Upplýsingar frá Mænuskaðastofnun Íslands 16. desember 2011 06:00 Eins og ýmsum er kunnugt samþykkti Norðurlandaráð íslenska tillögu um mænuskaða á þingi sínu í nóvember sl. Efni tillögunnar var að ráðið setti á laggirnar starfshóp lækna og vísindamanna með það hlutverk að skoða þá vísindaþekkingu á mænunni sem nú er til staðar og skoða hvort mögulegt væri að samþætta hana svo að leggja mætti skipulagðan grunn að þróun lækningastefnu fyrir mænuskaða. Þessi góði árangur náðist vegna ötullar vinnu og samstöðu Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, forsætisráðherra og 8.500 íslenskra kvenna sem rituðu nöfn sín í bænaskrá sem Siv Friðleifsdóttir formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs afhenti forseta ráðsins með glæsibrag á þinginu. Texta bænaskrárinnar má sjá á www.is.isci.is undir yfirskriftinni: Bænaskrá frá íslenskum konum til Norðurlandaráðs um leit að lækningu á mænuskaða. Ferlið og þáttur velferðarráðuneytisFerlið hjá Norðurlandaráði gengur þannig fyrir sig að nú mun embættismannanefnd ráðsins taka við. Hennar hlutverk er að skoða þær tillögur sem Norðurlandaþingið samþykkti í nóvember og bera fram tillögur til ráðherranefndar Norðurlandaráðs um hvernig samþykktum tillögunum verði best komið í framkvæmd. Tillaga um mænuskaða er þar innifalin. Í ferlinu mun velferðarnefnd Norðurlandaráðs fylgjast með afdrifum sinnar tillögu. Auk þess eiga sæti í embættismannanefndinni tveir embættismenn úr íslenska velferðarráðuneytinu ásamt því sem íslenski velferðarráðherrann á sæti í norrænu ráðherranefndinni um velferðarmál. Mænuskaðatillögunni ætti því ekki að verða í kot vísað. Þáttur forsetans og utanríkisráðuneytisFyrir nokkru heimsótti Ísland Jean Todt, forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FÍA). Tilgangur ferðar hans var að vekja athygli forseta Íslands og íslenskra stjórnvalda á átaki Sameinuðu þjóðanna gegn umferðarslysum sem standa mun yfir næsta áratug. Á fundi hans með forsetanum áttaði hinn glöggi forseti okkar sig strax á samhengi átaksins og mænuskaða en nær helmingur þess fólks sem hlýtur mænuskaða í slysum og lamast, hlýtur skaðann í umferðarslysum. Forsetinn leitaði því eftir við Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) að félagið kæmi á sambandi mínu og forseta FÍA sem gert var, en FÍB er öllum hnútum kunnugt innan FÍA og ríkir þar á milli mikill vinskapur. Í framhaldi af þessu hefur bæði forsetinn og sendiherra okkar í París haft samband við aðila innan FÍA og leitað eftir að félagið styðji væntanlegar framkvæmdir Norðurlandaráðs um mænuskaða. Svör FÍA við þeirri bón hafa verið jákvæð. Á þessari stundu er ekki mögulegt að segja í hverju stuðningur FÍA verður fólginn en það mun væntanlega skýrast á árinu 2012. Þakkir til ÍslendingaÞað væri ómetanlegt ef okkur Íslendingum auðnaðist að eiga frumkvæði að því að tvær sterkar alþjóðastofnanir, Norðurlandaráð og FÍA, tækju höndum saman og hrintu af stokkunum átaki í þágu lækninga á mænuskaða. Sú er mín tilfinning að þá myndu stórstígar framfarir verða á sviðinu og ekki veitir af. Með samþykkt Norðurlandaráðs og jákvæðu viðhorfi FÍA erum við nú þegar komin rúmlega hálfa leið í þeim efnum. Að endingu vil ég þakka Íslendingum fyrir ómetanlegan stuðning við hugsjón mína og vona að þessi mikla barátta til breytinga á viðhorfi til meðhöndlunar á mænuskaða eigi eftir að koma öllu mannkyni til góða og færa Íslandi heiður heim í tímans rás. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Skoðanir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og ýmsum er kunnugt samþykkti Norðurlandaráð íslenska tillögu um mænuskaða á þingi sínu í nóvember sl. Efni tillögunnar var að ráðið setti á laggirnar starfshóp lækna og vísindamanna með það hlutverk að skoða þá vísindaþekkingu á mænunni sem nú er til staðar og skoða hvort mögulegt væri að samþætta hana svo að leggja mætti skipulagðan grunn að þróun lækningastefnu fyrir mænuskaða. Þessi góði árangur náðist vegna ötullar vinnu og samstöðu Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, forsætisráðherra og 8.500 íslenskra kvenna sem rituðu nöfn sín í bænaskrá sem Siv Friðleifsdóttir formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs afhenti forseta ráðsins með glæsibrag á þinginu. Texta bænaskrárinnar má sjá á www.is.isci.is undir yfirskriftinni: Bænaskrá frá íslenskum konum til Norðurlandaráðs um leit að lækningu á mænuskaða. Ferlið og þáttur velferðarráðuneytisFerlið hjá Norðurlandaráði gengur þannig fyrir sig að nú mun embættismannanefnd ráðsins taka við. Hennar hlutverk er að skoða þær tillögur sem Norðurlandaþingið samþykkti í nóvember og bera fram tillögur til ráðherranefndar Norðurlandaráðs um hvernig samþykktum tillögunum verði best komið í framkvæmd. Tillaga um mænuskaða er þar innifalin. Í ferlinu mun velferðarnefnd Norðurlandaráðs fylgjast með afdrifum sinnar tillögu. Auk þess eiga sæti í embættismannanefndinni tveir embættismenn úr íslenska velferðarráðuneytinu ásamt því sem íslenski velferðarráðherrann á sæti í norrænu ráðherranefndinni um velferðarmál. Mænuskaðatillögunni ætti því ekki að verða í kot vísað. Þáttur forsetans og utanríkisráðuneytisFyrir nokkru heimsótti Ísland Jean Todt, forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FÍA). Tilgangur ferðar hans var að vekja athygli forseta Íslands og íslenskra stjórnvalda á átaki Sameinuðu þjóðanna gegn umferðarslysum sem standa mun yfir næsta áratug. Á fundi hans með forsetanum áttaði hinn glöggi forseti okkar sig strax á samhengi átaksins og mænuskaða en nær helmingur þess fólks sem hlýtur mænuskaða í slysum og lamast, hlýtur skaðann í umferðarslysum. Forsetinn leitaði því eftir við Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) að félagið kæmi á sambandi mínu og forseta FÍA sem gert var, en FÍB er öllum hnútum kunnugt innan FÍA og ríkir þar á milli mikill vinskapur. Í framhaldi af þessu hefur bæði forsetinn og sendiherra okkar í París haft samband við aðila innan FÍA og leitað eftir að félagið styðji væntanlegar framkvæmdir Norðurlandaráðs um mænuskaða. Svör FÍA við þeirri bón hafa verið jákvæð. Á þessari stundu er ekki mögulegt að segja í hverju stuðningur FÍA verður fólginn en það mun væntanlega skýrast á árinu 2012. Þakkir til ÍslendingaÞað væri ómetanlegt ef okkur Íslendingum auðnaðist að eiga frumkvæði að því að tvær sterkar alþjóðastofnanir, Norðurlandaráð og FÍA, tækju höndum saman og hrintu af stokkunum átaki í þágu lækninga á mænuskaða. Sú er mín tilfinning að þá myndu stórstígar framfarir verða á sviðinu og ekki veitir af. Með samþykkt Norðurlandaráðs og jákvæðu viðhorfi FÍA erum við nú þegar komin rúmlega hálfa leið í þeim efnum. Að endingu vil ég þakka Íslendingum fyrir ómetanlegan stuðning við hugsjón mína og vona að þessi mikla barátta til breytinga á viðhorfi til meðhöndlunar á mænuskaða eigi eftir að koma öllu mannkyni til góða og færa Íslandi heiður heim í tímans rás.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar