Hörkumynd Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. desember 2011 06:00 Mission Impossible 4: Ghost Protocol - Tom Cruise Bíó. Mission: Impossible – Ghost Protocol Leikstjórn: Brad Bird Leikarar: Tom Cruise, Jeremy Renner, Simon Pegg, Paula Patton, Michael Nyquist, Vladimir Mashkov Fyrsta Mission: Impossible-myndin var þrælfín og hafði bálkurinn alla burði til þess að verða langlíf og heilsteypt sería. Önnur myndin reyndist hins vegar mun slakari en sú fyrsta, og þriðja myndin var verri en þær báðar. Þegar ég sá fjórðu myndina auglýsta velti ég því fyrir mér hvort serían ætti afturkvæmt. Hvort þetta væri ekki búið spil hjá Ethan Hunt og félögum. Það er þó fjarri lagi og teymið hefur líklega aldrei verið í betra stuði en einmitt í þessari fjórðu mynd seríunnar. Enn er það Hunt (Tom Cruise) sem leiðir hópinn en í hann hafa bæst við nokkur ný andlit. Simon Pegg er meira áberandi en í þriðju myndinni og er hann þrælskemmtileg viðbót við grúppuna. Cruise sjálfan verður æ erfiðara að taka alvarlega, í þessu hlutverki jafnt sem öðrum, en hann verður þó seint sakaður um að stýra seríunni með hangandi hendi. Í þessari mynd hangir hann til að mynda utan á Burj Kalifa-turninum í Dubai (hæstu byggingu heims), en að kvikmyndaleikari leggi slíkt á sig gerir það að verkum að maður neyðist hreinlega til að taka viljann fyrir verkið. Fyrir utan það að hann er ekki slæmur leikari þrátt fyrir undarlega hegðun í einkalífinu. Cruise hefur veðjað á hárréttan leikstjórafák (Brad Bird, leikstjóra Ratatouille og The Incredibles) til að blanda brjáluðum áhættuatriðunum saman við léttan húmorinn. Glórulausu apparötin eru að sjálfsögðu til staðar og áhorfandinn vill trúa því að þau virki. Og líklega hef ég aldrei viljað jafn mikið að nokkuð virkaði og griphanskarnir sem Ethan Hunt klæðist þegar hann klífur fyrrnefndan hæsta turn heims. Það atriði er algjörlega lamandi sökum spennu. Svona eiga hasarmyndir að vera. Hörkuspennandi, en þó án þess að taka sig of alvarlega. Það þurfti teiknimyndagerðarmann til að koma Mission: Impossible-seríunni í þann farveg og Ghost Protocol er besta mynd seríunnar. Niðurstaða: Fjörugri en forverar hennar og alls ekki fyrir lofthrædda. Fjórar stjörnur. Lífið Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Bíó. Mission: Impossible – Ghost Protocol Leikstjórn: Brad Bird Leikarar: Tom Cruise, Jeremy Renner, Simon Pegg, Paula Patton, Michael Nyquist, Vladimir Mashkov Fyrsta Mission: Impossible-myndin var þrælfín og hafði bálkurinn alla burði til þess að verða langlíf og heilsteypt sería. Önnur myndin reyndist hins vegar mun slakari en sú fyrsta, og þriðja myndin var verri en þær báðar. Þegar ég sá fjórðu myndina auglýsta velti ég því fyrir mér hvort serían ætti afturkvæmt. Hvort þetta væri ekki búið spil hjá Ethan Hunt og félögum. Það er þó fjarri lagi og teymið hefur líklega aldrei verið í betra stuði en einmitt í þessari fjórðu mynd seríunnar. Enn er það Hunt (Tom Cruise) sem leiðir hópinn en í hann hafa bæst við nokkur ný andlit. Simon Pegg er meira áberandi en í þriðju myndinni og er hann þrælskemmtileg viðbót við grúppuna. Cruise sjálfan verður æ erfiðara að taka alvarlega, í þessu hlutverki jafnt sem öðrum, en hann verður þó seint sakaður um að stýra seríunni með hangandi hendi. Í þessari mynd hangir hann til að mynda utan á Burj Kalifa-turninum í Dubai (hæstu byggingu heims), en að kvikmyndaleikari leggi slíkt á sig gerir það að verkum að maður neyðist hreinlega til að taka viljann fyrir verkið. Fyrir utan það að hann er ekki slæmur leikari þrátt fyrir undarlega hegðun í einkalífinu. Cruise hefur veðjað á hárréttan leikstjórafák (Brad Bird, leikstjóra Ratatouille og The Incredibles) til að blanda brjáluðum áhættuatriðunum saman við léttan húmorinn. Glórulausu apparötin eru að sjálfsögðu til staðar og áhorfandinn vill trúa því að þau virki. Og líklega hef ég aldrei viljað jafn mikið að nokkuð virkaði og griphanskarnir sem Ethan Hunt klæðist þegar hann klífur fyrrnefndan hæsta turn heims. Það atriði er algjörlega lamandi sökum spennu. Svona eiga hasarmyndir að vera. Hörkuspennandi, en þó án þess að taka sig of alvarlega. Það þurfti teiknimyndagerðarmann til að koma Mission: Impossible-seríunni í þann farveg og Ghost Protocol er besta mynd seríunnar. Niðurstaða: Fjörugri en forverar hennar og alls ekki fyrir lofthrædda. Fjórar stjörnur.
Lífið Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira