Ekki taka sénsinn – hávaði frá flugeldum 29. desember 2011 06:00 Hvellur frá flugeldum og öðrum sprengjum framkallar sterkt hljóð sem leitt getur til heyrnarskerðingar og eyrnasuðs. Styrkur hljóðsins í eyranu fer eftir því hversu nálægt eyranu hljóðið er. Ein sprenging nálægt eyra getur valdið varanlegum skaða. Margir upplifa minnkaða heyrn sem doða í kringum eyrað, eða eins og bómull sé í eyranu, ásamt eyrnasuði. Sem betur fer ganga einkennin oftast til baka en því miður ekki alltaf. Heyrnarhlífar eiga allir að nota sem sprengja flugelda. Með réttri notkun heyrnarhlífa minnka líkur á hávaðaheyrnartapi. Algengustu heyrnarhlífarnar eru frauðtappar sem rúllað er upp og látnir eru í hlustina. Til að koma tappanum rétt fyrir þarf að opna eyrað vel, tappanum er rúllað en ekki kreistur saman og komið fyrir í hlust samanrúlluðum. Þegar tappinn hefur byrjað að þenjast út á hvorki að þrýsta á hann eða snúa honum. Þessir tappar dempa hljóðið mismikið m.a. eftir því hvernig þeir sitja í hlustinni. Heyrnarhlífar sem settar eru yfir eyrun eru til af mörgum gerðum. Mikilvægt er að þær sitji rétt og sé ekki lyft þegar verið er að sprengja í umhverfinu. Heyrnarhlífar má til dæmis nálgast í verslunum sem selja öryggisvörur, í apótekum og jafnvel hjá flugeldasölum. Stöðugt hljóðáreiti í umhverfinu hefur áhrif á líf okkar. Sumir eru langdvölum í hávaða, aðrir lítið, og nánast allir verða af og til fyrir skyndilegum hávaða eins og þegar flugeldar eru sprengdir. Margir huga ekki að því að vernda heyrnina þegar verið er að sprengja flugelda og aðrar sprengjur í kringum áramót. Alltaf leita einhverjir lækninga í kringum áramót vegna heyrnartaps og jafnvel eyrnasuðs sem komið hefur eftir hvella sprengingu nálægt viðkomandi. Leiða má líkur að því að um 30 einstaklingar hérlendis fái heyrnarskemmd um hver áramót og vænta má að 60% þeirra séu undir 25 ára aldri. Hlutfall kynjanna er þrír karlar á móti einni konu. Það er því mikilvægt að viðhafa varúðarráðstafanir. Eyrað er margslungið, viðkvæmt og mikilvægt líffæri sem við eigum að umgangast með virðingu. Skemmd í einhverjum hluta eyrans getur leitt til heyrnarskerðingar. Næmni innra eyrans fyrir hávaða er mismikil á milli einstaklinga. Í hvert sinn sem einstaklingur er í miklum hávaða skemmast og/eða deyja nokkrar hárfrumur í kuðungi innra eyrans. Þessar frumur endurnýja sig ekki. Eyrnasuð er algeng afleiðing hávaðaskemmdar á innra eyra og er því oft fylgikvilli heyrnarskerðingar af völdum hávaða. Einstaklingur með eyrnasuð er með hljóð í eyranu eða höfðinu sem hann heyrir oftast einn. Hljóðið tekur á sig ýmsar mismunandi myndir á milli einstaklinga, það getur verið samfleytt, pípandi, eins og vélarhávaði, foss o.s.frv. Stundum kemur hljóðið og fer eða er missterkt. Um 15% einstaklinga eru með eyrnasuð, mismikið en suma truflar það mjög, t.d. einbeitingu, svefn og það að geta ekki „hlustað á þögnina" finnst mörgum erfitt. Suð fyrir eyrum og heyrnarskerðing geta dregið úr lífsgæðum. Mörgum reynist erfiðara að lifa með eyrnasuð en heyrnarskerðinguna sjálfa. Verðir þú fyrir skyndilegu heyrnartapi um áramótin er rétt að leita læknis sem fyrst til að staðfesta skaðann, því í vissum tilfellum er hægt að draga úr skaðanum sem orðinn er. Verjið ykkur fyrir hávaða um áramótin til að draga úr líkum á eyrnasuði og heyrnartapi. Eyru barna eru viðkvæmari fyrir hávaða en eyru fullorðinna og því enn mikilvægara að verja þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hvellur frá flugeldum og öðrum sprengjum framkallar sterkt hljóð sem leitt getur til heyrnarskerðingar og eyrnasuðs. Styrkur hljóðsins í eyranu fer eftir því hversu nálægt eyranu hljóðið er. Ein sprenging nálægt eyra getur valdið varanlegum skaða. Margir upplifa minnkaða heyrn sem doða í kringum eyrað, eða eins og bómull sé í eyranu, ásamt eyrnasuði. Sem betur fer ganga einkennin oftast til baka en því miður ekki alltaf. Heyrnarhlífar eiga allir að nota sem sprengja flugelda. Með réttri notkun heyrnarhlífa minnka líkur á hávaðaheyrnartapi. Algengustu heyrnarhlífarnar eru frauðtappar sem rúllað er upp og látnir eru í hlustina. Til að koma tappanum rétt fyrir þarf að opna eyrað vel, tappanum er rúllað en ekki kreistur saman og komið fyrir í hlust samanrúlluðum. Þegar tappinn hefur byrjað að þenjast út á hvorki að þrýsta á hann eða snúa honum. Þessir tappar dempa hljóðið mismikið m.a. eftir því hvernig þeir sitja í hlustinni. Heyrnarhlífar sem settar eru yfir eyrun eru til af mörgum gerðum. Mikilvægt er að þær sitji rétt og sé ekki lyft þegar verið er að sprengja í umhverfinu. Heyrnarhlífar má til dæmis nálgast í verslunum sem selja öryggisvörur, í apótekum og jafnvel hjá flugeldasölum. Stöðugt hljóðáreiti í umhverfinu hefur áhrif á líf okkar. Sumir eru langdvölum í hávaða, aðrir lítið, og nánast allir verða af og til fyrir skyndilegum hávaða eins og þegar flugeldar eru sprengdir. Margir huga ekki að því að vernda heyrnina þegar verið er að sprengja flugelda og aðrar sprengjur í kringum áramót. Alltaf leita einhverjir lækninga í kringum áramót vegna heyrnartaps og jafnvel eyrnasuðs sem komið hefur eftir hvella sprengingu nálægt viðkomandi. Leiða má líkur að því að um 30 einstaklingar hérlendis fái heyrnarskemmd um hver áramót og vænta má að 60% þeirra séu undir 25 ára aldri. Hlutfall kynjanna er þrír karlar á móti einni konu. Það er því mikilvægt að viðhafa varúðarráðstafanir. Eyrað er margslungið, viðkvæmt og mikilvægt líffæri sem við eigum að umgangast með virðingu. Skemmd í einhverjum hluta eyrans getur leitt til heyrnarskerðingar. Næmni innra eyrans fyrir hávaða er mismikil á milli einstaklinga. Í hvert sinn sem einstaklingur er í miklum hávaða skemmast og/eða deyja nokkrar hárfrumur í kuðungi innra eyrans. Þessar frumur endurnýja sig ekki. Eyrnasuð er algeng afleiðing hávaðaskemmdar á innra eyra og er því oft fylgikvilli heyrnarskerðingar af völdum hávaða. Einstaklingur með eyrnasuð er með hljóð í eyranu eða höfðinu sem hann heyrir oftast einn. Hljóðið tekur á sig ýmsar mismunandi myndir á milli einstaklinga, það getur verið samfleytt, pípandi, eins og vélarhávaði, foss o.s.frv. Stundum kemur hljóðið og fer eða er missterkt. Um 15% einstaklinga eru með eyrnasuð, mismikið en suma truflar það mjög, t.d. einbeitingu, svefn og það að geta ekki „hlustað á þögnina" finnst mörgum erfitt. Suð fyrir eyrum og heyrnarskerðing geta dregið úr lífsgæðum. Mörgum reynist erfiðara að lifa með eyrnasuð en heyrnarskerðinguna sjálfa. Verðir þú fyrir skyndilegu heyrnartapi um áramótin er rétt að leita læknis sem fyrst til að staðfesta skaðann, því í vissum tilfellum er hægt að draga úr skaðanum sem orðinn er. Verjið ykkur fyrir hávaða um áramótin til að draga úr líkum á eyrnasuði og heyrnartapi. Eyru barna eru viðkvæmari fyrir hávaða en eyru fullorðinna og því enn mikilvægara að verja þau.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar