Hart og hrátt hjá Gímaldin Trausti Júlíusson skrifar 11. desember 2011 10:00 Þú ert ekki sá sem ég valdi með Gímaldin. Tónlist. Þú ert ekki sá sem ég valdi. Gímaldin og félagar. Gímaldin verður seint sakaður um að reyna að þóknast fjöldanum. Þessi nýja plata hans og hljómsveitar er að mörgu leyti mjög „hardkor". Umslagið er t.d. ekki notendavænt – jafnvel fráhrindandi. Nafn flytjanda er hvergi sjáanlegt og upplýsingar ólæsilegar. Tónlistin sjálf er líka hrá og hörð. Gímaldin er listamannsnafn Gísla Magnússonar sem er sonur Megasar. Það skiptir ekki endilega máli hverra manna söngvarar eru, en í þessu tilfelli er ekki hægt að horfa fram hjá því. Rödd Gímaldins minnir mikið á rödd Megasar, t.d. á Millilendingu og textarnir eiga líka sitthvað sameiginlegt með textum föðurins. Hvort tveggja eru auðvitað stórir plúsar. Textarnir eru margir bráðskemmtilegir. Þeir eru fullir af húmor og svolítið óheflaðir, eins og tónlistin. Tónlistin er annars tímalaust rokk sem einkennist af góðu grúvi og spilagleði. Lagasmíðarnar eru margar fínar, en ekki allar og það er eini mínusinn á þessari annars fínu plötu. Gímaldin mætti vera aðeins melódískari.Rokk Gímaldin og félagar flytja tímalaust rokk á nýrri plötu sinni. Mynd/ValliÞað eru samt nokkur frábær lög hér, þ.ám. Það er ástæða, Ég þekki stelpu sem sýslar með rými, Bitinn af rollu, Það er úlfur og Ballaðan um íslensku gjöreyðingarvopnin. Á heildina litið skemmtileg plata. Hér eftir fylgist maður vel með Gímaldin. Niðurstaða: Frábærir textar, skemmtilegur söngur og flutningur, en lagasmíðarnar gætu verið sterkari. Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónlist. Þú ert ekki sá sem ég valdi. Gímaldin og félagar. Gímaldin verður seint sakaður um að reyna að þóknast fjöldanum. Þessi nýja plata hans og hljómsveitar er að mörgu leyti mjög „hardkor". Umslagið er t.d. ekki notendavænt – jafnvel fráhrindandi. Nafn flytjanda er hvergi sjáanlegt og upplýsingar ólæsilegar. Tónlistin sjálf er líka hrá og hörð. Gímaldin er listamannsnafn Gísla Magnússonar sem er sonur Megasar. Það skiptir ekki endilega máli hverra manna söngvarar eru, en í þessu tilfelli er ekki hægt að horfa fram hjá því. Rödd Gímaldins minnir mikið á rödd Megasar, t.d. á Millilendingu og textarnir eiga líka sitthvað sameiginlegt með textum föðurins. Hvort tveggja eru auðvitað stórir plúsar. Textarnir eru margir bráðskemmtilegir. Þeir eru fullir af húmor og svolítið óheflaðir, eins og tónlistin. Tónlistin er annars tímalaust rokk sem einkennist af góðu grúvi og spilagleði. Lagasmíðarnar eru margar fínar, en ekki allar og það er eini mínusinn á þessari annars fínu plötu. Gímaldin mætti vera aðeins melódískari.Rokk Gímaldin og félagar flytja tímalaust rokk á nýrri plötu sinni. Mynd/ValliÞað eru samt nokkur frábær lög hér, þ.ám. Það er ástæða, Ég þekki stelpu sem sýslar með rými, Bitinn af rollu, Það er úlfur og Ballaðan um íslensku gjöreyðingarvopnin. Á heildina litið skemmtileg plata. Hér eftir fylgist maður vel með Gímaldin. Niðurstaða: Frábærir textar, skemmtilegur söngur og flutningur, en lagasmíðarnar gætu verið sterkari.
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira