Meira um leikskóla Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 22. desember 2011 06:00 Opinber kerfi í Evrópu, þar með talið á Íslandi, eru orðin of stór og of dýr. Þau hafa stækkað á undanförnum árum að því er virðist án mikillar fyrirstöðu. Nú er svo komið að þjónusta hins opinbera kostar meira en samfélagið stendur undir. Verkefnið fram undan felst í forgangsröðun og hagræðingu en á sama tíma þarf að leita leiða til að auka vöxt efnahagslífsins. Þetta samþykkja ekki allir og síst af öllum íslenskir vinstriflokkar sem velja frekar þá leið að ná í enn meiri fjármuni hjá skattgreiðendum og fyrirtækjum. Þær leiðir endurspegla fælni við skilgreiningar og stefnumótun um þjónustustig og hagræðingu. Í niðursveiflu er brýnt að stjórnmálamenn hafi framtíðarsýn sem gefur skýr skilaboð til starfsmanna og þeirra sem þiggja þjónustu hins opinbera. Skilgreina þarf grunnþjónustu og ákveða hvaða þjónustu á að greiða úr sameiginlegum sjóðum og hverja ekki. Ég hef áður gagnrýnt meirihlutann í Reykjavík fyrir stefnuleysi og illa ígrundaðar ákvarðanir í leikskólamálum. Stefnuleysið endurspeglast einna helst í ósvöruðum spurningum varðandi framtíðina. Þetta eru erfiðar spurningar sem þarfnast fordómalausrar umræðu stjórnmálamanna. Leikskóli frá 9 mánaða?Ein stærsta spurningin sem ekki hefur verið svarað er framtíðarsýn borgarinnar varðandi leikskólagöngu allra yngstu barnanna í borginni. Leikskólakerfið í Reykjavík kostar í dag meira en rekstur Háskóla Íslands, svo dæmi sé tekið. Vissulega dýrmætt kerfi sem við viljum standa vörð um en er þeim eiginleika búið að vistun mjög ungra barna er langsamlega dýrust. Ástæðan er sú að það þarf hlutfallslega fleiri starfsmenn eftir því sem börnin eru yngri. Kostnaðurinn vex hratt við vistun fyrir börn innan við tveggja ára. Sem dæmi má nefna að raunkostnaður við yngsta barn á leikskóla er um 180.000 kr. á mánuði á meðan 5 ára barn kostar „ekki nema“ 108.000 kr. á mánuði. Foreldrar greiða hins vegar ekki nema 18.000 kr. upp í þennan kostnað að meðaltali á mánuði. Þar sem skattgreiðendur greiða stærsta hluta þessa kostnaðar hækkar kostnaður borgarinnar hratt þegar sífellt yngri og yngri börn eru tekin inn í leikskólakerfið. Þetta er hugsanlega ágætt en kostar augljóslega mikla fjármuni. Að auki hefur þessi þróun átt sér stað án mikillar umræðu og nánast alfarið án stefnumótandi ákvarðana. Á Reykjavíkurborg að bjóða börnum frá 9 mánaða aldri upp á leikskólapláss? Eiga börn frá eins árs aldri að fá skipulagt faglegt starf allan daginn hjá kennurum með meistarapróf? Ætlum við að byggja áfram opinberar byggingar yfir yngri og yngri börn? Ætti borgin frekar að leggja meiri áherslu á ólíka og ódýrari valkosti fyrir þau yngstu, eins og ungbarnaleikskóla, dagforeldra eða greiðslur til foreldra sem borga þriðja aðila? Hvert stefnir með fagfólk?Kostnaður leikskólakerfisins er 70-80% launakostnaður. Flestir eru sammála um að launin ættu að vera hærri en það er ógerningur að ræða hagræðingu án þess að ræða um starfsfólk. Hvernig vill borgin stefna að því að meta og greiða sanngjörn laun fyrir þetta mikilvæga starf í kerfi sem stækkar sjálfkrafa en fær samt ekki frið frá niðurskurði? Hvernig á að vinna að markmiðum um fjölgun fagfólks þegar ekki er vitað hvert stefnir í undirbúningstíma fagstarfs, sveigjanleika kjarasamninga eða hver framtíðin er varðandi fækkun leikskólastjóra vegna sameininga? Er sanngjarnt að foreldrar með börn hjá dagforeldrum eða heima fái lítinn eða engan stuðning úr sameiginlegum sjóðum borgarinnar á meðan jafngamalt barn á leikskóla fær margfalt meiri stuðning? Eiga þjónustugjöld að endurspegla kostnað við reksturinn á skýrari hátt? Verður ekki að huga að leiðum sem minnka þrýstinginn á dýrasta kostinn, leikskólann, heldur en að auka hann? Stefnuleysi leiðir af sér flatan niðurskurðEf menn þora ekki að ræða spurningarnar að ofan er ljóst að flatur niðurskurður er eina leiðin til að bregðast við kröfu um hagræðingu. Hagræðing án stefnu leiðir af sér endalausan flatan niðurskurð sem hefur lamandi áhrif á framþróun, faglegan vöxt og gæði skólastarfs. Stefnumörkun er því ekki bara mikilvæg heldur afar brýn. Það er ekki seinna vænna að fá fram framtíðarsýn borgarinnar í þessum efnum, að sjálfsögðu með virkri aðkomu fulltrúa kennara, starfsmanna og foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Opinber kerfi í Evrópu, þar með talið á Íslandi, eru orðin of stór og of dýr. Þau hafa stækkað á undanförnum árum að því er virðist án mikillar fyrirstöðu. Nú er svo komið að þjónusta hins opinbera kostar meira en samfélagið stendur undir. Verkefnið fram undan felst í forgangsröðun og hagræðingu en á sama tíma þarf að leita leiða til að auka vöxt efnahagslífsins. Þetta samþykkja ekki allir og síst af öllum íslenskir vinstriflokkar sem velja frekar þá leið að ná í enn meiri fjármuni hjá skattgreiðendum og fyrirtækjum. Þær leiðir endurspegla fælni við skilgreiningar og stefnumótun um þjónustustig og hagræðingu. Í niðursveiflu er brýnt að stjórnmálamenn hafi framtíðarsýn sem gefur skýr skilaboð til starfsmanna og þeirra sem þiggja þjónustu hins opinbera. Skilgreina þarf grunnþjónustu og ákveða hvaða þjónustu á að greiða úr sameiginlegum sjóðum og hverja ekki. Ég hef áður gagnrýnt meirihlutann í Reykjavík fyrir stefnuleysi og illa ígrundaðar ákvarðanir í leikskólamálum. Stefnuleysið endurspeglast einna helst í ósvöruðum spurningum varðandi framtíðina. Þetta eru erfiðar spurningar sem þarfnast fordómalausrar umræðu stjórnmálamanna. Leikskóli frá 9 mánaða?Ein stærsta spurningin sem ekki hefur verið svarað er framtíðarsýn borgarinnar varðandi leikskólagöngu allra yngstu barnanna í borginni. Leikskólakerfið í Reykjavík kostar í dag meira en rekstur Háskóla Íslands, svo dæmi sé tekið. Vissulega dýrmætt kerfi sem við viljum standa vörð um en er þeim eiginleika búið að vistun mjög ungra barna er langsamlega dýrust. Ástæðan er sú að það þarf hlutfallslega fleiri starfsmenn eftir því sem börnin eru yngri. Kostnaðurinn vex hratt við vistun fyrir börn innan við tveggja ára. Sem dæmi má nefna að raunkostnaður við yngsta barn á leikskóla er um 180.000 kr. á mánuði á meðan 5 ára barn kostar „ekki nema“ 108.000 kr. á mánuði. Foreldrar greiða hins vegar ekki nema 18.000 kr. upp í þennan kostnað að meðaltali á mánuði. Þar sem skattgreiðendur greiða stærsta hluta þessa kostnaðar hækkar kostnaður borgarinnar hratt þegar sífellt yngri og yngri börn eru tekin inn í leikskólakerfið. Þetta er hugsanlega ágætt en kostar augljóslega mikla fjármuni. Að auki hefur þessi þróun átt sér stað án mikillar umræðu og nánast alfarið án stefnumótandi ákvarðana. Á Reykjavíkurborg að bjóða börnum frá 9 mánaða aldri upp á leikskólapláss? Eiga börn frá eins árs aldri að fá skipulagt faglegt starf allan daginn hjá kennurum með meistarapróf? Ætlum við að byggja áfram opinberar byggingar yfir yngri og yngri börn? Ætti borgin frekar að leggja meiri áherslu á ólíka og ódýrari valkosti fyrir þau yngstu, eins og ungbarnaleikskóla, dagforeldra eða greiðslur til foreldra sem borga þriðja aðila? Hvert stefnir með fagfólk?Kostnaður leikskólakerfisins er 70-80% launakostnaður. Flestir eru sammála um að launin ættu að vera hærri en það er ógerningur að ræða hagræðingu án þess að ræða um starfsfólk. Hvernig vill borgin stefna að því að meta og greiða sanngjörn laun fyrir þetta mikilvæga starf í kerfi sem stækkar sjálfkrafa en fær samt ekki frið frá niðurskurði? Hvernig á að vinna að markmiðum um fjölgun fagfólks þegar ekki er vitað hvert stefnir í undirbúningstíma fagstarfs, sveigjanleika kjarasamninga eða hver framtíðin er varðandi fækkun leikskólastjóra vegna sameininga? Er sanngjarnt að foreldrar með börn hjá dagforeldrum eða heima fái lítinn eða engan stuðning úr sameiginlegum sjóðum borgarinnar á meðan jafngamalt barn á leikskóla fær margfalt meiri stuðning? Eiga þjónustugjöld að endurspegla kostnað við reksturinn á skýrari hátt? Verður ekki að huga að leiðum sem minnka þrýstinginn á dýrasta kostinn, leikskólann, heldur en að auka hann? Stefnuleysi leiðir af sér flatan niðurskurðEf menn þora ekki að ræða spurningarnar að ofan er ljóst að flatur niðurskurður er eina leiðin til að bregðast við kröfu um hagræðingu. Hagræðing án stefnu leiðir af sér endalausan flatan niðurskurð sem hefur lamandi áhrif á framþróun, faglegan vöxt og gæði skólastarfs. Stefnumörkun er því ekki bara mikilvæg heldur afar brýn. Það er ekki seinna vænna að fá fram framtíðarsýn borgarinnar í þessum efnum, að sjálfsögðu með virkri aðkomu fulltrúa kennara, starfsmanna og foreldra.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun