Refsilækkunarástæður Leifur Runólfsson skrifar 29. desember 2011 06:00 Í dag eru fjölmiðlar oft á tíðum nokkurs konar gapastokkur nútímans. Fyrr á öldum var ekki óalgengt að sakamenn væru settir í gapastokk. Hinn íslenski gapastokkur samanstóð af hálsjárni sem var fest utan um brotamanninn og keðju er var fest í vegg. Passað var upp á að gapastokkurinn væri á almenningsstöðum til að sem flestir sæju viðkomandi brotamann. Það þótti mikil smán að lenda í gapastokknum og menn áttu erfitt uppdráttar á viðkomandi svæði lengi á eftir. Í Fréttablaðinu hinn 23. desember sl. er grein sem ber yfirskriftina „Engin refsing jafn íþyngjandi og ágangur fjölmiðla". Tilefni fréttagreinarinnar er að verjandi sakbornings, sem er ákærður fyrir innherjasvik er hann var ráðuneytisstjóri, fer fram á refsilækkun í greinargerð sem hann hefur skilað inn til Hæstaréttar. Í umræddri fréttagrein segir að ríkissaksóknari hafni því að sakborningur fái refsilækkun sökum óvæginnar fjölmiðlaumræðu, meðal annars vegna þess að engin fordæmi séu fyrir því í dómum Hæstaréttar að fjölmiðlaumfjöllun sé metin sakborningi til refsilækkunar. Undirritaður vill benda ríkissaksóknara á að þetta er ekki rétt. Í eftirfarandi dómi fékk sakborningur refsilækkun sökum óvæginnar fjölmiðlaumræðu. Hrd. 1980, bls. 89, sem er hið svokallaða Guðmundar- og Geirfinnsmál, er einn ákærðu sakfelldur fyrir kaup á fíkniefnum og ólöglegum innflutningi þeirra. Í dómnum segir m.a. „refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin með hliðsjón af 71. gr. almennra hegningarlaga 4 mánaða fangelsi, en með tilliti til þess óhagræðis, sem ákærði hefur þurft að þola, m.a. vegna frásagna í fjölmiðlum um mál þetta, þar sem nafn hans hefur margoft verið nefnt, þykir mega ákveða að refsingin skuli vera skilorðsbundin og falla niður að 2 árum liðnum...." Svo má geta sérálits Jóns Steinar Gunnlaugssonar í hæstaréttardómi nr. 2/2005 þar sem segir eftirfarandi: „Fallast má á með ákærða að opinber umfjöllun um brot hans, þar sem meðal annars var birt mynd af honum undir nafni, hafi verið einhliða og ósanngjörn og til þess fallin að valda honum þjáningum og skaða á þann hátt, sem hann hefur lýst. Með hliðsjón af c-lið 1. mgr. 113. gr. laga nr. 19/1991 hefði þetta átt að skipta máli, ákærða til hagsbóta..." Að ofansögðu má ljóst vera að óvægin fjölmiðlaumfjöllun getur orðið til þess að sakborningur fái refsilækkun. Fer það fyrst og fremst eftir mati dómsins og stöðu sakbornings í þjóðfélaginu. Opinber persóna fær síður refsilækkun sökum fjölmiðlaumræðu, eða svo má álykta út frá dómi Hæstaréttar í máli nr. 393/2002 þar sem þingmaður var sakfelldur fyrir fjárdrátt. Höfundur þessara greinar skrifaði mastersritgerð sem ber nafnið Ólögmæltar refsilækkunarástæður, leiðbeinandi var Brynjar Níelsson formaður Lögmannafélagsins. Greinarhöfundur starfar í dag sem héraðsdómslögmaður og tekur meðal annars að sér verjendastörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í dag eru fjölmiðlar oft á tíðum nokkurs konar gapastokkur nútímans. Fyrr á öldum var ekki óalgengt að sakamenn væru settir í gapastokk. Hinn íslenski gapastokkur samanstóð af hálsjárni sem var fest utan um brotamanninn og keðju er var fest í vegg. Passað var upp á að gapastokkurinn væri á almenningsstöðum til að sem flestir sæju viðkomandi brotamann. Það þótti mikil smán að lenda í gapastokknum og menn áttu erfitt uppdráttar á viðkomandi svæði lengi á eftir. Í Fréttablaðinu hinn 23. desember sl. er grein sem ber yfirskriftina „Engin refsing jafn íþyngjandi og ágangur fjölmiðla". Tilefni fréttagreinarinnar er að verjandi sakbornings, sem er ákærður fyrir innherjasvik er hann var ráðuneytisstjóri, fer fram á refsilækkun í greinargerð sem hann hefur skilað inn til Hæstaréttar. Í umræddri fréttagrein segir að ríkissaksóknari hafni því að sakborningur fái refsilækkun sökum óvæginnar fjölmiðlaumræðu, meðal annars vegna þess að engin fordæmi séu fyrir því í dómum Hæstaréttar að fjölmiðlaumfjöllun sé metin sakborningi til refsilækkunar. Undirritaður vill benda ríkissaksóknara á að þetta er ekki rétt. Í eftirfarandi dómi fékk sakborningur refsilækkun sökum óvæginnar fjölmiðlaumræðu. Hrd. 1980, bls. 89, sem er hið svokallaða Guðmundar- og Geirfinnsmál, er einn ákærðu sakfelldur fyrir kaup á fíkniefnum og ólöglegum innflutningi þeirra. Í dómnum segir m.a. „refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin með hliðsjón af 71. gr. almennra hegningarlaga 4 mánaða fangelsi, en með tilliti til þess óhagræðis, sem ákærði hefur þurft að þola, m.a. vegna frásagna í fjölmiðlum um mál þetta, þar sem nafn hans hefur margoft verið nefnt, þykir mega ákveða að refsingin skuli vera skilorðsbundin og falla niður að 2 árum liðnum...." Svo má geta sérálits Jóns Steinar Gunnlaugssonar í hæstaréttardómi nr. 2/2005 þar sem segir eftirfarandi: „Fallast má á með ákærða að opinber umfjöllun um brot hans, þar sem meðal annars var birt mynd af honum undir nafni, hafi verið einhliða og ósanngjörn og til þess fallin að valda honum þjáningum og skaða á þann hátt, sem hann hefur lýst. Með hliðsjón af c-lið 1. mgr. 113. gr. laga nr. 19/1991 hefði þetta átt að skipta máli, ákærða til hagsbóta..." Að ofansögðu má ljóst vera að óvægin fjölmiðlaumfjöllun getur orðið til þess að sakborningur fái refsilækkun. Fer það fyrst og fremst eftir mati dómsins og stöðu sakbornings í þjóðfélaginu. Opinber persóna fær síður refsilækkun sökum fjölmiðlaumræðu, eða svo má álykta út frá dómi Hæstaréttar í máli nr. 393/2002 þar sem þingmaður var sakfelldur fyrir fjárdrátt. Höfundur þessara greinar skrifaði mastersritgerð sem ber nafnið Ólögmæltar refsilækkunarástæður, leiðbeinandi var Brynjar Níelsson formaður Lögmannafélagsins. Greinarhöfundur starfar í dag sem héraðsdómslögmaður og tekur meðal annars að sér verjendastörf.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun