnar getur orðið nokkuð mikil. En kostnaðurinn við einn leigubíl er smámunir í samanburði við það sem getur gerst ef við veljum að aka drukkin. Minnsti kostnaðurinn er ef við erum svo heppin að lögreglan stöðvar okkur, þá er það bara 70-160 þúsund auk þess að missa prófið í allt að tvö ár miðað við fyrsta brot og að ekkert annað brot hafi verið framið. Ef tjón verður er bíllinn ótryggður og það lendir á okkur. Margir hafa tapað öllu vegna þess. En það er ekki stærsta refsingin því sá sem verður valdur að slysi eða bana annarrar manneskju getur aldrei fyrirgefið sér að hafa valið bílinn í stað þess að taka leigubíl. Þegar við fáum okkur í glas deyfum við dómgreindina smátt og smátt og þegar að heimferð kemur er ekki víst að hún sé til staðar til að stoppa okkur. Fyrir bragðið teljum við ekkert mál að aka ölvuð, þó svo við við myndum aldrei láta okkur detta það í hug edrú. Ráðið við þessu er bara að skilja bílinn eftir heima eða afhenda öðrum, sem ætlar ekki að drekka, bíllykilinn. Látum ekki ölvunarakstur eyðileggja fyrir okkur áramótin. Er ekki upplagt að eitt af áramótaheitunum sé að aka aldrei undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna? Slíkt heit er fjárfesting til framtíðar. Gleðilega hátíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Fram undan er skemmtilegur tími, áramótin. Tækifæri til að hitta vini og fjölskyldu og fagna saman. Það er ekki óalgengt að fagna nýju ári með því að skála. Margir láta það ekki nægja heldur fá sér í glas í góðra vina hópi, sem ekkert athugavert er við. Þegar gleðinni lýkur getur verið snúið að komast heim ef enginn í hópnum er edrú. Bið eftir leigubíl getur tekið á. Svo er stórhátíðarálag og mun dýrara að taka leigubíl á nýársnótt, þannig að freistingin að nota bílinn sem stendur við útidyrnar getur orðið nokkuð mikil. En kostnaðurinn við einn leigubíl er smámunir í samanburði við það sem getur gerst ef við veljum að aka drukkin. Minnsti kostnaðurinn er ef við erum svo heppin að lögreglan stöðvar okkur, þá er það bara 70-160 þúsund auk þess að missa prófið í allt að tvö ár miðað við fyrsta brot og að ekkert annað brot hafi verið framið. Ef tjón verður er bíllinn ótryggður og það lendir á okkur. Margir hafa tapað öllu vegna þess. En það er ekki stærsta refsingin því sá sem verður valdur að slysi eða bana annarrar manneskju getur aldrei fyrirgefið sér að hafa valið bílinn í stað þess að taka leigubíl. Þegar við fáum okkur í glas deyfum við dómgreindina smátt og smátt og þegar að heimferð kemur er ekki víst að hún sé til staðar til að stoppa okkur. Fyrir bragðið teljum við ekkert mál að aka ölvuð, þó svo við við myndum aldrei láta okkur detta það í hug edrú. Ráðið við þessu er bara að skilja bílinn eftir heima eða afhenda öðrum, sem ætlar ekki að drekka, bíllykilinn. Látum ekki ölvunarakstur eyðileggja fyrir okkur áramótin. Er ekki upplagt að eitt af áramótaheitunum sé að aka aldrei undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna? Slíkt heit er fjárfesting til framtíðar. Gleðilega hátíð.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar