Fræðsla lykill að hugarfarsbreytingu Steinunn Stefánsdóttir skrifar 14. desember 2011 06:00 Manneskja ekki markaðsvara var mest áberandi slagorðið í allrafyrstu aðgerð Rauðsokka, 1. maí 1970. Þessi aðgerð, að ganga undir merkjum kvenfrelsis, í kröfugöngu verkalýðsfélaganna átti sér raunar stað áður en Rauðsokkahreyfingin varð til en árin á eftir áttu Rauðsokkar oft eftir að vekja athygli á margvíslegum málefnum með aðgerðum sem vöktu athygli. Mörg baráttumála Rauðsokka á áttunda áratug síðustu aldar náðust fram, réttindi sem nú þykja sjálfsögð. Í öðrum málum hefur minna þokast, jafnvel færst afturábak. Þannig á slagorðið Manneskja ekki markaðsvara því miður ekki síður erindi við samtímann árið 2011 en það átti fyrir 41 ári. Staða kvenna er vissulega með allt öðrum hætti varðandi menntun og þátttöku í atvinnulífi. Á sama tíma virðast staðalímyndir um útlit og kynhlutverk, sem til dæmis birtist í margvíslegu afþreyingarefni, aldrei hafa verið sterkari. Um helgina sagði RÚV frá rannsókn sem sýndi fram á að almenningur á erfitt með að greina á milli ummæla um konur sem birtast í breskum karlatímaritum annars vegar og ummæla sem höfð eru eftir dæmdum nauðgurum hins vegar. Þarna er um að ræða framsetningu karlablaða þar sem ofbeldistengd kynhegðun er gerð sjálfsögð eða normalíseruð. Sú orðræða sem karlmönnum er boðin sér til afþreyingar er sem sagt svo ofbeldishlaðin að þeir sem ekki þekkja til álíta að hún hafi allt eins sprottið úr hugarheimi kynferðisbrotamanns. Normalísering ofbeldisfullrar orðræðu þar sem konur eru hlutgerðar er ekki aðeins óskemmtileg heldur beinlínis háskaleg og við þessu verður að bregðast. Fræðsla hlýtur þarna að gegna lykilhlutverki. Það er flókið að fóta sig í samfélagi þar sem hlutverk kynjanna hafa á fáeinum áratugum breyst eins mikið og raun ber vitni, í samfélagi þar sem formleg völd hafa verið í höndum karla um aldir en nú ríkir eining, að minnsta kosti í orði, um að allt fólk eigi að hafa sömu möguleika óháð kyni, samfélagi sem hefur byggt upp lagaumhverfi samfélags þar sem fólki er ekki mismunað á grundvelli kyns. Fræðsla um stöðu kynjanna og hlutverk er engu að síður lítil í skólum. Og hún er tilviljunarkennd, þ.e. veltur að miklu leyti á áhuga einstakra kennara. Í síðustu viku vorum við á hressilegan hátt minnt á það hverju slík kennsla getur skilað. Nemandi í kynjafræðiáfanga í Borgarholtsskóla skrifaði grein í Fréttablaðið sem vakti mikla athygli. Þar lýsti hann á áhrifaríkan hátt hugarfarsbreytingu sem hann hafði orðið fyrir við það eitt að fræðast um jafnréttismál. Samnemendur hans í áfanganum tóku undir með honum í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins og einn þeirra benti á að í skólanum fyndist orðið fyrir breytingu vegna þeirra 30 nemenda sem tækju áfangann á hverri önn. „Hjá þeim breytist viðhorfið og það smitar út frá sér.“ Því fleira ungt fólk sem er gert kleift að fræðast og tala saman um stöðu kynjanna í samfélaginu þeim mun meiri gagnkvæmur skilningur og virðing og þeim mun minni fordómar. Það hlýtur að vera öllum til gagns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Manneskja ekki markaðsvara var mest áberandi slagorðið í allrafyrstu aðgerð Rauðsokka, 1. maí 1970. Þessi aðgerð, að ganga undir merkjum kvenfrelsis, í kröfugöngu verkalýðsfélaganna átti sér raunar stað áður en Rauðsokkahreyfingin varð til en árin á eftir áttu Rauðsokkar oft eftir að vekja athygli á margvíslegum málefnum með aðgerðum sem vöktu athygli. Mörg baráttumála Rauðsokka á áttunda áratug síðustu aldar náðust fram, réttindi sem nú þykja sjálfsögð. Í öðrum málum hefur minna þokast, jafnvel færst afturábak. Þannig á slagorðið Manneskja ekki markaðsvara því miður ekki síður erindi við samtímann árið 2011 en það átti fyrir 41 ári. Staða kvenna er vissulega með allt öðrum hætti varðandi menntun og þátttöku í atvinnulífi. Á sama tíma virðast staðalímyndir um útlit og kynhlutverk, sem til dæmis birtist í margvíslegu afþreyingarefni, aldrei hafa verið sterkari. Um helgina sagði RÚV frá rannsókn sem sýndi fram á að almenningur á erfitt með að greina á milli ummæla um konur sem birtast í breskum karlatímaritum annars vegar og ummæla sem höfð eru eftir dæmdum nauðgurum hins vegar. Þarna er um að ræða framsetningu karlablaða þar sem ofbeldistengd kynhegðun er gerð sjálfsögð eða normalíseruð. Sú orðræða sem karlmönnum er boðin sér til afþreyingar er sem sagt svo ofbeldishlaðin að þeir sem ekki þekkja til álíta að hún hafi allt eins sprottið úr hugarheimi kynferðisbrotamanns. Normalísering ofbeldisfullrar orðræðu þar sem konur eru hlutgerðar er ekki aðeins óskemmtileg heldur beinlínis háskaleg og við þessu verður að bregðast. Fræðsla hlýtur þarna að gegna lykilhlutverki. Það er flókið að fóta sig í samfélagi þar sem hlutverk kynjanna hafa á fáeinum áratugum breyst eins mikið og raun ber vitni, í samfélagi þar sem formleg völd hafa verið í höndum karla um aldir en nú ríkir eining, að minnsta kosti í orði, um að allt fólk eigi að hafa sömu möguleika óháð kyni, samfélagi sem hefur byggt upp lagaumhverfi samfélags þar sem fólki er ekki mismunað á grundvelli kyns. Fræðsla um stöðu kynjanna og hlutverk er engu að síður lítil í skólum. Og hún er tilviljunarkennd, þ.e. veltur að miklu leyti á áhuga einstakra kennara. Í síðustu viku vorum við á hressilegan hátt minnt á það hverju slík kennsla getur skilað. Nemandi í kynjafræðiáfanga í Borgarholtsskóla skrifaði grein í Fréttablaðið sem vakti mikla athygli. Þar lýsti hann á áhrifaríkan hátt hugarfarsbreytingu sem hann hafði orðið fyrir við það eitt að fræðast um jafnréttismál. Samnemendur hans í áfanganum tóku undir með honum í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins og einn þeirra benti á að í skólanum fyndist orðið fyrir breytingu vegna þeirra 30 nemenda sem tækju áfangann á hverri önn. „Hjá þeim breytist viðhorfið og það smitar út frá sér.“ Því fleira ungt fólk sem er gert kleift að fræðast og tala saman um stöðu kynjanna í samfélaginu þeim mun meiri gagnkvæmur skilningur og virðing og þeim mun minni fordómar. Það hlýtur að vera öllum til gagns.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun