Refsilækkunarástæður Leifur Runólfsson skrifar 29. desember 2011 06:00 Í dag eru fjölmiðlar oft á tíðum nokkurs konar gapastokkur nútímans. Fyrr á öldum var ekki óalgengt að sakamenn væru settir í gapastokk. Hinn íslenski gapastokkur samanstóð af hálsjárni sem var fest utan um brotamanninn og keðju er var fest í vegg. Passað var upp á að gapastokkurinn væri á almenningsstöðum til að sem flestir sæju viðkomandi brotamann. Það þótti mikil smán að lenda í gapastokknum og menn áttu erfitt uppdráttar á viðkomandi svæði lengi á eftir. Í Fréttablaðinu hinn 23. desember sl. er grein sem ber yfirskriftina „Engin refsing jafn íþyngjandi og ágangur fjölmiðla". Tilefni fréttagreinarinnar er að verjandi sakbornings, sem er ákærður fyrir innherjasvik er hann var ráðuneytisstjóri, fer fram á refsilækkun í greinargerð sem hann hefur skilað inn til Hæstaréttar. Í umræddri fréttagrein segir að ríkissaksóknari hafni því að sakborningur fái refsilækkun sökum óvæginnar fjölmiðlaumræðu, meðal annars vegna þess að engin fordæmi séu fyrir því í dómum Hæstaréttar að fjölmiðlaumfjöllun sé metin sakborningi til refsilækkunar. Undirritaður vill benda ríkissaksóknara á að þetta er ekki rétt. Í eftirfarandi dómi fékk sakborningur refsilækkun sökum óvæginnar fjölmiðlaumræðu. Hrd. 1980, bls. 89, sem er hið svokallaða Guðmundar- og Geirfinnsmál, er einn ákærðu sakfelldur fyrir kaup á fíkniefnum og ólöglegum innflutningi þeirra. Í dómnum segir m.a. „refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin með hliðsjón af 71. gr. almennra hegningarlaga 4 mánaða fangelsi, en með tilliti til þess óhagræðis, sem ákærði hefur þurft að þola, m.a. vegna frásagna í fjölmiðlum um mál þetta, þar sem nafn hans hefur margoft verið nefnt, þykir mega ákveða að refsingin skuli vera skilorðsbundin og falla niður að 2 árum liðnum...." Svo má geta sérálits Jóns Steinar Gunnlaugssonar í hæstaréttardómi nr. 2/2005 þar sem segir eftirfarandi: „Fallast má á með ákærða að opinber umfjöllun um brot hans, þar sem meðal annars var birt mynd af honum undir nafni, hafi verið einhliða og ósanngjörn og til þess fallin að valda honum þjáningum og skaða á þann hátt, sem hann hefur lýst. Með hliðsjón af c-lið 1. mgr. 113. gr. laga nr. 19/1991 hefði þetta átt að skipta máli, ákærða til hagsbóta..." Að ofansögðu má ljóst vera að óvægin fjölmiðlaumfjöllun getur orðið til þess að sakborningur fái refsilækkun. Fer það fyrst og fremst eftir mati dómsins og stöðu sakbornings í þjóðfélaginu. Opinber persóna fær síður refsilækkun sökum fjölmiðlaumræðu, eða svo má álykta út frá dómi Hæstaréttar í máli nr. 393/2002 þar sem þingmaður var sakfelldur fyrir fjárdrátt. Höfundur þessara greinar skrifaði mastersritgerð sem ber nafnið Ólögmæltar refsilækkunarástæður, leiðbeinandi var Brynjar Níelsson formaður Lögmannafélagsins. Greinarhöfundur starfar í dag sem héraðsdómslögmaður og tekur meðal annars að sér verjendastörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í dag eru fjölmiðlar oft á tíðum nokkurs konar gapastokkur nútímans. Fyrr á öldum var ekki óalgengt að sakamenn væru settir í gapastokk. Hinn íslenski gapastokkur samanstóð af hálsjárni sem var fest utan um brotamanninn og keðju er var fest í vegg. Passað var upp á að gapastokkurinn væri á almenningsstöðum til að sem flestir sæju viðkomandi brotamann. Það þótti mikil smán að lenda í gapastokknum og menn áttu erfitt uppdráttar á viðkomandi svæði lengi á eftir. Í Fréttablaðinu hinn 23. desember sl. er grein sem ber yfirskriftina „Engin refsing jafn íþyngjandi og ágangur fjölmiðla". Tilefni fréttagreinarinnar er að verjandi sakbornings, sem er ákærður fyrir innherjasvik er hann var ráðuneytisstjóri, fer fram á refsilækkun í greinargerð sem hann hefur skilað inn til Hæstaréttar. Í umræddri fréttagrein segir að ríkissaksóknari hafni því að sakborningur fái refsilækkun sökum óvæginnar fjölmiðlaumræðu, meðal annars vegna þess að engin fordæmi séu fyrir því í dómum Hæstaréttar að fjölmiðlaumfjöllun sé metin sakborningi til refsilækkunar. Undirritaður vill benda ríkissaksóknara á að þetta er ekki rétt. Í eftirfarandi dómi fékk sakborningur refsilækkun sökum óvæginnar fjölmiðlaumræðu. Hrd. 1980, bls. 89, sem er hið svokallaða Guðmundar- og Geirfinnsmál, er einn ákærðu sakfelldur fyrir kaup á fíkniefnum og ólöglegum innflutningi þeirra. Í dómnum segir m.a. „refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin með hliðsjón af 71. gr. almennra hegningarlaga 4 mánaða fangelsi, en með tilliti til þess óhagræðis, sem ákærði hefur þurft að þola, m.a. vegna frásagna í fjölmiðlum um mál þetta, þar sem nafn hans hefur margoft verið nefnt, þykir mega ákveða að refsingin skuli vera skilorðsbundin og falla niður að 2 árum liðnum...." Svo má geta sérálits Jóns Steinar Gunnlaugssonar í hæstaréttardómi nr. 2/2005 þar sem segir eftirfarandi: „Fallast má á með ákærða að opinber umfjöllun um brot hans, þar sem meðal annars var birt mynd af honum undir nafni, hafi verið einhliða og ósanngjörn og til þess fallin að valda honum þjáningum og skaða á þann hátt, sem hann hefur lýst. Með hliðsjón af c-lið 1. mgr. 113. gr. laga nr. 19/1991 hefði þetta átt að skipta máli, ákærða til hagsbóta..." Að ofansögðu má ljóst vera að óvægin fjölmiðlaumfjöllun getur orðið til þess að sakborningur fái refsilækkun. Fer það fyrst og fremst eftir mati dómsins og stöðu sakbornings í þjóðfélaginu. Opinber persóna fær síður refsilækkun sökum fjölmiðlaumræðu, eða svo má álykta út frá dómi Hæstaréttar í máli nr. 393/2002 þar sem þingmaður var sakfelldur fyrir fjárdrátt. Höfundur þessara greinar skrifaði mastersritgerð sem ber nafnið Ólögmæltar refsilækkunarástæður, leiðbeinandi var Brynjar Níelsson formaður Lögmannafélagsins. Greinarhöfundur starfar í dag sem héraðsdómslögmaður og tekur meðal annars að sér verjendastörf.
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar