Vel heppnuð rokkplata Freyr Bjarnason skrifar 8. desember 2011 11:00 Hljómsveitin Ég, Ímynd fíflsins. Tónlist. Ímynd fíflsins. Hljómsveitin Ég. Þessi fjórða plata Hljómsveitarinnar Ég byggir á svipuðum grunni og fyrri verk sveitarinnar. Áhrif frá hippatónlist sjöunda áratugarins eru greinileg og hérna er samspil gítars, bassa og trommu stórgott. Annars er lágstemmt kassagítarrokk áberandi á plötunni og söngur forsprakkans Róberts Arnar Hjálmtýssonar er ekki eins hátt uppi og oft áður, sem er kostur. Róbert Örn er hnyttinn textahöfundur og hér gagnrýnir hann meðal annars leti neyslusamfélagsins og segir flest okkar fífl sem vilji sífellt láta fjölmiðla mata sig með misgáfulegu efni. Hann undanskilur sjálfan sig ekkert í þeim efnum, eins og mynd af honum sjálfum á umslaginu ber vott um. Melódísk tónlistin er þó ávallt í fyrirrúmi, grúví og töff, með Ferðalag og Hollywood-ást framarlega í flokki. Sem sagt: Vel heppnuð rokkplata með skemmtilegum textum. Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Fleiri fréttir Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Tónlist. Ímynd fíflsins. Hljómsveitin Ég. Þessi fjórða plata Hljómsveitarinnar Ég byggir á svipuðum grunni og fyrri verk sveitarinnar. Áhrif frá hippatónlist sjöunda áratugarins eru greinileg og hérna er samspil gítars, bassa og trommu stórgott. Annars er lágstemmt kassagítarrokk áberandi á plötunni og söngur forsprakkans Róberts Arnar Hjálmtýssonar er ekki eins hátt uppi og oft áður, sem er kostur. Róbert Örn er hnyttinn textahöfundur og hér gagnrýnir hann meðal annars leti neyslusamfélagsins og segir flest okkar fífl sem vilji sífellt láta fjölmiðla mata sig með misgáfulegu efni. Hann undanskilur sjálfan sig ekkert í þeim efnum, eins og mynd af honum sjálfum á umslaginu ber vott um. Melódísk tónlistin er þó ávallt í fyrirrúmi, grúví og töff, með Ferðalag og Hollywood-ást framarlega í flokki. Sem sagt: Vel heppnuð rokkplata með skemmtilegum textum.
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Fleiri fréttir Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira