Vaxtaálag ítalskra skuldabréfa lækkar 29. desember 2011 01:30 Léttir Aðgerðir Mario Monti forsætisráðherra virðast hafa skilað árangri þar sem vaxtaálag ríkisskuldabréfa lækkaði í gær. NordicPhotos/AFP nordicphotos/AFP Ítölsk ríkisskuldabréf seldust fyrir rúma tíu milljarða evra í gær, á talsvert hagstæðari vöxtum en þeim hefur boðist undanfarið. Er um að ræða góðar fréttir fyrir Ítalíu sem hefur verið á mörkum greiðslufalls síðustu mánuði vegna vaxandi skulda og hækkandi lántökukostnaðar. Við þetta hefur ávöxtunarkrafa á tíu ára skuldabréf fallið niður fyrir sjö prósenta markið sem hefur verið viðmið um sjálfbærni ríkisfjármála. Ástæða þessa er talin vera tvíþætt. Annars vegar er líklegt að evrópskir bankar, sem fengu 489 milljarða evra að láni frá Seðlabanka Evrópu, hafi nýtt hluta þeirra fjármuna til að kaupa ítölsk ríkisskuldabréf. Hins vegar er talið að aðhaldsaðgerðir og skattahækkanir sem Mario Monti forsætisráðherra kom í gegnum þingið á dögunum hafi vakið fjárfestum trú á að með því væri tekist á við skuldavanda landsins. Ítalía, sem er þriðja stærsta hagkerfið innan evrusvæðisins, skuldar alls um 1.900 milljarða evra. Í dag verður enn eitt skuldabréfaútboðið og mun þar koma í ljós hvort fjárfestar hafa sannarlega traust á Ítalíu. - þj Fréttir Mest lesið Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Ítölsk ríkisskuldabréf seldust fyrir rúma tíu milljarða evra í gær, á talsvert hagstæðari vöxtum en þeim hefur boðist undanfarið. Er um að ræða góðar fréttir fyrir Ítalíu sem hefur verið á mörkum greiðslufalls síðustu mánuði vegna vaxandi skulda og hækkandi lántökukostnaðar. Við þetta hefur ávöxtunarkrafa á tíu ára skuldabréf fallið niður fyrir sjö prósenta markið sem hefur verið viðmið um sjálfbærni ríkisfjármála. Ástæða þessa er talin vera tvíþætt. Annars vegar er líklegt að evrópskir bankar, sem fengu 489 milljarða evra að láni frá Seðlabanka Evrópu, hafi nýtt hluta þeirra fjármuna til að kaupa ítölsk ríkisskuldabréf. Hins vegar er talið að aðhaldsaðgerðir og skattahækkanir sem Mario Monti forsætisráðherra kom í gegnum þingið á dögunum hafi vakið fjárfestum trú á að með því væri tekist á við skuldavanda landsins. Ítalía, sem er þriðja stærsta hagkerfið innan evrusvæðisins, skuldar alls um 1.900 milljarða evra. Í dag verður enn eitt skuldabréfaútboðið og mun þar koma í ljós hvort fjárfestar hafa sannarlega traust á Ítalíu. - þj
Fréttir Mest lesið Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira