Hvað kostar leigubíll? 29. desember 2011 06:00 Fram undan er skemmtilegur tími, áramótin. Tækifæri til að hitta vini og fjölskyldu og fagna saman. Það er ekki óalgengt að fagna nýju ári með því að skála. Margir láta það ekki nægja heldur fá sér í glas í góðra vina hópi, sem ekkert athugavert er við. Þegar gleðinni lýkur getur verið snúið að komast heim ef enginn í hópnum er edrú. Bið eftir leigubíl getur tekið á. Svo er stórhátíðarálag og mun dýrara að taka leigubíl á nýársnótt, þannig að freistingin að nota bílinn sem stendur við útidyrnar getur orðið nokkuð mikil. En kostnaðurinn við einn leigubíl er smámunir í samanburði við það sem getur gerst ef við veljum að aka drukkin. Minnsti kostnaðurinn er ef við erum svo heppin að lögreglan stöðvar okkur, þá er það bara 70-160 þúsund auk þess að missa prófið í allt að tvö ár miðað við fyrsta brot og að ekkert annað brot hafi verið framið. Ef tjón verður er bíllinn ótryggður og það lendir á okkur. Margir hafa tapað öllu vegna þess. En það er ekki stærsta refsingin því sá sem verður valdur að slysi eða bana annarrar manneskju getur aldrei fyrirgefið sér að hafa valið bílinn í stað þess að taka leigubíl. Þegar við fáum okkur í glas deyfum við dómgreindina smátt og smátt og þegar að heimferð kemur er ekki víst að hún sé til staðar til að stoppa okkur. Fyrir bragðið teljum við ekkert mál að aka ölvuð, þó svo við við myndum aldrei láta okkur detta það í hug edrú. Ráðið við þessu er bara að skilja bílinn eftir heima eða afhenda öðrum, sem ætlar ekki að drekka, bíllykilinn. Látum ekki ölvunarakstur eyðileggja fyrir okkur áramótin. Er ekki upplagt að eitt af áramótaheitunum sé að aka aldrei undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna? Slíkt heit er fjárfesting til framtíðar. Gleðilega hátíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Fram undan er skemmtilegur tími, áramótin. Tækifæri til að hitta vini og fjölskyldu og fagna saman. Það er ekki óalgengt að fagna nýju ári með því að skála. Margir láta það ekki nægja heldur fá sér í glas í góðra vina hópi, sem ekkert athugavert er við. Þegar gleðinni lýkur getur verið snúið að komast heim ef enginn í hópnum er edrú. Bið eftir leigubíl getur tekið á. Svo er stórhátíðarálag og mun dýrara að taka leigubíl á nýársnótt, þannig að freistingin að nota bílinn sem stendur við útidyrnar getur orðið nokkuð mikil. En kostnaðurinn við einn leigubíl er smámunir í samanburði við það sem getur gerst ef við veljum að aka drukkin. Minnsti kostnaðurinn er ef við erum svo heppin að lögreglan stöðvar okkur, þá er það bara 70-160 þúsund auk þess að missa prófið í allt að tvö ár miðað við fyrsta brot og að ekkert annað brot hafi verið framið. Ef tjón verður er bíllinn ótryggður og það lendir á okkur. Margir hafa tapað öllu vegna þess. En það er ekki stærsta refsingin því sá sem verður valdur að slysi eða bana annarrar manneskju getur aldrei fyrirgefið sér að hafa valið bílinn í stað þess að taka leigubíl. Þegar við fáum okkur í glas deyfum við dómgreindina smátt og smátt og þegar að heimferð kemur er ekki víst að hún sé til staðar til að stoppa okkur. Fyrir bragðið teljum við ekkert mál að aka ölvuð, þó svo við við myndum aldrei láta okkur detta það í hug edrú. Ráðið við þessu er bara að skilja bílinn eftir heima eða afhenda öðrum, sem ætlar ekki að drekka, bíllykilinn. Látum ekki ölvunarakstur eyðileggja fyrir okkur áramótin. Er ekki upplagt að eitt af áramótaheitunum sé að aka aldrei undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna? Slíkt heit er fjárfesting til framtíðar. Gleðilega hátíð.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar