Farðu úr úlpunni! Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 22. desember 2011 20:00 Bíó. Blitz. Leikstjórn: Elliott Lester. Leikarar: Jason Statham, Paddy Considine, Aidan Gillen, David Morrissey, Zawe Ashton. Breska hasarhetjan Jason Statham getur látið til sín taka þegar sá gállinn er á honum. Í myndinni Blitz er hann hins vegar á sjálfstýringu og gefur lítið af sér. Hann klæðist úlpu stóran hluta myndarinnar og ég fékk það á tilfinninguna að það væri ekki ákvörðun búningadeildarinnar heldur bara það að Statham hefði mætt á tökustað og hreinlega ekki nennt að fara úr úlpunni. Blitz fjallar um lögreglumanninn Tom Brant sem reynir, ásamt félögum sínum, að hafa hendur í hári löggumorðingja sem kallar sig Blitz. Brant, eins og flestar persónur Stathams, á að sjálfsögðu að vera grjótharður og tilfinningalaus, en er ofan á það hundleiðinleg og hommafælin karlremba. Atriðin þar sem áhorfandinn á að hlæja að því hversu dónalegur og gamaldags hann er eru mun pínlegri en þau eru fyndin. Myndir sem reyna að afsaka lögregluofbeldi í nafni „réttlætis" skilja oftast eftir óbragð í munni, og Blitz gerir það ítrekað. Statham ætti að hysja upp um sig, fara úr úlpunni og velja aðeins betri hlutverk. Þetta fer að verða vandræðalegt. Endum þetta samt á jákvæðu nótunum. Löggumorðinginn er virkilega viðurstyggilegur og frábærlega leikinn af Aidan nokkrum Gillen. Hann náði þó ekki að drepa nærri því jafn marga og Statham drap úr leiðindum. Niðurstaða: Þunnur þrettándi með þreyttum leikara. Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Bíó. Blitz. Leikstjórn: Elliott Lester. Leikarar: Jason Statham, Paddy Considine, Aidan Gillen, David Morrissey, Zawe Ashton. Breska hasarhetjan Jason Statham getur látið til sín taka þegar sá gállinn er á honum. Í myndinni Blitz er hann hins vegar á sjálfstýringu og gefur lítið af sér. Hann klæðist úlpu stóran hluta myndarinnar og ég fékk það á tilfinninguna að það væri ekki ákvörðun búningadeildarinnar heldur bara það að Statham hefði mætt á tökustað og hreinlega ekki nennt að fara úr úlpunni. Blitz fjallar um lögreglumanninn Tom Brant sem reynir, ásamt félögum sínum, að hafa hendur í hári löggumorðingja sem kallar sig Blitz. Brant, eins og flestar persónur Stathams, á að sjálfsögðu að vera grjótharður og tilfinningalaus, en er ofan á það hundleiðinleg og hommafælin karlremba. Atriðin þar sem áhorfandinn á að hlæja að því hversu dónalegur og gamaldags hann er eru mun pínlegri en þau eru fyndin. Myndir sem reyna að afsaka lögregluofbeldi í nafni „réttlætis" skilja oftast eftir óbragð í munni, og Blitz gerir það ítrekað. Statham ætti að hysja upp um sig, fara úr úlpunni og velja aðeins betri hlutverk. Þetta fer að verða vandræðalegt. Endum þetta samt á jákvæðu nótunum. Löggumorðinginn er virkilega viðurstyggilegur og frábærlega leikinn af Aidan nokkrum Gillen. Hann náði þó ekki að drepa nærri því jafn marga og Statham drap úr leiðindum. Niðurstaða: Þunnur þrettándi með þreyttum leikara.
Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira